Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 24
Ólöf Ásta Ólafsdóttir Söguleg þróun Ijósmæðramenntunar ó Islandi Ólöf Ásta Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, lauk M.S. námi í hjúkrunarfræði frá háskólanum í Cardiff í Wales árið 1993. Hún sér nú um nám í ljósmóðurfræði við námsbraut f lijúkrunaifræði við HÍ. Upphaf skipulagðrar Ijósmœðrakennslu hér á landi má rekja til erindisbréfs Bjarna Pálssonar fyrsta landlœknis á íslandi, sem skipaður var í embælli 1760. Hann var fyrsti kennari íslenskra Ijós- mœðra og í erindisbréfi hans stóð: „Til þess að vorir kæru þegnar á íslandi megi einnig verða góðra og vel menntaðra ljósmæðra aðnjótandi, mörgum mannslífum til björgunar, skal landlækni og skylt aðtaka, svo fljótt sem auðið er, eina eða fleiri siðsamar konur og veita þeim tilhlýðilega fræðslu í ljósmóðurlist og vísindum, og ennfremur þegar tækifæri gefst á ferðum hans, að kalla á sinn fund nokkrar af þeim, sem nú eru ljósmæður, og fræða þær um þau atriði, sem mest á rtður, erfiðar fæðingar, vendingar o.þ.h. Það væri líklega einnig nytsamlegt ef yfirvöld gætu, er fram líða stundir, fundið úrræði til að útvega fé til að ráða og launa ljósmæður, er fengið hafa staðgóða þekkingu og lokið prófi hjá Vorri hér allra mildilegustu stofnsettu Prófnefnd ljósmæðra“. (Sigurjón Jónsson, 1959, bls.7-8) Nám f ljósmóðurfræði hefur því f raun verið hér á landi síðan árið 1761. Fyrir þann tíma höfðu prestar annast fræðslu fyrir ljósmæður og tekið af þeim embættiseið. Löngu síðar, eða árið 1912 var svo stofnaður Yfirsetukvennaskólinn í Reykjavík. Fram að þeim tíma þ.e. frá 1895 var lækni þeim sem kenndi yfirsetukvennafræði við Læknaskólann í Reykjavík skylt samkvæmt lögum að annast ljósmæðrafræðslu. Sú hefð hafði skapast að landlæknar þeir sem voru forstöðumenn Læknaskólans höfðu að jafnaði haft þessa kennslu með höndum. Þegar Háskóli íslands var stofnaður 1911 og landlæknisembætlið var ekki lengur í beinum tengslum við lækna- kennsluna varð ljósmæðrakennslan út undan og upp kom sú staða að enginn átti, samkvæmt lögum að kenna nemendum í ljósmóðurfræði. Þá komu fram tillögur frá landlækni, Guðmundi Björnssyni til Alþingis að stofnaður skyldi sérstakur 6 mánaða skóli fyrir ljósmæður. Landlæknir skyldi vera aðalkennari hans og skipaðar ljósmæður í Reykjavík áttu að sjá um verklega kennslu. I umræðum á þingi kom fram að þingmönnum fannst kaupkröfur landlæknis heldur miklar og bað því þingnefndin sem fjallaði um málið, deildarforseta læknadeildar að alhuga hvort til greina kæmi að kennsla ljósmæðra færi fram á vegum lækna- deildar. Svo varð ekki og endalok málsins urðu að stofnaður var Yfirsetukvennaskóli í Reykjavík. Fróðlegt er hins vegar að velta fyrir sér liver þróun ljósmæðramenntunar hefði orðið ef Ijósmóðurnám hefði strax 1912 tengst læknadeild en ekki eins og raunin varð nú árið 1996. Næst urðu breytingar á námi ljósmæðra árið 1924 en námið var þá lengt úr 6 mánuðum í 9 mánuði. Starfsheitið ljósmóðir kemur þá fyrst fyrir með formlegum hætti og var það að ósk Ljósmæðrafélagins sem stofnað var 2. maf árið 1919. Mun það hafa verið fyrsta félag faglærðra kvenna á Islandi. Félags íslenskra hjúkrunarkvenna var svo stofnað síðar á árinu í nóvember. Þegar Landspítalinn tók til slarfa eltir árið 1930 urðu breytingar á Ljósmæðraskóla lslands. Þá var settur á stofn hjúkrunarkvennaskóli en lög hans voru felld saman við ny lög um Ljósmæðraskólann. Þessi nýi skóli hét þá Ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Islands. Fyrir þessari tvíþættu mennta- stofnun voru tveir skólastjórar, karl- maður veitti ljósmæðrakennslunni forstöðu en kona hjúkrunarkennslunni. Með reglugerð var síðan ákveðið að deildirnar nefndust hvor um sig Ljósmæðraskóli fslands og Hjúkrunar- kvennaskóli íslands. Voru skólarnir báðir til liúsa, í þröngu húsnæði á þriðju hæð Landspítalans við hlið fæðingar- deildarinnar. Það má því segja að, í dag sé þessi þróun ljósmæðramenntunar á íslandi afturhvarf til fyrri tíma hvað varðar staðsetningu á námi þessara tveggja heilbrigðisstétta; ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.