Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 Hjúkrunarfrœðingar geta verið baði beinir og óbeinir stuðningsaðilar skjólstœðinga sinna. ing (recipient). Til þess að samskipti þessara ein- staklinga teljist styðjandi þarf annaðhvort veit- andinn eða þiggjandinn að líta svo á að stuðningur hafi verið veittur (Shumaker og Brownell, 1984; Wortman, 1984). Það sem veitandi telur stuðning þarf því ekki að vera skynjað sem stuðningur af þiggjanda. Því er ljóst að stuðningur getur jafnvel orðið neikvæður. Neikvæður stuðningur getur verið af tvennum toga. Annars vegar að gerðir veitandans séu nei- kvæðar í sjálfu sér eða hins vegar að þiggjandinn upplifi stuðninginn á neikvæðan hátt (Stewart, 1993). í ljósi þessa er mikilvægt að hjúkrunarfræð- ingar íhugi orð sín og gjörðir, og leggi áherslu á jákvæðan stuðning í samskiptum við skjólstæðinga sína. Hvað er stuðningur? Stuðningur hefur verið skilgreindur á marga mismunandi vegu. Sumar þessara skilgreininga gefa heldur óskýra mynd af hugtakinu. Dæmi um það er skilgreining Cohen og Syme (1985) sem segja stuðning vera bjargráð sem aðrir veita einstaklingn- um. Þó þessi skilgreining sé gagnorð og almenn og haldi opnum möguleikanum á bæði jákvæðum og neikvæðum áhrifum stuðnings þá skortir hana alla útlistun á hverjir séu veitendur stuðnings, hvernig stuðningur verkar og hverjar séu afleiðingar stuðn- ings. Gottlieb (1983) hefur aftur á móti sett fram eina af skilmerkilegustu skilgreiningunum á stuðn- ingi. Gottlieb segir að stuðningur sé samsldpti, með eða án orða, sem fela í sér upplýsingar, ráð, áþreif- anlega hjálp eða gjörðir sem boðnar eru fram af ná- komnum einstaklingum og hafa jákvæð áhrif á til- finningar eða hegðun viðtakandans. Gottlieb (1983) leggur þannig áherslu á hvað stuðningur felur í sér, hverjir veita stuðning og hverjar séu af- leiðingar stuðnings. Hins vegar gerir Gottlieb (1983) ekki ráð fyrir mögulegum mismun á skynj- un veitanda og þiggjanda stuðningsins og þar með þeim möguleika að stuðningur geti verið neikvæður í augum þiggjandans. Schaefer, Coyne og Lazarus (1981) segja stuðning þríþættan, þ.e. tilfinningalegan, upplýs- ingalegan og áþreifanlegan stuðning sem feli í sér mat eða skynjun einstaklingsins á því hvort og hversu hjálpleg samskipti eða samband við aðra reynast. Þessi skilgreining er gagnorð og segir skýrt til um hvað felst í stuðningi með áherslu á skynjun þiggjanda stuðningsins. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um hvern þessara þriggja þátta. 1) Tilfinningalegur stuðningur (emotional support) veitir einstaklingi, sem hans nýtur, tilfinningu um að einhverjum þyki vænt um og sé annt um hann/hana. Þær kenndir, sem fylgja tilfinninga- legum stuðningi, eru: nánd, samhygð, ást, um- hyggja, virðing, traust, fullvissa/huggun og von (Cobb, 1976; House, 1981; Lazarus og Folk- man, 1984; Schaefer o.fl., 1981). Þó við fáum tilfinningalegan stuðning helst frá okkar nán- ustu, eins og fjölskyldu og nánum vinum, geta hjúkrunarfræðingar þó haft stóru hlutverki að gegna varðandi tilfinningalegan stuðning við skjólstæðinga sína og fjölskyldur þeirra. Nálægð við skjólstæðinginn í gleði og sorg, efling vonar, traust meðferðarsamband, virðing fyrir þörfum, 14

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.