Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994
kólnar þeim og það leiðir til vanlíðunar. Ef bekkenstóllinn er við rúmið verður
þeim miklu síður kalt.“
Endurhæfingarmiðstöðin er samastaður fyrir fólk sem er útskrifað af sjúkrahúsi
en samt ekki undir það búið að fara heim strax og sjá um sig sjálft. í miðstöðinni
^ er boðið upp á endurhæfingu og hjálp til að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum sem
koma í veg fyrir heimferð. Með þessu móti telur dr. Lorensen að fólkið verði sjálf-
stæðara þegar það fer loks heim. Þá sparast fé sem annars fer í dýra heimahjálp í
langan tíma.
Dr. Lorensen segir að grundvöllinn að þessum hugmyndum sé að finna í kenn-
ingum Virginiu Henderson og Dorothy Orem um frumþarfir og sjálfræði.
„Gamalt fólk nú á tímum er hraust. Það á framtíð fyrir sér, hefur hugmyndir
og berst fyrir bættum kjörum sínum,“ segir hún. „Það er hins vegar áhyggjuefni að
það er talað um gamalt fólk eins og það sé veikt og það leiðir ýmist til of lítillar
eða of mikillar meðhöndlunar þegar það veikist.“ Henni finnst mikill tími fara í að
greina ýmis vandamál án þess að markmiðið með greiningunni sé þekkt.
Dr. Lorensen finnst mikilvægt að aðstoð sú, sem gömlu fólki er veitt, sé sem
fjölbreyttust. Sumir geta verið heima hjá sér með hæfilegri aðstoð. Ef mikillar
heimaaðstoðar er þörf verður þannig hjálp samt dýrari en vistun á elliheimili. Sumir
eiga erfitt með að bjarga sér á daginn en geta verið heima á nóttunni. Þeir þurfa
pláss á dagdeild. Aðrir geta bjargað sér heima á daginn en þurfa aðstoð á nóttunni.
Þeir þurfa næturpláss. Tveir gætu þannig samnýtt eitt pláss á elliheimili, að hennar
mati.
Dr. Lorensen hefur gegnt starfi sem prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann í
k Ósló síðan 1987. Um sama leyti og hún sótti um þá stöðu hafði hún verið hvött
til að sækja um prófessorsstöðu við Nordiska Hálsovárdshögskolan í Gautaborg.
Hún fékk báðar stöðurnar en valdi stöðuna í Ósló. Þar er hægt að ljúka doktors-
prófi í hjúkrun þó að ekki sé boðið upp á grunnmenntun í hjúkrun við norska há-
skóla. Eftir þriggja ára hjúkrunarnám við aðra skóla verða umsækjendur að bæta við
sig einu ári í verklegri þjálfun og geðhjúkrun til að eiga möguleika á að komast inn
í hjúkrunardeildina við Háskólann í Ósló. Eftir það tekur doktorsnám fjögur ár. Dr.
Lorensen er óánægð með þetta fyrirkomulag og vinnur að því að koma grunn-
menntuninni inn í háskólann.
Hér á eftir fylgir útdráttur úr erindi um endurhæfingu aldraðra sem dr.
Margarethe Lorensen flutti á ráðstefnunni.
31
L