Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 bókagagnrýni „Nursing in action. Strengthen- ing nursing and midwifery to support health for all.“ Bók þessari er ritstýrt af Jane Salvage, sem er ráðgjafi á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) og byggir bókin á efni sem áður hefur verið gefið út af WHO. Bókinni er ætlað að marka nýja stefnu í hjúkrunarþjónustu (ljós- mæðraþjónusta innifalin) í Evrópu, og kemur þannig til móts við breyttar heilbrigðis- þarfir hinna ólíku íbúa nýju Evrópu. Árið 1988 komu evrópskir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður saman á ráðstefnu á vegum WHO og mörkuðu stefnu fyrir hjúkrun í Evrópu framtíðarinnar. í fram- haldi af ráðstefnunni hafa síðan vinnuhópar unnið að nánari útfærslu. Helstu niðurstöður ráð- stefnunnar voru að markmið hjúkrunar væri hjúkrun fyrir alla. Einnig að leggja þyrfti áherslu á hjúkrunarfræðinginn sem sjálf- stæðan og færan fagmann sem geti unnið einn eða í samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn. Hlutverk hans sé ekki að þjóna öðrum fagstéttum heldur að upplýsa, styðja og annast skjól- stæðinga sína. Hjúkrunarfræð- ingar eigi að þjóna skjólstæð- ingum fyrst og fremst, en ekki kerfinu. Grunnmenntun eigi að gefa hjúkrunarfræðingnum breiða, almenna hjúkrunarfræði- menntun sem undirbúi hann undir að geta starfað sem víðast við hjúkrun. Sameiginleg þeim fimm milljónum einstaklinga, sem vinna við hjúkrun í Evrópu, í mismunandi mæli, séu vanda- mál sem orsakast af valdaleysi. í öðru lagi er ójafnt kynjahlutfall og því tengd lág laun, litlir möguleikar á stöðuhækkunum og léleg menntun. í þriðja lagi eru yfirráð lækna og hugmyndafræði læknisfræðilíkansins. Meginhluti bókarinnar fjallar um hvernig ná megi markmiðinu hjúkrun fyrir alla sem fyrr var greint frá og þá sérstaklega hvernig hjúkrunarfræðingar þurfi að breyta áherslum í hjúkrunar- þjónustunni og í menntunar- málum auk mikilvægi þess að þeir komist í áhrifastöður í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin mun leitast við að aðstoða lönd við að ná þessu markmiði undir heitinu „Nursing in action“. Bókinni er skipt í fimm kafla og fjalla þeir um eftirfarandi atriði í stuttu máli: Fyrsti kaflinn fjallar um þörf fyrir skýra stefnu- mörkun í málefnum hjúkrunar. Bent er á þætti sem breyta þarf, s.s. áherslubreytingar í kennslu heilbrigðisstétta og að nýjan skilning þurfi á hugtakinu heil- brigði og þar með áherslubreyt- ingar í heilbrigðisþjónustunni. Annar kafli fjallar um eðli breyt- inga og þörf hjúkrunarfræðinga á að þekkja breytingaferlið og ekki síst að þeir séu í forsvari fyrir breytingar á hjúkrunarstarfinu og heilbrigðisþjónustunni í heild. Þriðji kafli skýrir frá mikilvægi þess að settar séu reglur og að kerfi séu þróuð sem lúta að inntökuskilyrðum í hjúkrunar- fræði, veitingu hjúkrunarleyfa, að starfssvið séu skilgreind og viður- kennd, að launakerfið og fram- gangskerfi séu þróuð í þeim tilgangi að skapa hjúkrunarstarf- inu aukna virðingu. í kafla fjögur er bent á þörf fyrir breytingar á hjúkrunarmenntun. Áhersla er lögð á heildræna hjúkrun og að hjúkrunarnám byggi á hugmynd- um um fullorðinsfræðslu. Síðasti kaflinn fjallar um mikilvægi þess að þróa og þroska forystuhæfi- leika hjúkrunarfræðinga. Rætt er um að þessa hæfileika þurfi að þroska markvisst með námi. í heild finnst mér þessi bók athyglisverð og aðgengileg aflestrar. Lögð er rík áhersla á að þarfir hvers samfélags fyrir sig séu metnar og hjúkrunarþjón- ustan byggi á því mati. Einnig að hjúkrunarfræðingar skilgreini sig út frá heilbrigðisþörfum síns samfélags. Jafnfamt að vandamál hjúkrunar eru mjög ólík í hinum mismunandi samfélögum Evrópu. Þó svo að ég telji ísland standa þokkalega framarlega miðað við margar Evrópuþjóðir hvað hjúkr- unarmenntun og þjónustu varðar, er ýmislegt í bókinni fróðlegt, ekki síst hvað varðar stefnumót- un og mikilvægi þess að hjúkr- unarfræðingar sitji í áhrifastöðum í sérhverju þjóðfélagi. Helga Jónsdóttir, lektor Uppkomin börn alkóhólista Nýlega kom út hjá Almenna bókafélaginu bókin „Uppkomin börn alkóhólista“ eftir Árna Þór Hilmarsson. Bókin er óinn- bundin, 109 síður, og fjallar um afleiðingar þess fyrir einstakling- inn að alast upp við aðstæður þar sem alkóhólismi hefur ráðið ríkjum. Höfundur bókarinnar, Árni Þór Hilmarsson, hefur lokið BA prófi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.