Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 3

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 3
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími/Phone: +354-1-687575 Bréfasími/Fax: +354-1-680727 Útgefandi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður Þorgerður Ragnarsdóttir Ritnefnd Christel Beck Anna Gyða Gunnlaugsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður Gunnarsdótdr s Varamenn Ólína Torfadóttir Útlitshönnun Hildigunnur Gunnarsdóttir Prófarkalesari Ragnar Hauksson Setning og prentun Steindórsprent - Gutenberg hf. Pökkun Iðjuþjálfun Kleppsspítala Upplag 3000 eintök ISSN 1022 - 2278 Hvernig tímarit vilja hjúkrunarfræðingar? Nú lítur þriðja tímaritið í minni umsjá dagsins Ijós. Af viðbrögðum við fyrri blöðunum tveimur er greinilegt að hjúkrunarfrieðingar eru langt frá því að vera á eitt sáttir um hvernig Tímarit hjúkrunarfrœðinga á að vera. Ritnefndin lagði upp með ákveðna stefnu um metnaðarfullt blað, með vónduðum greinum og mjóg einfóldu útliti. Þessari stefnu hefur verið lýst í áður útkomnum tölublöðum. Gert var ráð fyrir að í hverju blaði yrðu þrjár ritdæmdar rannsóknagreinar, klínískar greinar, viðtal við merkan hjúkrunarfrœðing, fastir dálkar og hugsanlega annað tilfallandi efni sem væri gott innlegg í faglega umræðu. Fréttabréf félagsins á hins vegar að taka við styttri upplýsingum, til- kynningum og öllu sem kemur starfi félagsins við á innlendum og erlend- um vettvangi. Hins vegar hefur straumur greina til blaðsins verið fremur tregur. Greinar, sem hafa borist, hafa aðallega verið um rannsóknir og eru mjög tímafrekar í úrvinnslu. Þær þarf að yfirfara margoft af ritnefnd, völdum ritdómurum og síðast en ekki sist höfundunum sjálfum til að tryggja ágæti þeirra. Klínískar greinar hefur því miður reynst erfitt að fá. Viðtölin eru hins vegar á sínum stað og dálkurinn „Þankastrik" gengur frá manni til manns. Mörgum finnst útkoman vera allt of þung en aðrir eru ánægðir. Ein- hverjir virðast hafa misskilið stefnuna og leiðbeiningarnar til greina- höfunda á þá leið að einungis sé tekið á móti rannsóknagreinum. Auðvit- að er tekið á móti alls konar geinum sem hjúkrunarfræðingar vilja koma á framfæri. Það verður greinilega ekki lögð á það nógu rík áhersla að öllu efni, sem blaðinu berst, er fagnað. Leiðbeiningar til greinahöfunda eru gefnar fyrir þá sem vilja spreyta sig á að skrifa ákveðna tegund af grein- um, þ.e. rannsóknagreinar, og leggja þær undir formlegan ritdóm. Hins vegar er það sjálfsögð krafa að öllum greinum sé skilað snyrtilega og helst á tölvutæku formi. Til að reyna að koma til móts við þær óskir, sem hafa borist til rit- nefndar, verður stíl blaðsins breytt nokkuð. Nú bregður svo við að engin rannsóknagrein er tilbúin til birtingar en hins vegar þrjár klínískar grein- ar sem birtast í þessu tölublaði. Lögð hefur verið vinna í að finna mynd- efini sem hæfir greinunum. Ef það mælist vel fyrir verður reynt að leggja áherslu á það eftirleiðis eftir því sem efni og ástæður leyfa. Hingað til hafa allar rannsóknagreinar verið ritdæmdar, og er það mjög tímafrek vinna. Héðan af verða einungis þær greinar settar í ritdóm sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt mati ritnefndar. 1 næstu blöðum verður einnig reynt að hafa blandaðra efni, þ.e. eina rannsóknagrein, eina klíníska grein, eitt viðtal, tvenns konar dálka; annars vegar „Þankastrik“ og hins vegar nýjan dálk sem heitir „Segjum sögur“. Þetta er tímarit 2700 hjúkrunarfræðinga í landinu. Skemmtilegast væri að fá bréf greinar eða hugleiðingar frá sem allra flestum þeirra. Það er erfitt að gera öllum til hæfis en það er hægt að reyna að gera flestum til hæfis. Að því stefnir ritnefndin og ég sem starfsmaður félagsins. Þorgerður Ragnarsdóttir 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.