Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Heilsuvernd starfsmanna Haldið í samstarfi við Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga, Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Lœknafélag Islands og Sálfrœðingafélag íslands. Markmið: Að kynna og skapa umræðu um markmið og starfshætti við heilsuvernd starfsmanna. Þátttakendur fái innsýn í áhættuþætti vinnuumhverfisins og geti gert grófa áhættugreiningu á því og vísað til sérsviða. Þátttakendur: Heilbrigðisstafsmenn sem starfa nú þegar eða ætla sér að starfa á þessu sviði. Efni: A námskeiðinu verður heilsuvernd starfsmanna kynnt fyrir fagfólki sem hefur staðgóða þekkingu á heilbrigðissviði. Fjallað verður um heilsufarshættur á vinnustöðum, rætt um aðferðir í starfi og bent á hagnýtt fræðsluefni. Námskeiðið skiptist í fjóra kafla: I Kynning á námskeiðinu - markmið og tilhögun. Heilsuvernd starfsmanna - markmið og starfsaðferðir. II Heilsufarslegir áhættuþættir í vinnuumhverfi - greining og áhrif þeirra á mannslíkamann. a) Atvinnusjúkdómar, eðlis og efnafræðilegir áhættuþættir, heilsufarsathuganir o.fl. b) Áhættuþættir hreyfi- og stoðkerfis, líkamsbeiting við vinnu o.fl. c) Andlegir og félagslegir áhættuþættir á vinnustað. d) Heilsuvernd og heilsuefling á vinnustað. III Rekstur og arðsemi fyrirtækja. Að markaðsfæra forvörn. IV Vinnustaðaheimsókn. Samskipti við notandann/vinnustaðinn, úttekt á vinnustað, verkefnavinna, niðurstöður hópa. Tími: Miðvikudagar, 26. október - 30. nóvember (6 skipti, alls 24 klst.). Verð: 10.000 kr. Staður: Sigtún 1. Skráning fer fram í móttöku Tæknigarðs í síma 694940. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar í símum 694923, 694924 og 694925. 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.