Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 18
Lilja Þormar hjúkrunarfræðingur M.Sc., pólunarfræðingur RPP og nuddari Það færist í vöxt aö hjúkrunarfræöingar læri og beiti aöferöum i hjúkrunarmeöferö sem flokkast sem óheföbundin meöferö. Pólun er eitt af þeim sjálfstæðu meðferöarformum sem sumir hjúkrunarfræöingar hafa tileinkaö sér til að nota i hjúkrun. í greininni hér á eftir er pólun skilgreind og hugmyndafræði og aðferðafræði meöferðarinnar lýst. í nýlegri ráðstefnuhandbók skilgreinir Bandaríska pólunar- félagið (American Polarity Therapy Association) pólun eða pólunarmeðferð á eftirfarandi hátt: Pólun er yfirgripsmikið og heildrænt heilsukerfi sem felst í vinnu með líkamann byggðri á skilningi á orkusviði manneskjunnar og nútímaþekkingu á hegðun orku, ákveðn- um hugmyndum um mataræði, líkamsæfingar og eflingu sjálfsvitundar. í pólun er unnið með svokölluð orkumynstur eða rafsegulsvið fólks sem eru tjáð huglægt, tilfinningalega eða líkamlega. í pólun er litið á heilbrigði sem endur- speglun af ástandi orkusviðsins og aðferðafræðin miðar að því að ná jafnvægi á orkusviðinu í því skyni að bæta heilsu og líðan. Upphaf pólunar Kenningar og aðferðir pólunar voru þróaðar af dr. Randolph Stone á rúmlega 60 ára tímabili. Dr. Stone fæddist í Austurríki árið 1890 og dó á Indlandi árið 1981. Þrettán ára gamall fluttist hann til Bandaríkjanna þar sem hann bjó og starfaði að mestu leyti síðan. Dr. Stone byrjaði feril sinn sem læknir (osteopath), varð seinna doktor í hnykkingum og náttúrulækningum, auk þess sem hann var lærður í kínverskri læknisfræði og nálastungumeðferð. Hann hafði mikinn áhuga á andlegum fræðum og kynnti sér öll helstu hugmyndakerfi um líf og heilsu manna, bæði vestræn og austurlensk. Leit hans leiddi til þess að hann fór m.a. til Indlands þar sem hann lagði stund á Ayurveda-lækningar og jóga. Grundvallarkenningar Ayurveda um alheiminn höfðu einna mest áhrif á hugmyndir hans um heilsu og undirrót sjúkdóma og urðu hornsteinninn í hugmyndafræði pólunar sem hann þróaði með því að samræma vestræn fræði og vísindi (m.a. nútíma eðlisfræði) og forn austurlensk fræði. Hann komst að þeirri niðurstöðu að t.d. snerting, mataræði, hreyfing, tónar, mannleg samskipti, áföll og margvíslegir umhverfisþættir hefðu áhrif á orkusvið manneskjunnar. Dr. Stone hefur verið lýst sem einstökum 154 manni, kærleiksríkum og gáfuðum, sem kom til dyranna eins og hann var klæddur og kunni að búa í líkama sínum. Grundvöllur allra tengsla í pólun er eins og hann sagði sjálfur að „til þess að ná til himna þarf að hafa báða fætur á jörðinni." Hann er sagður hafa náð djúpu sambandi við það heilbrigða í hverjum manni og það var þessi heilbrigði kjarni sem hann beindi athyglinni að. Afstaða til heilbrigðis í pólun er lögð megináhersla á það heilbrigða í hverjum manni en ekki einblínt á tiltekin vandamál eða sjúkdóma. Litið er á hug, tilfinningar og líkama sem eina heild, þ.e. hugurinn hefur áhrif á tilfinningarnar og líkamann, tilfinn- ingarnar hafa áhrif á hug og líkama o.s.frv. Einfalt dæmi um þetta er líkamleg snerting. Hvernig hugur og tilfinningar bregðast við er undir því komið hvernig snertingin er. Sam- kvæmt hugmyndafræði pólunar býr hver manneskja yfir innra heilbrigði eða lífskrafti sem er óumbreytanlegur, þ.e. innsta eðli okkar eða sálarorkan sjálf er alltaf heilbrigð. Dr. Stone skilgreindi heilbrigði sem það ástand þegar sálin , eða sálarorkan getur tjáð sig hindrunarlaust gegnum hug, tilfinningar og líkama einstaklingsins. Jafnvægi á milli tilfinn- ingalegs, huglægs og líkamlegs orkustreymis er því grund- völlur fyrir heilbrigði og vellíðan, en hindrun á því kemur fram sem líkamlegt eða andlegt ójafnvægi eða sjúkdómur. Þó að meginmarkmið pólunar sé að virkja heilbrigði hvers einstaklings þá eru hindranir einnig skoðaðar og hvaða tilgangi þær hugsanlega þjóna. Með auknu innsæi og meðvitund um líkamlegt og andlegt ástand sem fólk fær væntanlega við pólun er oft auðveldara fyrir það að takast á við hindranir og finna leiðir til sjálfshjálpar. Hugmyndafræði Pólunarfræðin skiptast í tvo þætti þ.e. annars vegar hug- myndafræði eða lífsspeki pólunar og hins vegar aðferða- fræði sem byggir á því fyrrnefnda. Meginlögmálin í pól- unarfræðum varpa Ijósi á hvað dr. Stone átti við með orðinu sál: 1. Innan hvaða kerfis sem er - hvort sem við tölum um frumeindina eða sólkerfið, alheiminn eða manneskjuna - er uppspretta orku. Þessi uppspretta eða kjarni ork- unnar í manneskjunni er það sem dr. Stone kallar sál. dr. Randolph Stone Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.