Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 30
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 „Þar sem vantar úrræði finnur maður lausnir í samráði við sjúklinginn í stað þess að greina vandamál án þess að finna latisn. aftur eftir áfallið: „Ég var ákaflega upp með mér af árangrinum og sannfærð um að hann væri frábærri hjúkrun minni að þakka. Seinna rann upp fyrir mér ljós. Ég er stór og stæðileg og bý yfir miklu sjálfstrausti. Svo var ég sannfærð um að sjúkling- arnir gætu gengið. Ég efaðist ekki eitt augnablik um það. Þegar ég kom til þeirra gátu þeir ekki annað en trúað mér og drifu sig fram úr. Þetta var eftir allt saman aðallega líkamlegu atgervi mínu að þakka. Ég efast um að ég hefði náð sama ár- angri ef ég væri minni.“ Dr. Éorensen álítur að endurhæfmg skipti öllu máli ef gamalt fólk á að geta hjálpað sér sjálft og verið óháð öðrum eftir erfið veikindi. Með þá skoðun að leiðar- ljósi fékk hún styrk árið 1980 til að rannsaka og þróa endurhæfingu eldra fólks eftir sjúkrahúsdvöl. Þegar rannsóknarvinnunni sleppti fékk hún stjórnunarstöðu á hjúkrunarheimili hjá Diakonissesdftelsen. Þar sá hún um endurhæfingarmiðstöð fyrir aldraða og finnst að þar hafi hún notið forréttinda því að hún fékk að byggja á niðurstöðum rannsókna sinna þegar hún skipulagði starfsemina. „Öllu sem ég féklt út úr rann- sókninni gat ég hrint í framkvæmd á hjúkrunarheimilinu til reynslu,“ segir hún. Núna er grunnhugmynd dr. Éorensen notuð á þremur öðrum elliheimilum í Danmörku. Hugmyndin felst í að meta hvaða úrræðum fólk ræður yfir en einblína ekki á vandamál þess. Þarna er grundvallarmunur á. „Þar sem vantar úrræði finnur maður lausnir f samráði við sjúklinginn í stað þess að greina vandamál án þess að finna lausn,“ segir hún. Hún leggur áherslu á að hlusta á sjúldinga og nota sjúkra- skýrslur sem virkt samskiptatæki meðferðaraðila og sjúklinga. í skýrslunum eiga hugmyndir um úrræði að koma fram og vera ræddar þar til besta lausnin er fundin. „Niðurstaðan byggist á öðrum hugsunarhætti en venjulega,“ segir hún. „Urræðin geta verið sáraeinföld. Stundum dugir að koma fyrir bekkenstól við rúmið til að fólk geti verið heima. Það er til dæmis mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga sem þurfa að halda á sér hita. Við það t.d. að brölta fram á klósett á nóttinni 30

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.