Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 34
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 og sjálfstæði en stofnunarvist. Þjónusta á hjúkrunarheimilum hefur aðallega verið fólgin í að veita hjálp eða aðstoð sem leitt hefur til þess að fólk verður dult, ósjálfstætt og þunglynt (helping model). Arið 1989 höfðu Norðmenn hlutfallslega flest stofnanapláss á Norðurlöndum, 1188 fyrir hverja 100.000 íbúa, en Finnar fæst eða 664 fyrir hverja 100.000 íbúa. Aherslan á að gamalt fólk sé heima eins lengi og kostur er hefur leitt til þess að á Norðurlöndum hefur dregið úr fjárframlögum til bygginga og viðhalds hjúkrunarheimila. Sú þróun mun taka aðra stefnu í framtíðinni. Með tímanum fjölgar há- öldruðu veikburða fólki sem býr við viðkvæma heilsu og þarf mikla hjálp sem er of dýrt að veita í heimahúsum. Þessarar þróunar er farið að gæta í Svíþjóð og Danmörku (Jespersen, 1993). Hjúkrun- arheimili framtíðarinnar munu veita fjölbreyttari þjónustu en almennt gerist nú, með endurhæfmgu, bráðaþjónustu, hvíldarplássum o.s.frv. Fjölbreytt þjónusta er nauðsynleg til að geta veitt öldruðum og aðstandendum þeirra þjónustu við hæfi. Það þarf heimahjúkrun, heimilishjálp og lækn- isþjónustu. Heimahjúkrun verður að bjóða upp á hjúkrun, stöðugt mat á ástandi og framkvæmd, að- hlynningu, heilbrigðisfræðslu og endurhæfingu. Fél- agslega verður þörf fyrir aðstoð við innkaup og þrif, heimsendan mat, matar- og handavinnuklúbba, fél- agsmiðstöðvar, dag- og næturdeildir, hjúkrunarheim- ili, verndaðar íbúðir (sheltered housing), heimsókn- arþjónustu, strætisvagnakort, neyðarþjónustu, sér- fræðiþjónustu, ferðaþjónustu, endurhæfingarstofnan- ir, námskeið, þvottaþjónustu og sjálfshjálparhópa. Hentugt húsnæði er mjög mikilvægt og sambýli getur verið ákjósanlegur kostur fólks sem vill bjarga sér sjálft (Kæhler, 1991). í Kaupmannahöfn hafa t.d. níu einhleypar konur tekið sig saman og flutt í stigahús þar sem ein íbúðin er notuð fyrir sam- eiginlegar máltíðir og áhugamál. Hugmyndin um íbúðir með sameiginlega miðstöð með þvottaað- stöðu og sal með fjölbreytt notagildi er einnig áhugaverð. Þá er gert ráð fyrir að íbúarnir séu tilbúnir til að hjálpa sambýlingum sínum ef þess gerist þörf og að fólk sé flutt inn áður en það verður háð hjálp annarra. Mörg sveitarfélög á Norðurlöndum bjóða nú heimahjúkrun allan sólarhringinn. Venjulega vinna hjúkrunarfræðingur og starfsmaður frá heimilis- hjálp saman. Þeir aðstoða fólk við að hátta, fara á klósett, taka lyf, veita áfallahjálp (crisis inter- vention) o.s.frv. Sums staðar er einnig boðið upp á bráðaþjónustu til að forðast ónauðsynlega sjúkra- húsvistun. Stundum er þjónustan tengd hjúkrun- arheimilum þar sem hægt er að vista fólkið ef nauð- syn krefur. Þessi þjónusta er bæði ódýrari og betri en sjúkrahúsvistun en þar er áherslan aðallega á sjúkdómsgreiningu og lækningu. Auk þess er sjálf- ákvörðunarrétti og sjálfshjálpargetu gamals fólks stefnt í hættu með því að leggja það á sjúkrahús. í Danmörku er þjónusta fyrir aldraða skipulögð samkvæmt hugmyndum þar sem áhersla er lögð á sjálfshjálp og aðlögun að þjóðfélaginu. Þannig taka heimilisaðstoð og hjúkrunarheimili mið af samfé- lagsfræðilegum hugmyndum fremur en læknis- fræðilegum hugmyndum. Stjórnunarlega heyra þær undir sveitarfélögin í landinu. Samkvæmt Daatland (1990) hefur þjónusta fyrir aldraða ekki verið skipulögð eftir sömu hugmyndum á hinum Norð- urlöndunum. Einnig má merkja þróun til sveigjanlegra skipulags þjónustunnar og kallast það samþætt heimaaðstoð (integrated home care). Þá hefur starfsfólk heimahjúkrunar, heilsugæslu, dagdeildar, hjúkrunarheimilis o.s.frv. sömu bækistöð og lýtur sömu stjórn. Þannig er hægt að nýta starfskraftana betur til að sinna þörfum sjúklingsins án þess að hann þurfi að yfirgefa heimili sitt. Mörg hjúkrun- arheimili eru að snúa baki við því að sníða starf- semina eftir læknisfræðilegum sjúkdómsmiðuðum hugmyndum og taka upp virka endurhæfingu með áherslu á heilbrigt líf sem hjálpar fólki að takast á við amstur dagsins. Endurhæfing og sjálfshjálp eru fremur nýir þættir í öldrunarþjónustunni. Þjónust- an hefur miðast við að veita utanaðkomandi hjálp og að viðhalda heilsu án kröfu um virka þátttöku skjólstæðingsins. Samkvæmt orðabók er það að endurhæfa „að gera e-n (með þjálfun) hæfan á ný (til starfa)“ og endurhæfing er „að endurhæfa, t.d. sjúkling“ (Árni Böðvarsson, 1982). Til að endurhæfing verði heildræn verður skilgreiningin að rúma andlega, sálræna og félags- 34

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.