Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Síða 20
Mynd 1. Flokkun fæðu eftir eðlisþáttum (elementum). eöa heilsueflandi fæðu og sælkerafæðu, sem betra er að borða ekki að staðaldri þar sem hún er óþarflega hitaein- ingarík. Áhersla er lögð á hreina fæðu, helst lífrænt ræktaða og án aukaefna. Hver og einn verður að finna hvað hentar sér best. Það sem er einum hollt er ekki nauð- synlega hollt öðrum. Fæðuráðgjöfin er því mjög einstakl- ingshæfð (mynd 1). Líkamsæfingakerfið í pólun, svo kallað pólunarjóga, felst í tiltölulega einföldum en áhrifaríkum æfingum sem miða að því að auka orkustreymi líkamans. Mælt er með að gera daglegar æfingar og hægt er að sérsníða æfingar eftir þörf (mynd 2). Einföld æfing og gagnleg: • örvar orkuflæði almennt í líkamanum. • góð vöðvateygja. • opnar mjaðmasvæðið þar sem er mikið af ómeðvituðum tilfinningum og hjálpar til við losun þeirra. • slakar á mjaðmasvæði og grindarbotni - mjög gagnleg æfing á meðgöngu. • losar um loft í þörmum. • minnkar þrýsting á spjaldhrygg. • góð forvörn við bakvandamálum. • örvar einbeitingu og athygli. • róandi. • lengir hásin (mikilvæg viðbragðssvæði við hásin). • bætir starfsemi ristils. Mynd 2. Að sitja á hækjum sér - þrjár mismunandi stöður. ákveðinn fjölda kennslustunda á ákveðnu tímabili. Viður- Staðlar og menntun kenning frá fagfélaginu er eina tryggingin sem skjólstæð- Dr. Stone starfaði sem læknir í Chicago og notaði pólun\ ingur hefur fyrir því að meðferðaraðili hafi lokið tilskildum við margs konar erfið sjúkdómstilfelli með mjög góðum árangri. Það var algengt að læknar í Chicago sendu sjúkl- inga sem þeir voru ráðþrota með til hans og undantekning var ef hann náði ekki árangri. Hann byrjaði að kenna pólun árið 1960 og hélt því áfram þar til hann var 84 ára gamall árið 1974. Nemendur dr. Stone héldu áfram kennslu og rannsóknum á pólun. Árið 1984 komu nokkrir vel þekktir pólunarfræðingar saman með það fyrir augum að stofna fagfélag. Bandaríska pólunarfélagið eða „The American Þolarity Therapy Association" - AÞTA var stofnað. Árið 1989 voru fyrstu staðlar birtir þar sem svið pólunar var skilgreint og grunnur lagður að menntunarkröfum. Á sama tíma lagði AÞTA einnig fram mjög vel mótaðar siðareglur. Félagar AÞTA eru í ýmsum löndum og er félagið að því leyti alþjóðlegt. AÞTA viðurkennir skv. stöðlum tvenns konar stig í pólun: Grunnnám í pólun, svokallað AÞÞ stig, sem er minnst 155 kennslustundir, oftast teknar á 6 mán- uðum og svo RÞÞ fullnaðarnám sem er í heild minnst 615 kennslustundir. Til þess að halda við viðurkenningu frá ARTA þurfa þólunarfræðingar að stunda símenntun í undirbúningi til að stunda meðferðina þar sem engin lög- gilding er á þessu sviði. Hér á landi hefur grunnnám í pólun sem leiðir til AÞÞ viðurkenningar hjá AÞTA farið fram og hafa m.a. tíu hjúkrunarfræðingar lokið þeim áfanga. Að lokum, pólun gefur heildræna hugmynd um það hvernig manneskjan er samsett. Þekkingu á pólunarfræð- um er hægt að nýta til að dýpka hvaða vinnu sem er á hefðbundnu og óhefðbundnu sviði heilsueflingar eða lækninga. Áhugi á pólun meðal fagfólks úr hinum ýmsu geirum heilbrigðisþjónustunnar hefur sífellt farið vaxandi enda telja margir að pólunarlíkanið verði hornsteinn orku- lækninga framtíðarinnar. Lesefni: APTA. (1996). Standards for Practice. Bandaríkin: American Polarity Therapy Association. Siegel, A. (1987). Polarity Therapy: The Power That Heals. England: PRISM PRESS. Stone, R. (1986). Polarity Therapy (1. bindi). Bandaríkin: CRCS Publications. Stone, R. (1985). Health Building. Bandaríkin: CRCS Publications. 156 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.