Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 Sæunn Kjartansdóttir „Aldrei hélt ég að þetta gæti komið fyrir mig" Um áhrif nauðgunar, einkenni og meðferð Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgunar var opnuð á slysadeild Borgarspítalans 8. mars 1993 . I þessari grein er leitast við að varpa Ijósi á reynslu þolenda og tengja hana hugsanlegum afleiðingum í bráð og lengd. Fjallað er um viðhorf og hlutverk ráðgjafa í viðtalsmeðferð. Lögð er áhersla á mikilvægi faglegra vinnubragða sem grundvallast á þekkingu, næmi og færni í að greina eigin þarfir frá þörfum þolenda. Sæunn Kjartansdóttir lauk prófi frá Hjúkrunarskóla ís- lands 1979 og framhaldsnámi í sálgreiningarmeðferð frá Ar- bours Association í London 1992. Hún starfar sjálfstætt og á dagdeild geðdeildar Borg- arspítalans. Fyrir réttum 10 árum skipaði þáverandi dómsmála- ráðherra nefnd sem falið var að kanna hvernig háttað væri rannsókn og meðferð nauðgunarmála og gera tillögur til úrbóta í þeim efnum. Niður- stöður nefndarinnar voru birtar í heild árið 1989 en þar var lögð rík áhersla á að komið yrði á fót alhliða þjónustu við fórnarlömb kynferðisafbrota, líkamsárása og annarra ofbeldisbrota. I framhaldi af tillögum nefndarinnar var hinn 8. mars 1993 opn- uð á slysadeild Borgarspítalans neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana. Þangað geta allir leitað sem hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Við neyðarmóttökuna starfa hjúkrunarfræðingur á slysadeild, kvensjúkdómalæknir og ráðgjafi sem býður viðtöl í framhaldi af fyrstu meðferð. Þjón- ustan er veitt endurgjaldslaust og í fyllsta trúnaði. Þolendum stendur til boða læknisskoðun þar sem annars vegar er hugað að áverkum og hugsanlegum sýkingum en hins vegar er aflað sýna og annarra sakargagna. Ef þolandi hyggst kæra nauðgunina kemur fulltrúi frá rannsóknarlögreglu á neyðarmót- tökuna og boðin er aðstoð lögfræðings. Þolandi ræður hvort hann nýtir sér alla þjónustuna eða hluta hennar. Eg hef starfað sem ráðgjafi við neyðarmóttök- una og ætla í þessari grein að leitast við að varpa ljósi á það hlutverk. Eg starfa á dagdeild geðdeildar Borgarspítalans í Templarahöll og byggi vinnu mína á innsæismeðferð. Upplifun þess sem er nauðgað Fólk, sem verður fyrir barðinu á innbrotsþjófum, verður oft felmtri slegið yfir að ráðist sé inn á þeirra eigið yfirráðasvæði. Það fyllist reiði og vanmáttar- kennd yfir að læstar útidyr þeirra séu ekki mann- heldar. Jafnvel þó að engu sé stolið er það mörgum óbærileg tilhugsun að einhver ókunnugur hafi vals- að um heimili þeirra á skítugum skóm og grams- að í skúffum og skápum sem engum er boðinn að- gangur að. Það má segja að þessi tilfinning, hundraðföld, geti varpað ljósi á líðan þess sem hefur verið nauðg- að. Ekki hefur aðeins verið ráðist inn á þeirra eigin svæði heldur inn í líkama þeirra, inn í innsta kjarna þeirra sjálfra. Þó að nauðgari sé örvaður kynferðislega þá er það ekki kynferðisleg löngun sem ræður gerðum hans heldur hvöt til að meiða, niðurlægja, eyði- leggja og beita valdi sínu. Nauðgun er árás þar sem ofbeldi er beint í farveg kynferðislegra athafna. Auk líkamlegra áverka getur nauðgun svipt þol- anda sjálfsvirðingu og trausti á öðru fólki. Hún getur ýft upp gömul sár og valdið alvarlegri tilfinn- ingalegri kreppu sem í fljótu bragði kann að virðast alls óskyld árásinni. Því er það svo mikilvægt, þegar þolandi hefur fengið fyrstu aðhlynningu, að honum séu skapaðar aðstæður þar sem honum er gert kleift að ræða og skilja hvaða áhrif árásin hefur haft á hann og hvern- 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.