Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 19
í lok mótsins fór Bergljot Larsson, formaöur Norsk Sykepleierskeforburtd, norska hjúkrunarkvennafélagsins, fram á það við stjórn Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum að fá að halda fulltrúamót félagsins að ári liðnu í Björgvin í Noregi. Stjórn SSN-samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að aðstoða bæri íslenskar hjúkrunarkonur vegna Landspítalans og ákváðu að halda næst mót sam- takanna að ári liðnu í Reykjavík. Að vísu yrði ferðakostn- aður talsverður til íslands en félagið, Samvinna hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum, myndi leggja fram fé til fararinnar. Að því búnu þakkaði Sigríður fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarkvenna fyrir stuðninginn og hlakkaði til að sjá þær að ári liðnu (Sigríður Eiríksdóttir, 1927a). Askorun til kvenkjósenda á íslandi Vorið er komið árið 1927. Bygging Landspítalans stendur sem hæst. Ár er liðið frá því að hornsteinn var lagður að spítalanum. Síðasta framlag úr „Landspítalasjóði íslands" í Landspítalabygginguna á að afhenda á þessu ári. Eftir það er það eingöngu á hendi ríkissjóðs að leggja fram fé til byggingarinnar. Kosning til Alþingis er á næsta leiti. Ýmis málefni skjóta upp kollinum vegna kosninganna. Eitt þeirra mála er að það eru ekki allir sammála um þýðingu Land- spítalans. Sumir vilja jafnvel fresta framkvæmdum við spítalann (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Ihaldsflokkurinn, sem fór með völd í landinu, hafði lofað að Ijúka framkvæmdum við Landspítalann árið 1930 eins °9 til stóð. Rétt fyrir kosningar birtist í Morgunblaðinu grein þar sem því var haldið fram að stjórnarandstæðingar vildu hætta við byggingu Landspítalans í miðju kafi. Þetta finnst greinarhöfundi Morgunblaðsins alveg fráleitt og vitnar í alvarlegt slys sem hafði átt sér stað við Reykjavíkurhöfn í júlí árið 1927 (Þrír menn farast við sprengingu, 1927). Óhappið vildi til þegar verið var að sprengja flakið af kola- skipinu Inger Benedicte. Sprengingin mistókst og varð þremur mönnum að bana. Tveir létust samstundis en sá Þhðji lést á Landakotsspítalanum daginn eftir slysið (Hræðilegt slys hjer í höfninni í gær af dynamitsprengingu, 1927). Lætur greinarhöfundur þess getið að vegna pláss- leysis á Landakotsspítalanum hafi þurft að flytja manninn sundurtættan inn á almenningssjúkrastofu í spítalanum og þar lágu fyrir margir dauðvona sjúklingar. Greinarhöfundur heldur því fram að þetta fyrirkomulag óski stjórnarand- stæðingar að haldist og hann lýkur grein sinni með því að varpa því fram hvort kjósendur „þessa bæjar [vilji] að slíkir menn taki hjer við stjórn?" (Landsspítalinn, 1927). Og það voru fleiri sem óttuðust úrslit Alþingiskosn- óganna. Stjórnir „Landspítalasjóðs tslands" og Félags íslenskra hjúkrunarkvenna töldu að byggingu Landspítal- sns yrði að Ijúka árið 1930 eins og stjórn landsins hafði l°fað en konurnar óttuðust að úrslit kosninganna myndu standa í vegi fyrir þeim framkvæmdum. Það var ekki sama hvaða þingmenn tækju við stjórnartaumum í landinu eftir 9. júlí árið 1927 þegar kosning til Alþingis færi fram (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). í maímánuði rúmum mánuði fyrir kosningarnar til Alþingis fengu allar konur, sem höfðu kosningarétt á íslandi, áskorun frá stjórn „Landspítalasjóðs íslands11 og stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna þess efnis að þær kysu þá frambjóðendur til Alþingis sem hefðu lofað hröðum framkvæmdum við Landspítalann. í stjórn „Landspítala- sjóðs íslands" sat Ingibjörg H. Bjarnason sem var formaður sjóðsins. Þess ber að geta að Ingibjörg, sem fyrst kvenna var kosin á Alþingi hér á landi, sat á þessum tíma á þingi fyrir íhaldsflokkinn (/Mþingismannatal 1845-1995, 1996). Hinar konurnar, sem sátu í „Landspítalasjóði (slands", voru: Ágústa Sigfúsdóttir, Elín Jónatansdóttir, Inga Lárusdóttir, Hólmfríður Rósenkranz, Jónína Jónatansdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir og Lilja Kristjánsdóttir. í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna sátu hjúkrunarkonurnar Sigríður Eiríksdóttir, formaður félagsins, Sólborg Bogadóttir vara- formaður, Kristjana Guðmundsdóttir ritari, Bjarney Samúelsdóttir gjaldkeri og Jórunn Bjarnadóttir meðstjórn- andi (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, B/1). [ áskoruninni, sem íslenskir kvenkjósendur fengu í lok maímánaðar árið 1927, sagði meðal annars að Land- spítalamálið væri fyrsta og stærsta málið er konur í landinu hefðu bundist samtökum um. Þá sagði enn fremur í umræddri áskorun að án Landspítalans yrðu endurbætur í heilbrigðismálum þjóðarinnar óframkvæmanlegar. Og allt benti til þess að skortur yrði á vel menntuðum hjúkrunar- konum til starfa hér á landi ef ekkert yrði að gert. Þær konur, sem vildu læra hjúkrun, yrðu að sækja hjúkrunar- menntun til annarra landa. Það nám væri þjóðinni dýrt. í umræddri áskorun sagði enn fremur: „Á Landspítalanum geta íslenskra hjúkrunarkonur fengið þann undirbúning undir starf sitt, sem hliðstæður er því besta í þeirri grein í örðum löndum" (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga B/1). Konurnar töldu að bygging Landspítalans þyldi enga bið. Byggingunni yrði að Ijúka árið 1930 eins og til stóð og þær hvöttu konur í landinu að kjósa þá þingmenn til þingsetu sem hefðu lofað því staðfastlega að Ijúka byggingu Landspítalans árið 1930 (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga B/1). Samkvæmt þessari áskorun var til mikils að vinna fyrir íslensku hjúkrunar- stéttina því að með tilkomu spítalans yrði hjúkrunarnámið alfarið flutt til íslands (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Til að vekja enn frekar athygli á málinu skrifaði Sigríður Eiríksdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, grein nokkru fyrir fyrirhugaðar kosningar í kvennablaðið 19. júní. í greininni upplýsti Sigríður lesendum þeim miklu erfiðleikum sem íslensk hjúkrunarstétt ætti við að etja vegna hjúkrunarnámsins. Að loknu tveggja ára hjúkr- unarnámi á íslandi þyrftu nemarnir að halda til lokanáms í Danmörku eða Noregi. Þær nytu mikillar aðstoðar frá hjúkrunarkvennafélögum hinna Norðurlandanna, þá aðal- 19 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.