Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 71
Ásta Möller í framboði til stjórnar ICN Ásta Möller, alþingismaður og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur ákveðið að bjóða sig fram til setu í stjórn ICN, Alþjóðasamtaka hjúkrunar- fræðinga, til næstu fjögurra ára. Ásta er tilnefnd af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og er tilnefningin studd af félögum hjúkrunarfræðinga á hinum Norðurlöndunum. Kosning til stjórnar ICN fer fram á fulltrúaþingi samtakanna sem haldið verður í Kaupmannahöfn 8.-11. júní nk. í stjórn ICN eru kjörnir 15 fulltrúar til fjögurra ára í senn. Ásta er í framboði fyrir svæði 3 en á því eru hjúkrunarfélögin á Norðurlöndum og í Austur-Evrópu. Einn er í framboði til formanns ICN, Christine Flancock frá Bretlandi og er hún sjálfkjörin og tekur við af Kirsten Stallknect frá Danmörku sem hefur verið for- maður ICN frá 1997. Ásta tók sæti í stjórn ICN á árinu 1999 þegar Laila Daavöj, fyrrverandi formaður félags norskra hjúkrunar- fræðinga, sagði af sér eftir 2ja ára setu en þá tók hún við embætti atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Noregs. Ásta er fyrsti íslenski hjúkrunarfræðingurinn sem er í framboði til stjórnar ICN en íslenskir hjúkrunarfræð- ingar hafa verið aðilar að samtökunum frá 1933. {aya í {rí tli íÖAfLW.eV'k.WY'? Tvo hjúkrunarfræðinga á besta aldri og eiginmenn þeirra langar til að ferðast um ísland í sumar og bjóða húsnæði og bíl í Danmörku í skiptum fyrir það sama hér á landi í júní í tvær til þrjár vikur. Nánari upplýsingar: Netfang: cskar@ddf.dk eða í síma 45 81 65 46, Bodil og Christen. Nám í Ijósmóðurfræðí Innritað er í nám í Ijósmóðurfræði til 15. mars 2001 Inntökuskilyrði er próf í hjúkrunarfræði, viðurkennt í því landi þar sem námið var stundað, og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Til að námsskrá í Ijósmóðurfræði á íslandi sé í samræmi við námsstaðla Evrópusambandsins og að kröfur, sem gerðar eru á háskólastigi, séu uppfylltar þurfa hjúkrunarfræðingar, sem ekki hafa lokið BS- prófi, að Ijúka 16 eininga fornámi. Nánari upplýsingar um fornám, reglur um val nemenda og skipulag námsins er að finna í kennsluskrá Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að taka 10 nemendur inn í nám í Ijósmóðurfræði. Umsóknum ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, meðmælum, afritum af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt greinargerð umsækjanda um áhuga á námi í Ijósmóðurfræði og hvernig sá áhugi þróaðist skal skila í síðasta lagi 15. mars 2001 á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar gefur: Lára Erlingsdóttir, fulltrúi, Ijósmóðurfræði, eftir hádegi alla virka daga á skrifstofu hjúkrunar- fræðideildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík, sími: 525- 4217. Netfang: lara@hi.is Netfangalisti Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er að setja upp netfangalista hjúkrunarfræðinga til að miðla ýmsum upplýsingum. Hjúkrunar- fræðingar, vinsamlegast skráið nöfnin ykkar og netföng á listann á heimasíðunni www.hjukrun.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.