Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 23
farið. I upphafi 20. aldarinnar unnu t.d. íslenskir hjúkrunar- fræðingar mjög sjálfstætt, sérstaklega við heimahjúkrun en fengu lækna til liðs við sig til að að tryggja fullnægjandi þjónustu. Þá sérhæfðu hjúkrunarfræðingar sig t.d. í almennri heilsuvernd og fyrirbyggingu smitsjúkdóma eins og berkla. Nú starfa fáir hjúkrunarfræðingar sjálfstætt. Vinna á sjúkrahúsum, vinnustöðum flestra hjúkrunarfræðinga, felst í að útfæra læknismeðferð án mikilla samskipla við einstaka sjúklinga. Hins vegar krefst hjúkrunarstarfið samskipta við sjúklinginn svo lengi sem hann þarfnast hjúkrunar, hvort sem hann er heima lijá sér, á sjúkrahúsi eða annars staðar. Tími margra hjúkrunarfræðinga á íslandi fer í umsjón með þjónustu sjúkrahússins sem þeir starfa á. Þeir samhæfa aðgerðir margra starfsstétta, fylgjast með að allt gangi og miðla upplýsingum frá sjúklingum til annarra starfsstétta. Lítill tími verður aflögu fyrir sjálfa hjúkrunina. Hverju þarf að breyta til að hjúkrunarfræðingar geti sinnt hjúkruninni samfara stöðugt styttri og annasamari dvöl sjúklinga á sjúkrahúsum? A Islandi er litið upp til læknavísindanna og læknisfræði- legrar rannsóknarhefðar. Hjúkrun hverfur f skuggann. Það skapar valdaójafnvægi sem er t.d. rökstutt með því að megin- hlutverk heilbrigðiskerílsins sé að lækna sjúkdóma. Fólk er sannfært um að þekking, sem byggist á læknisfræðilegri fyrirmynd, muni leysa allan heilbrigðivanda. Umhyggja fyrir manneskjunum, sem þjást af sjúkdómnum, og reynsla sjúklinga er aukaatriði. Til að eiga möguleika á að „hjúkra“ í þess orðs fyllstu merkingu verða hjúkrunarfræðingar að fá meira svigrúm innan heilbrigðiskerfisins og þjónustan, sem þeir veita, þarf að öðlast meiri virðingu, ekki sísl meðal þeirra sjálfra. Með auknu olnbogarými innan heilhrigðiskerfisins fá hjúkrunarfræðingar tækifæri til að endurmeta starf sitt á skipulegan hátt. Á einu sviði hefur það þegar verið gert, þ.e. með því að taka upp einstaklingshæfða hjúkrun í stað hóphjúkrunar. Sýnt hefur verið fram á að það hafi aukið starfsánægju hjúkrunarfræðinga og bætt vissa þætti umönnunarinnar og árangur af henni. Það er brýnt verkefni fyrir SSN að vinna markvisst að því að styrkja stöðu hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins en líta jafnframt gagnrýnum augum möguleika hjúkrunar- fræðinga til að sinna störfum sfnum innan kerfisins. Faglegt sjálfstæði hefur alla tíð verið mikilvægt markmið félaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Margt hefur áunnist en mikið verk er enn óunnið. Hjúkrunarfræðingar þurfa að fá fleiri tækifæri til að notfæra sér þekkingu sína og færni og veita með því skjólstæðingum sínum góða umönnun. Það er sótt að hjúkrunarfræðingum úr mörgum áttum og við þvf þarf að bregðast svo að hjúkrun fái notið sín. FLUGLEIDIR Miöpunktur þinghalds íReykjavík SCANDIC LOFTLEIÐIR Sinuir: 50 50 900 /50 50 160 • Fax: 50 50 905 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.