Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 11
Gagnasöfnun og gagnagreining Sérhver þátttakandi tók þátt í einu ítariegu, hálfstöðluðu viðtali sem tók 30 - 40 mínútur þar sem markmiðið var að fá fram mat og ítarlegar hugmyndir þátttakandans á við- fangsefninu. Upphaflega rannsóknarspurningin var notuð mjög vítt í fyrsta viðtalinu. Samhliða gagnasöfnuninni hófst gagnagreiningin þar sem miklum tíma var varið í að greina fyrsta viðtalið en þar komu fram ákveðin atriði sem höfð voru til hliðsjónar í næsta viðtali, þannig að spurningarnar breyttust frá einu viðtali til annars, urðu þrengri og nákvæmari, og leiddu þannig rannsakandann inn í næsta viðtal. Rannsakandi, sem notar hugmyndafræði grunn- kenningarannsókna, notar því ekki sama safn spurninga í viðtölum sínum en samkvæmt kenningum Strauss og Corbin (1990) hefði það komið í veg fyrir öflun upplýsinga að halda sig alltaf við sömu spurningarnar í öllum viðtöl- um. Eftir hvert viðtal skrifaði rannsakandi hjá sér eigin vangaveltur en þær eru einnig mikilvægur hluti í gagna- söfnuninni og auðvelda rannsakandanum að halda skrá utan um gögnin í greiningarferlinu (Strauss og Corbin, 1990). Viðtölin voru tekin upp á segulband og vélrituð orð fyrir orð. Þau voru slðan innihaldsgreind (open coding) þar sem hver setning var bútuð niður og leitað að sem nákvæm- astri merkingu orða þátttakandans varðandi viðfangsefnið. Innihaldsgreiningin í fyrsta viðtalinu var mjög tímafrek en jafnframt mjög mikilvæg þar sem hún lagði grunninn að frekari gagnasöfnun og gagnagreiningu. Mjög lítið kom fram í fjórða viðtalinu til viðbótar því sem þegar hafði feng- ist. í Ijósi þess var unnt að álykta sem svo að fræðileg mettun hefði náðst og ekki væri þörf á frekari gögnum og gagnasöfnun því hætt. Notkun innihaldsgreiningar, eins og Strauss og Corbin (1990) hafa lýst, leiddi til þess að í upphafi mynduðust 38 undirflokkar. Þessir undirflokkar voru síðan endurskoðaðir með stöðugum samanburði sem byggist á eiginleikum og einkennum gagna, þ.e. svokölluð „axial coding" sem er næsta skref í greiningu gagna samkvæmt kenningum ofangreindra höfunda. Endurskoðunin leiddi til þess að fram komu fimm yfirflokkar og einn kjarnaflokkur og þar með var komin mynd á hugtakalíkanið sem skýrir hvað helst hindrar að niðurstöður rannsókna eru nýttar. Hug- takalíkanið samanstendur því af kjarnaflokknum og fimm yfirflokkum sem eru: 1) hjúkrunarfræðingurinn, 2) hjúkr- unarstéttin, 3) starfsumhverfið, 4) rannsóknir og hjúkrun og 5) miðlun á niðurstöðum rannsókna (mynd 1). Trúverðugleiki gagnagreiningarinnar var síðan metinn með því að fara með hugtakalíkanið til þátttakendanna þar sem tilgangurinn var að útskýra niðurstöðurnar og leita eftir staðfestingu á því að þær endurspegluðu mat og hugmyndir þeirra um rannsóknarefnið. Öllum þátttak- endunum var boðið upp á slíkt viðtal en tveir þeirra þáðu það ekki þannig að þeim var sent hugtakalíkanið í pósti og Hjúkrunarstéttin gefinn kostur á að senda til baka hugmyndir sínar. Engin viðbrögð voru túlkuð sem samþykki á túlkun niðurstaðna. NIÐURSTÖÐUR OG TENGSL VIÐ FRÆÐILEGT EFNI Hjúkrunarfræðingurinn Þremur af fjórum þátttakendum rannsóknarinnar bar saman um að rannsóknir væru mikilvægar og nauðsyn- legar til að halda sér við í starfi og vera þannig færir um að bjóða skjólstæðingum sem besta þjónustu. Einn þátttak- andinn taldi þó að hjúkrunarfræðingum almennt þættu rannsóknir eða niðurstöður rannsókna ekki mikilvægar fyrir hjúkrunarstarfið en nefndi þó að það gæti átt eftir að breytast þegar fleiri hjúkrunarfræðingar koma til starfa sem hafa meiri rannsóknaþekkingu úr grunnnámi sínu en þá skildu þeir betur um hvað þetta snerist (samkvæmt stefnu Project 2000, sem er núverandi menntastefna hjúkrunar- fræðinga í Bretlandi, eru rannsóknir hluti af grunnnámi). Margir [hjúkrunarfræðingarj hafa ekki áhuga og ég held að það sé einfaldlega skýringin. Þeim hefur aldrei verið kennt að horfa á það [rannsóknirj .... Ég held að þetta eigi örugglega eftir að batna þegar háskólamenntuðum hjúkrunarfræðingum fjölgar en jafnvel þeir verða örugglega svo önnum kafnir af daglegu starfi ... (Þátttakandi 1) Að sögn Champion og Leach (1989) hefur skortur á rannsóknaskilningi óhjákvæmilega áhrif á viðhorf hjúkr- unarfræðinga til rannsókna og skýrir eflaust af hverju mörgum hjúkrunarfræðingum tekst illa að notfæra sér niðurstöður rannsókna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru þeirrar skoðunar að þeir hjúkrunarfræðingar, sem hafa meiri rannsóknamenntun í grunnnámi sínu, hafi jákvæðara viðhorf til rannsókna, þ.e. sýni meiri áhuga á að finna, lesa og notfæra sér niðurstöður rannsókna í starfi. Er það hliðstætt því sem Rodgers (1994) bendir á: það að hafa að störfum einstakling, sem er menntaður í að vinna með niðurstöður rannsókna og hagnýta þær, geti stuðlað að jákvæðari viðhorfum hjúkrunarfræðinga til rannsókna og þannig aukið áhuga fyrir nýtingu rannsókna. Að sögn Champion og Leach (1989) og Lacey (1994) þurfa allir 11 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.