Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Side 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Side 51
ST.JÓSEFSSPlTALI SÍ'íÚ HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar Stjórnunarstaða Staða hjúkrunardeildarstjóra á lyflækningadeild spítalans er laus til umsóknar frá 1. ágúst 1998 eða eftir nánara samkomulagi. Á deildinni fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi með áherslu á meltingarsjúkdóma. Deildin sinnir bráðaþjónustu fyrir Hafnarfjörð og nágrenni. Þróun í hjúkrun er góð hvað varðar fræðslu til sjúklinga og skráningu hjúkrunar. Áhugavert og skapandi starf í boði. Æskilegt er að umsækjandi hafi framhaldsnám og / eða reynslu í stjórnun. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Gunnhildar Sigurðardóttur, hjúkrunarforstjóra, fyrir 15. júní 1998 og gefur hún nánari upplýsingar í síma 555 0000. Handlækningadeild Laus er 80% staða staða hjúkrunarfræðings við handlækningadeild spítalans frá 1. september 1998. Við bjóðum upp á fjölbreytta starfsemi á sviði skurðlækninga, góða vinnuaðstöðu og notalegan vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Dórothea Sigurjónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 555 0000. Speglunardeild Dagvinna Laus er 60% staða hjúkrunarfræðings við meltingarsjúkdómadeild spítalans (göngudeild) frá 1. september 1998, eða eftir nánari samkomulagi. í boði er áhugavert starf á deild sem er í stöðugri þróun hvað varðar hjúkrun, rannsóknir og vísindavinnu. Gerðar eru rannsóknir á sviði speglunar, lífeðlis- og lífefnafræði. Umsóknum skal skila fyrir 15. júni n.k. Upplýsingar veita deildarstjórar Kristín og Ingigerður í síma 555 3888. Heilbrigðisstofnunin Seyðisfirði Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Heilbrigðisstofnunina Seyðisfirði, á sjúkradeild. Sjúkradeildin er í nýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða til hjúkrunar og umönnunar er mjög góð. Hluti deildarinnar er afmarkaður, þar sem vistaðir eru minnisskertir sjúklingar. Aðalviðfangsefnin eru á sviði öldrunarhjúkr- unar, en einnig er fengist við margskonar medisínsk vandamál, bæði bráð og langvarandi. Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru bakvaktir, heima. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefjandi starfi, hafðu þá samband við Þóru, hjúkrunarforstjóra, á sjúkradeild, í síma 472 1460. Fallegt og heimilislegt hjúkrunarheimili í Mjóddinni Heimilislegt, fallegt hjúkrunarheimili býður hjúkrunarfræðinga hjartanlega velkomna til að skoða og starfa. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á skipulagningu hjúkrunar og líknarmeðferð ásamt lipurð og virðingu í mannlegum skamskiptum. Hjúkrunarheimilið Skógarbær er bæði fýrir eldri og yngri einstaklinga sem þurfa sólarhringsumönnun og stuðning við að lifa farsælu lífi þrátt fyrir fötlun og sjúkdóma. Hjúkrunarheimilið Skógarbær gefur starfsfólki möguleika á að vinna í fallegu umhverfi við gefandi starf, við að móta nýja starfsemi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Skógarbæjar, Rannveig Guðnadóttir, sími 510 2100. '&eikugœslusloSin, 19ík Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Heilsugæslustöðina Vík Mýrdal. Upplýsingar gefur Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 487 1180 og 487 1178. 'ísal Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyrí Hjúkrunarfræðingar Ljósmæður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri vantar Ijósmæður og hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og í fastar stöður. Starfstími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri hjúkrunar, sími 463 0273. Droplaugarstaðir Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga og í fastar stöður. Um er að ræða morgunvaktir / kvöldvaktir og einnig næturvaktir. Upplýsingar gefur forstöðumaður, Ingibjörg Bernhöft, í síma 552 5811. Þau leyna á $ér fcjúfr frá 'nmarmmm o er • Heimilislegt útlit • Rafknúinn lyftibúnaður er falinn í fótum rúmsins • Rafknúin stilling á 3 af 4 hlutum rúmbotns • Hljóðlátir rafmótorar • Neyðarlækkun • Einfaldur stýribúnaður fyrir hækkun/lækkun rúms og rúmbotns • Rafmótorar eru hafðir í „húsum" og vandaður frágangur samskeyta auðveldar þrif • Sérlega stöðugt hvort heldur sem það stendur á fótum eða er á hjólum • Fellanlegar hliðargrindur • Rúmið er hægt að hækka í ákjósanlega vinnuhæð. • Einnig er hægt að lækka það vel niður sem auðveldar notandanum að komast framúr A. KARLSSON HF. Brautarholti 28 105 Reykjavík P.0. B0X 167 Sími 560 0900 Fax 560 0901 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 187

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.