Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 4
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 19 94 i Segjum sögur Fræðimenn í hjúkrun, m.a. dr. Patricia Benner, hvetja hjúkrunarfræðinga eindregið til að segja reynslusögur úr starfi. Af sögunum eigum við að læra og verða ríkari í anda. Tímarit hjúkrunarfræð- inga ætti að vera góður vettvangur fyrir reynslu- sögur af þessu tagi. Hér með er óskað eftir sögum íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinsamlegast skrifið sögur og sendið til blaðsins eða takið upp símtól- ið og hringið þær inn í síma 687575. Víst fólk verður síðan fengið til að leggja út af hverri sögu. Nafn sögumanns þarf ekki að birtast með sögun- um þó að nauðsynlegt sé að gefa það upp hjá tímaritinu. Gjörið svo vel, hér er fyrsta sagan. r Afallahjálp er sjálfsögð Ég vinn á bráðadeild þar sem vinnuálag er mikið. Þrátt fyrir eril reynum við hjúkrunarfræðingarnir að fylgja ákveðnum starfsreglum sem eiga að tryggja góða hjúkrun. Við reynum þannig að gefa okkur tíma til að taka vel á móti fólki og að veita einstaklingsbundna hjúkr- un. Stundum kemur þó fyrir að við getum ekki gert eins vel og við vildum. Þá líður mér illa og finnst ég þurfa að tala um það við einhvern. Ég á þá við einhvern utanaðkomandi sem hjálpar mér og þeim sem vinna með mér að létta á hjartanu og sjá atburðina í nýju Ijósi. Ég hef stungið upp á að fá aðstoð prests eða einhverja áfallahjálp en það fær ekki mikinn hljómgrunn á deildinni. Mér hefur reynst erfitt að tala um þetta þar. Ég segi hér sögu af einu slíku tilfelli. Einu sinni sem oftar var fár- veikur maður lagður brátt inn á spítalann til okkar. Það var hræði- lega mikið að gera og þegar hann kom hafði enginn tíma til að sinna honum almennilega. Skömmu síðar var hafin á honum mjög erfið meðferð, umsvifalaust að kalla. Venjulega gefum við okk- ur góðan tíma og leggjum okkur fram við að undirbúa fólk fyrir þessa meðferð en þarna brást það. Svo var hann viðloðandi deildina í nokkra mánuði. Eins og endranær var mikið álag á deild- inni og margir mjög veikir sjúklingar. En hann virtist hrædd- ur og sorgmæddur. Hann bar þjónustuna, sem við veittum, saman við þjónustu sem hann hafði fengið áður á sjúkrahúsi annars staðar, og samanburðurinn var ekki beint okkur í hag. Það var mjög erfitt að nálgast hann. Mér fannst ég ekki ná til hans og fannst ég aldrei hafa tíma til að leggja mig fram við það að nálg- ast hann. Sjúkdómur hans var mjög margslunginn og mér fannst honum ekki sinnt sem skyldi og alls ekki andlega. Konan hans, sem var oft með honum, kvartaði undan sinnuleysi lækna. Hann varð einhvern veginn út undan. Hverju var um að kenna? Var það persóna hans, röng forgangsröð- un, tímaskortur, léleg hjúkrun eða hugsunarleysi? Ég veit það ekki. Svo fór konan hans í frí. Hann dó á spítalanum á meðan hún var í burtu. Ég var beðin um að vera til staðar þegar hún kom eftir andlátið því að ég hafði þrátt fyrir allt sinnt þeim hjónum hvað mest af okkur á deildinni. Aðstoðar- læknirinn var líka til staðar og ég bað sjúkrahúsprestinn um að koma og vera með okkur. Svo tókum við þrjú á móti konunni og ég var fegin því að hún kvartaði ekki undan þjónustunni þá. Hún meira að segja þakkaði fyrir hjúkr- unina. Á eftir leið mér samt illa. Mér fannst meðferð mannsins og kon- unnar hans svo endaslepp. Ég held að hann hafi dáið ósáttur við ( lífið. Þó að hann segði það ekki berum orðum var eins og eitthvað vantaði upp á til að honum gæti liðið betur hjá okkur. Þetta var allt svo sorglegt og ófullnægjandi. Ég var viss um að hinum á deildinni leið svipað og mér. Við höfðum oft rætt um hann án þess að taka á vandamálinu og mín reynsla sagði mér að ég væri ekki ein um þessar tilfinningar. Ég talaði um þetta við prestinn og bað hann um að koma og tala við okkur. Ég var sannfærð um að það myndi gera öllum gott ef utanaðkomandi aðili kæmi og gæfi okkur tækifæri til að létta á innibyrgðum tilfinn- ingum. Daginn eftir sagði ég sam- starfsfólki mínu frá því hvernig mér leið og að ég hefði beðið prestinn um að koma. Þá varð allt vitlaust. Ég var beðin vel að lifa, starfsfólkið vildi engan prest til að stumra yfir sér. Fólk er náttúrlega misjafnlega sterkt í trúnni og sumir sem vinna þarna hafa hina mestu skömm á kirkju og prest- *■ 4

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.