Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 24
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 ig hægt sé að bregðast við til að koma í veg fyrir að hún valdi frekara tjóni. Sú vinna getur tekið langan tíma en hornsteinn meðferðar er gjarnan lagður á neyðarmóttökunni. Jafnvel þó að framlag okkar ráðgjafanna við fyrstu komu þolanda á neyðarmóttökuna felist ekki í öðru en því að vera til staðar þá teljum við auknar líkur á að þolandi nýti sér tilboð okkar um áframhaldandi stuðning þegar hann veit að við vitum hvað kom fyrir. Einstaklingi, sem hefur verið nauðgað, finnst hann vera óhreinn og niðurlægður og skynjun hans á eigin heilleika og eigin styrk getur farið forgörð- um um tíma. Viðfangsefni ráðgjafa er að hjálpa þolanda til að öðlast á ný tilfinningu fyrir eigin heilleika, trú á eigin getu til að hafa stjórn á lífi sínu og tiltrú á öðru fólki. Umfram allt þarf þolandi hjálp til að lifa með þessa reynslu án þess að hún valdi honum varanlegri fötlun. Innsæismeðferð I grófum dráttum má segja að innsæismeðferð miði að því að gera meðvitað það sem er ómeðvitað. I slíkri meðferð er því gengið út frá þeirri forsendu a) að við séum ekki nema að litlu leyti meðvituð um okkar eigin tilfinningar og viðbrögð, b) að líðan okkar og gerðir stjórnist að takmörkuðu leyti af rökhugsun og c) að við beitum varnarháttum til að vernda okkur fyrir ógn. Ógnin getur komið að utan (t.d. frá einhverjum sem ógnar öryggi okkar) eða innan frá (vegna hugsana, minninga, tilfinninga). Allir þurfa á varnarháttum að halda til að viðhalda andlegu jafnvægi en þeir eru margvíslegir og veita misgóða vernd. Undir álagi eykst hættan á ofnotkun ákveðinna varnarhátta og afleiðingin getur orðið sú að í stað þess að vernda einstakling- inn bjagi þeir skynjun hans og hamli samskiptum hans við annað fólk. Til skýringar ætla ég að minnast á tvenns konar varnarhætti sem fólk í þrengingum beitir gjarnan en þeir eru afneitun (denial) og klofningur og frávarp (splitting og projection). Það eru algeng viðbrögð þolenda nauðgana að vilja gera lítið úr áfallinu og reyna að „gleyma“ því. Þolandi getur stundum öðlast stundarfrið með því að horfast ekki í augu við hversu nærri honum var gengið og hversu mikil áhrif árásin hafði á hann. En afneitun stendur í vegi fyrir tilfinningalegri úrvinnslu sem getur veitt varanlega ró. Afneitun er dæmi um varnarhátt sem veitir ekki vernd heldur umbreytir sársaukanum t.d. í depurð og vonleysi eða líkam- lega kvilla sem engin skýring finnst á. Dæmi um klofning og frávarp sjáum við þegar tilfinningar á borð við tortryggni og hatur eru yf- irfærðar á alla kynbræður ofbeldismannsins en kon- um er hins vegar stillt upp sem andstæðum við ódæðismenn. Það að skipta heiminum í svart og hvítt, góðar konur og vonda menn, eru skiljanleg varnarviðbrögð þess sem hefur verið misþyrmt af karlmanni. En án hjálpar við að vinna úr reynsl- unni er hins vegar hætta á að slíkur klofningur nái að festa rætur og leiði af sér óheillavænlega bjögun á raunveruleikanum. Raunveruleikinn er auðvitað sá að þó að flestir karlmenn geti nauðgað þá eru það fæstir þeirra sem gera það. Og þó svo að konur geti eklti misþyrmt á nákvæmlega sama hátt er óraunsætt að treysta þeim á þeirri forsendu einni og sér. Raunverulegt traust getur aldrei grundvallast á kynferði einu saman. Samhliða vinnu með varnarhætti reynum við að hjálpa þolanda til að horfa raunsætt á aðstæður. Til dæmis að nauðgun geti ekki verið þolandanum að kenna, sama hversu drukkinn hann hafi verið. Hafi hann ekki sýnt mótspyrnu sé það ekki vegna þess að hann hafi viljað láta nauðga sér heldur að trúlega hafi hann verið lamaður af hræðslu eða hann hafi talið mótspyrnu geta teflt lífi sínu í hættu. Hver svo sem viðbrögð þolandans voru þá eiga þau sér eðlilegar skýringar. Við leggjum áherslu á að leyfa þolanda að tala um það sem honum liggur á hjarta, hvort sem það er nauðgunin sjálf eða eitthvað annað, og við þrýst- um aldrei á hann að tala um hugsanir sem hann er ekki tilbúinn til að takast á við. Alvarleg áföll í lífi fólks verða stundum til að opna augu þess fyrir hlutum sem því voru áður huldir. Nauðgun er engin undantekning. Hún getur opnað augu konu fyrir því að ofdrykkja sé vandamál sem hún verði að takast á við því að undir áhrifum sé hún ófær um að sjá um sig sjálf. Önnur gæti komist að því að hún hafi lokað augunum fyrir hættumerkjum sem hún getur séð eftir á að voru til staðar. Þetta þýðir ekki á nokkurn hátt að hún hafi viljað láta nauðga sér eða að nauðgunin hafi verið henni að kenna. En það getur 24

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.