Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 53
viku í senn. Skiptidagar eru
föstudagar. Gæludýr eru ekki leyfð í
húsunum/íbúðunum. Leigjendur sjá
sjálfir um þrif við brottför.
Hús og húsbúnaður
Öll húsin eru nýleg eða nýuppgerð
með rafmagni og heitu vatni. í þeim
er sturta, ísskápur, eldavél,
borðbúnaður og allt til ræstinga,
sængur og koddar a.m.k. fyrir hvert
rúm í húsinu nema annað sé tekið
fram. Sængurföt fylgja ekki með í
leigunni. í sumum húsum eru einnig
aukarúm eða dýnur.
Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur
24
Húsið er 34 fm, 1 svefnherbergi og
svefnloft. Rúm fyrir 2 í
aðalbústaðnum og 3 í viðbyggingu.
Á svefnlofti í aðalbústaðnum eru 3
dýnur. Sjónvarp, kolagrill og heitur
pottur. Leiga: 13.000 kr. á viku.
Húsafell í Borgarfirði, Birkilundur
20
Húsið er 40 fm, 2 svefnherbergi og
svefnloft. Rúm fyrir 8. Sjónvarp,
kolagrill og heitur pottur. Leiga:
13.000 kr. á viku.
Syðra-Lágafell í Miklaholtshreppi
á Snæfellsnesi
Gamalt, uppgert íbúðarhús með 2
svefnherbergjum, stórri, vinalegri
baðstofu, stórri stofu og borðstofu
og einni snyrtingu. Rúm fyrir a.m.k. 8
manns og fjölmargar aukadýnur.
Sjónvarp, útvarp og kolagrill.
Staðsetningin gefur möguleika á
mismunandi dagsferðum um
Snæfellsnes og léttum gönguferðum
um nágrennið. Tuttugu mínútna
akstur á næstu sundstaði sem eru á
Lýsuhóli og Kolviðarnesi. Möguleiki er
á veiðileyfi í nærliggjandi vötnum.
Leiga: 10.000 kr. á viku.
Kotabyggð í Vaðlaheiði gegnt
Akureyri
Húsið er 30 fm, 1 svefnherbergi,
stofa og svefnloft. Rúm fyrir 6,
sjónvarp, útvarp og kolagrill. Leiga:
10.000 kr. á viku.
Lækjarhvammur, hús nr. 8 í
Eyjólfsstaðaskógi, Vallahreppi
11 km frá Egilsstöðum. Húsið er 50
fm, 2 svefnherbergi og lokað
svefnloft. Rúm fyrir 6 og aukadýna.
Sjónvarp, útvarp og kolagrill. Leiga:
13.000 kr. á viku.
Bláskógar við Úlfljótsvatn
Húsið er 55 fm, 3 svefnherbergi,
stofa og svefnloft með 4 dýnum.
Rúm fyrir 6. Sjónvarp, útvarp og
kolagrill.
Leiga: 13.000 kr. á viku.
Risíbúð og efri hæð að Meðalfelli
í Hornafirði
Meðalfell er 7 km frá Höfn. Húsið er
þriggja hæða með 3 fullbúnum
orlofsíbúðum. Hver íbúð er með
sérinngangi. Orlofssjóðurinn hefur
tekið á leigu 3ja herbergja risíbúð og
3ja herbergja íbúð á efri hæð í þessu
húsi. Næst húsinu er mjög gott
leiksvæði fyrir börn. Þar eru einnig
borð og bekkir sem hægt er að
matast við. Uppi í hlíðinni er kolagrill,
borð, bekkir og vaskur, hvergi er
betra að njóta kvöldsólarinnar.
Hestar, kindur, gæsir og hænsni á
aðliggjandi jörðum setja vinalegan
svip á umhverfið, líka er mikið fuglalíf
við Meðalfell. Sjá nánar: medalfell.is
Á efri hæðinni er hjónaherbergi
og annað herbergi með kojum.
Rúmin eru 5. Svefnsófi er í stofunni
og tvær aukadýnur. Rúmstæði fyrir
9 manns. Á hæðinni eru stórar
suðursvalir með borði og stólum.
íbúðin er búin góðum húsgögnum,
sjónvarpi, myndbandstæki,
hljómflutningstækjum, uppþvottavél,
þvottavél, örbylgjuofni, kolagrilli og
tíkallasíma.
í risíbúðinni er hjónaherbergi og
annað herbergi með tveimur rúmum.
53
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001