Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 57
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
í sálarfræði og MA prófi í ráðgjöf,
Hann hefur í rúman áratug
stundað einstaklings- og hjóna-
bandsráðgjöf og hefur undanfarin
ár haldið námskeið á Suðurnesj-
um fyrir uppkomin börn alkó-
hólista.
Árni kemur inn á það í bók
sinni að mörg uppkomin börn
alkólhólista velji sér hjálparstörf,
meðal annars hjúkrun, að ævi-
starfi. Við erum sammála höfundi
um þetta og bendum jafnframt á
að þegar einstaklingur hefur
unnið sig frá einkennum þeim
sem hamla honum eru þetta oft
hæfustu einstaklingarnir til að
vinna með fólk.
Meðferð og úrræði fyrir fíkni-
efnasjúka hafa þróast mjög mikið
á undanförnum árum og margir
af þessum einstaklingum eru
skjólstæðingar hjúkrunarfræð-
inga. Því er mikilvægt að gera sér
skýra grein fyrir einkennum og
afleiðingum alkóhólismans.
í bókinni er útskýrt hvernig
sumar þarfir barna alkóhólista
eru vanræktar af foreldrum þeirra
og hvernig persónuleiki og
viðbrögð barnanna mótast af
hinum sérstöku heimilisaðstæum.
Eins og Árni Þór segir í inngangi
bókarinnar: „Börn aðlagast þeim
heimilisaðstæðum sem þau alast
upp við og finnst í sjálfu sér
ekkert athugavert við þær þar
sem þau þekkja ekkert annað.
Þau vita reyndar að það er minna
drukkið á öðrum heimilum en
þau geta á engan hátt skilið
hvernig börnum á þeim heimil-
um líður öðruvísi en þeim
sjálfum. Afstaða þeirra verður því
oft þessi: „Það er ekkert að á
mínu heimili þó svo að það hafi
verið svolítið drukkið. Við
höfum alltaf nóg af öllu.““
Bókin er mikilvægt innlegg í
þá umræðu sem verið hefur um
þessi mál. í ljósi þess að alkóhól-
ismi er fjölskyldusjúkdómur
nýtist þessi bók ekki síst hjúkr-
unarfræðingum sem stefna að því
að fá heildræna yfirsýn. Hún er
aðgengileg og auðveld aflestrar,
sett fram á máli sem allir skilja
hvort sem þeir hafa kynnt sér
málefni alkóhólista eða ekki.
Helstu veikleikar bókarinnar eru
að oft eru settar fram alhæfingar:
„Börn alkóhólista geta hvorki
treyst neinu né neinum.“ Að
okkar mati er mjög mismunandi
hvernig einstaklingar fara út úr
því að alast upp á heimili þar
sem áfengi er misnotað. Einnig
finnst okkur skorta að ýtt sé
undir styrk og hvernig það að
hafa alist upp við slíkar aðstæður
getur komið manneskjunni til
góða ef hún vinnur sig frá þeim
sársauka sem þetta hefur valdið
henni. Við teljum að bókin sé í
heildina hin ákjósanlegasta og
hvetjum því alla hjúkrunarfræð-
inga sem aðra til að lesa hana.
Ingibjörg Ingólfsdóttir og
Dóra Þorgilsdóttir, hjúkrunar-
frœðingar á Vogi