Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 10
starf sitt á niðurstöðum rannsókna þar sem við á. Það er sennilega ekkert einfalt svar til við ofangreindri spurningu en Hunt (1981) telur að það sé ekki einungis einn þáttur sem hindrar notkun rannsóknaniðurstaðna heldur sé um að ræða fjöldan allan af tengdum þáttum. ( niðurstöðum megindlegra rannsókna, þar sem notaðir eru spurningalistar, kemur fram fjöldi hindrana við notkun rannsóknaniðurstaðna (Lacey, 1994; Rodgers, 1994; Walsh, 1997). Að sögn Walsh (1997) hefur hjúkrunarfræð- ingum tekist illa að nýta rannsóknir í starfi, m.a. vegna þess að þeir skilja ekki rannsóknagreinar og hafa hvorki nægjanlegan menntunargrunn né þekkingu í rannsóknum. „Tungumálið", sem notað er í rannsóknum, skiptir líka miklu máli varðandi hagnýtingu rannsókna þar sem það er oft ókunnuglegt og illskiljanlegt fyrir marga hjúkrunarfræð- inga, en fræðimenn nota oft erfitt og flókið tungumál sem gerir það nánast merkingarlaust fyrir hinn almenna hjúkr- unarfræðing. ( Ijósi þessa lesa því fáir hjúkrunarfræðingar greinar og tímarit sem birta niðurstöður rannsókna (McSharry, 1995; Walsh, 1997). Auk þessa nefndi Lacey (1994) í rannsókn sinni að annir í vinnutíma, lélegt aðgengi að rannsóknaniðurstöðum svo og neikvætt viðhorf til rann- sókna drægju úr áhuga á því að hagnýta sér niðurstöður rannsókna í starfi. Bandarísku fræðimennirnir Funk, Champagne, Wiese og Tornquist (1991) sömdu BARRIERS-spurningalistann til að meta hagnýtingu rannsókna og benda á leiðir til að stuðla að aukinni notkun rannsóknaniðurstaðna. Listinn var sendur til 5000 hjúkrunarfræðinga í 22 fylkjum Banda- ríkjanna og var 40% svarhlutfall. Það sem helst var bent á til að stuðla að meiri notkun var aukinn stuðningur og hvatning stjórnenda, aukið aðgengi að rannsóknaskýrslum svo og betri menntun hins almenna hjúkrunarfræðings á rannsóknum og tengdu efni. Þátttakendur í rannsókn Rodgers (1994) studdu niðurstöður hinnar bandarísku rannsóknar og bættu auk þess við að þörf væri á sterkum, faglegum forystumanni til þess að koma með nauðsynlega hvatningu, stuðning og úrræði til að nýta betur rannsóknir í hjúkrunarstarfi. Kajermo, Nordström, Krusebrant og Björvell (1998) notuðu einnig BARRIERS-spurningalistann meðal sænskra hjúkrunarfræðinga (n=336) til þess að fá mat þeirra á því hvað torveldaði hagnýtingu rannsókna í starfi og var svarhlutfallið 70%. Meginniðurstöðurnar sýndu að hjúkrunarfræðingunum þóttu rannsóknir, rannsóknaskýrsl- ur og tímarit ekki nægilega aðgengileg, skortur væri á tíma til að lesa og hagnýta rannsóknaniðurstöður svo og að hjúkrunarfræðingar hefðu lítið vald til að breyta. Þetta er hliðstætt rannsóknaniðurstöðum þeirra Funk og félaga (1991). Dunn, Crichton, Roe, Seers og Williams (1998) gerðu svipaða rannsókn í Bretlandi þar sem BARRIERS-spurn- ingalistinn var notaður til þess að bera kennsl á hindranir í 10 hagnýtingu rannsókna eins og hjúkrunarfræðingar skynja þær og bera niðurstöðurnar saman við bandarísku rann- sóknina. Notað var þægindaúrtak með 316 hjúkrunar- fræðingum. Þar kom fram að hjúkrunarfræðingum þóttu rannsóknir mikilvægar í starfi en skorti þekkingu og/eða sjálfstraust til að meta og gagnrýna rannsóknagögn. Þátt- takendur í Bretlandi lögðu mikla áherslu á að ónógur tími væri til að koma á nýjum hugmyndum en það var líka niðurstaðan í bandarísku og sænsku rannsóknunum. Samkvæmt Dunn og félögum (1998) er stjórnun breytinga mikilvæg ef vænta á einhvers árangurs af innleiðslu nýj- unga í starfi og skiptir þá miklu máli að um samvinnu allra stétta sé að ræða. Það kom þó fram hjá bandarísku (Funk o.fl., 1991) og bresku (Dunn o.fl.,1998) hjúkrunarfræðing- unum að þeim þóttu læknarnir ósamvinnuþýðir við að taka upp nýjungar í starfi en sænsku hjúkrunarfræðingarnir (Kajermo o.fl., 1998) voru á öndverðum meiði. En það að koma á breytingum kostar samvinnu og þar sem lækn- arnir þóttu ósamvinnuþýðir voru þeir álitnir hindra nýjungar. Það er Ijóst við lestur heimilda að ýmis vandamál og hindranir eru á að hagnýta rannsóknir í starfi og er við hæfi að koma með eina tilvitnun í lokin sem segir nánast allt sem segja þarf: „Hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa betri þekkingu á rannsóknum, rannsakendur að mæta hjúkr- unarfræðingnum á miðri leið með skýrri framsetningu niðurstaðna og stjórnendur að skapa umhverfi sem gefur kost á rannsóknum og öðrum nýjungum (Walsh, 1997, bls. 39). RANNSÓKNIN Til þess að fá annað og nýtt sjónarhorn á rannsóknarefnið en það sem komið hefur fram í heimildaleit var hugmynda- fræði grunnkenningarannsókna (grounded theory) notuð sem fyrirmynd varðandi gagnasöfnun og gagnagreiningu og voru leiðbeiningar Strauss og Corbin (1990) hafðar til hliðsjónar. Grunnkenningarannsóknir byggjast á mjög kerfisbundinni aðferð við gagnasöfnun og gagnagreiningu á gæðabundnum upplýsingum með það að leiðarljósi að setja fram útskýrandi kenningu eða hugtakalíkan. Úrtak Notað var þægindaúrtak sem í voru fjórir hjúkrunarfræð- ingar sem voru starfandi á stórri slysa- og bráðadeild í Bretlandi þar sem tekið er á móti um níutíu þúsund sjúklingum á ári hverju. Þátttakendurnir, tvær konur og tveir karlmenn, höfðu tveggja til fimmtán ára starfsreynslu í bráðahjúkrun og höfðu einhverja þekkingu á rannsóknum, af námskeiðum eða eftir þátttöku í rannsóknum, og sam- þykktu þeir að taka þátt í rannsókninni að fengnum upp- lýsingum um eðli rannsóknarinnar og rétt þeirra varðandi þátttökuna. Sótt var um leyfi til að framkvæma þessa rannsókn hjá siðanefnd Glasgow Caledonian-háskóla þar sem rannsakandi stundaði meistaranám. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.