Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Blaðsíða 13
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. drg. 1994
Elsa B. Friðfmnsdóttir
Mikilvægi stuðnings í
störfum hjúkrunarfræðinga
Stuðningur er mikilvægur þáttur í störfum hjúkrunarfrœðinga, hvort
sem er á sjúkrastofnunum, við heilsugæslu eða önnur störf í
samfélaginu. í þessari grein er ætlunin að setja fram nokkrar
skilgreiningar á hugtakinu „stuðningur“ og gera grein fyrir
kenningum um áhrif stuðnings á heilbrigði manna í þeim tilgangi að
efla skilning hjúkrunarfræðinga á eðli stuðnings og mikilvægi hans í
störfum þeirra. Þá verður einnig bent á leiðir sem
hjúkrunarfræðingar geta farið til að veita skjólstæðingum sínum
stuðning.
Elsa B. Friðfinnsdóttir: B.Sc.
próf í hjúkrunarfræði frá HÍ
árið 1984 og lýkur í nóvember
næstkomandi M.S. prófi með
áherslu á hjúkrunar-
fræðikennslu frá The
University of British Columbia
School of Nursing, Vancouver,
Kanada. Hún er lektor við
heilbrigðisdeild Háskólans á
Akureyri.
Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á
þátt stuðnings í heilbrigði og umönnun einstakl-
inga og fjölskyldna. Einstaklingshæfð hjúkrun hefur
rutt sér til rúms, en eins og nafnið bendir til felur
hún í sér faglegt mat á þörfum hvers einstaklings
og hjúkrun sem miðar að því að mæta þessum
einstaklingsbundnu þörfum. Þörf einstaklinga fyrir
stuðning er hér engin undantekning. Hjúkrunar-
fræðingar þurfa því að geta greint stuðningsþarfir
skjólstæðinga sinna, gert hjúkrunaráætlanir er taka
mið af greindum stuðningsþörfum, miðað hjúkr-
unaraðgerðir við að efla og virkja þann stuðning
sem skjólstæðingunum stendur til boða og síðast
en ekki síst metið þann árangur sem næst.
Stuðningur og áhrif hans
Stuðningur er hugtak sem flestir skilja og mikið er
notað í daglegu tali en skilningur manna á
hugtakinu er aftur á móti mjög einstaklingsbund-
inn. Þó tiltölulega stutt sé síðan farið var að rann-
saka stuðning og áhrif hans (en það var upp úr
1970) hefur stuðningur þó verið þungamiðja í
störfum margra um mun lengri tíma. Má þar nefna
félagsráðgjafa, sálfræðinga, presta og fleiri. Stuðn-
ingur hefur borið ýmis önnur nöfn, s.s. upplýsinga-
miðlun, sálusorgun, umhyggjusemi, vinátta og
fleira í þeim dúr. House (1981) líkir þessu við að
stuðningur sé eins og gamalt vín á nýrri flösku. Það
sem sé nýtt við merkimiðann á flöskunni sé að nú
er staðhæft að stuðningur dragi úr streitu manna,
bæti heilsu þeirra og ekki hvað síst minnki þau
áhrif sem streita hefur á heilsuna.
Tvær meginkenningar eru uppi um það hvernig
stuðningur getur bætt heilsu manna. Annars vegar
er svo kallað „main effect model“ sem segir að með
stuðningi megi bæta heilsu og auka vellíðan með
því að uppfylla mikilsverðar mannlegar þarfir s.s.
þörf fyrir ástúð, umhyggju, viðurkenningu annarra,
öryggi og félagsleg tengsl. Rannsóknir, sem gerðar
hafa verið á áhrifum makamissis, eða missis náins
vinar, á heilbrigði þeirra er fyrir slíkum missi verða,
hafa leitt í ljós að meiri hætta er á heilsubresti
meðal þessa hóps en viðmiðunarhópa (sjá einnig
lista Holmes og Rahe frá 1967 um streituvaldandi
þætti). Hins vegar er svo kallað „bufifering model“
sem leggur áherslu á að stuðningur hamli því að
streita hafi neikvæð áhrif á heilbrigði manna rétt
eins og sólgleraugu draga úr skaðlegum áhrifum
geisla sólarinnar á augun. Þannig getur stuðningur
leitt til þess að meiðandi eða ógnandi aðstæður
virðast skaðlausari (House og Kahn, 1985; Lazarus
og Folkman, 1984).
Þeir fræðimenn, sem rannsakað hafa og skrifað
um stuðning, eru sammála um að stuðningur skap-
ist við samspil a.m.k. tveggja manna, þ.e. þess sem
veitir stuðning (provider) og þess sem þiggur stuðn-
13