Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 18
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 Þankastrik Ráðgert er að Þankastrik verði fastur ddlkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingi upp á þeim nœsta. I Þankastriki gefst hjúkrunarfrttðingum fieri á að tjá sig um ýmislegt sem varSar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfisfiólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafrntði þess. Hildur Helgadóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Ásu Atladóttur sem hér tekur upp þráðinn. Þriðji kafli Asa Atladóttir „Hvað getum við gert betur og hvernig eigum við að fara að því?" Þannig endaði Hildur Helga- dóttir sitt þankastrik í síðasta tölublaði Tímarits Hjúkrunarfræðinga. Þessi spurning hefur verið áleitin meðal hjúkrunarfæðinga í gegnum tíðina enda hefur stéttin margsýnt það að hún er óhrædd við að gagnrýna og endurskoða sjálfa sig. Menntunarmál stéttar- innar hafa verið efst á baugi undanfarna tvo áratugi þar sem reynt hefur verið að styrkja stoðir grunnnámsins og efla starfsþjálfun í náminu og að námi Ioknu. Enda eru íslenskir hjúkrunar- fræðingar almennt mjög ánægðir í starfi sínu ef undan eru skilin launakjör, eins og kemur fram í rannsókn á starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kynnt er í síðasta tölublaði Tímaritsins. En hvað með stofnanirnar sem kaupa þjónustuna, eru þær ánægðar? Er skráningin betri og hnit- miðaðri? Er betur fylgst með og farið eftir þeim innri reglum sem stofnanir hafa sett upp undan- farin ár til að auka faglegt öryggi? Hvað segja sjúldingarnir, eru þeir almennt ánægðir með þjónustuna? Hver svo sem svörin eru við þessum spurningum þá finnst mér sjálfri ákveðinn „stíll" hafa glatast í gegnum tíðina. Þar á ég við yfirbragð sem fylgir góðum aga og virðingu fyrir sínum yfir- boðurum. Auðvitað hefur það ekki gerst af sjálfu sér, álagið hefur aukist margfalt, sjúklingar í dag eru almennt með mun flóknari vandamál en áður og meðallegutími er alltaf að styttast. Stundum getur álagið orðið svo mikið á sjúkradeildum stóru sjúkrahúsanna að starfsfólkið þakkar fyrir að komast í gegnum daginn án þess að stórslys verði. Til að koma til móts við mikið álag á stjórnendum og sjálfsagt að einhverju leyti vegna launakerfis, sem við lýði er á sjúkrahúsunum, er millistjórnendum alltaf að fjölga. Núna kemur maður á sjúkradeild og það eru jafnvel tveir deildarstjórar og enn fleiri yfirlæknar. Ábyrgðarsvið hvers og eins er mjög óljóst þannig að enginn er í raun ábyrgur. Yfirbragðið á deildunum hefur tilhneigingu til að verða losaralegt, mannmergð mikil og fáir vita hver er hvað. En þrátt fyrir annríki dagsins vill maður sjá ákveðinn myndugleik geisla frá því fólki sem annast mann þegar maður er veikur. Fátt er eins lærdómsríkt og það fyrir hjúkrunarfræðing, reyndar fyrir hvern þann sem vinnur á sjúkrahúsi, að verða sjálfur sjúldingur. Þá finnur maður svo vel hvernig maður vill að komið sé fram við mann. Ekkert er þá eins nauðsynlegt eins og að hafa hjá sér hjúkrunarfræðing sem kann sitt fag og útfærir það með myndugleik og hlýju. Enda hefur mér ævinlega fundist að hjúkrunarstarfið byggist öðrum störfum fremur á samhygð, því að geta lifað sig inn í tilfinningar annars manns og notað þá hæfni til að finna hvar skórinn kreppir. 4 18

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.