Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 31
víðtækastri útbreiðslu, hjúkrunarstarfi og hjúkrunarrann- sóknum alls staðar til framdráttar (sjá http://coninfo. nursing.uiowa.edu/nic/index.htm). Lokaorð Upplýsingatækni í hjúkrun (nursing informatics) hefur verið skilgreind sem fræðigrein sem byggist á hjúkrunarfræði, upplýsingafræði (information science) og tölvufræði tii stuðnings meðhöndlun og vinnslu gagna sem safnast í hjúkrunarstarfi þannig að úr verði upplýsingar og að lokum þekking sem gagnast hjúkrun (Graves og Corcoran, 1989). Tölvutæknin getur gert hjúkrunarfræðingum kleift að skrá og kalla fram á skipulegri hátt en nokkurn tíma á pappírsformi, upplýsingar sem nauðsynlegar eru við umönnun sjúklinga, rekstur deilda og stofnana og síðast en ekki síst til rannsókna. Forsendur þess að með tölvu- eða upplýsingatækni sé unnt að breyta gögnum í upplýsingar og upplýsingum í þekkingu, skv. skilgreiningu Graves og Corcoran (1989), er að hjúkrunarfræðingar leggi áherslu á að gögnin og upplýsingarnar séu skráðar á stöðluðu formi innan viðurkenndra flokkunar- og kóðunar- kerfa, svo sem NANDA, NIC og NOC. Rafræn skráning hjúkrunar er framtíðin og í framtíð rafrænnar skráningar felast fleiri tækifæri til framþróunar hjúkrunar en nokkru sinni fyrr. íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa einstakt tækifæri til að hafa áhrif á þessa framþróun með virkri þátttöku í undirbúningi og þróun rafrænnar sjúkraskrár. Málið snýst nefnilega um meira en tölvur eins og Ijóst má vera af þessari grein. Heimildaskrá Anderson, J.D. (1999). Increasing the acceptance of clinical information systems. MDComputing, 76(1), 62-65. Bulechek, G.M., og McCloskey, J. (1997). All users of NIC encouraged to submit new interventions, suggest revisions. Image, 29(1), 10. Button, P., Androwich, I., Hibben, L., og fl. (1998). Challenges and issues related to implementation of nursing vocabularies in computer-based systems. Journai of the American Medical Informatics Association, 5, 332-334. Clark, J., og Lang, N. (1992). Nursing’s next advance: An internal classification for nursing practice. International Nursing Review, 39(4), 109-112,138. Gordon, M. (1982). Nursing Diagnosis: Process and Application. New York: McGraw-Hill Book Company. Graves, J.R., og Corcoran, S. (1989). The study of nursing informatics. Image: Journal of Nursing Scholarship, 21, 227-231. Henry, S.B., og Mead, C.N. (1997). Nursing classification systems: Necessary but not sufficient for representing “what nurses do” for inclusion in computer-based patient record systems. Joumal of the American Medical Informatics Association, 4(3), 222-232. Johnson, T. (2000). Functional health patterns on-line: Lessons learned. Computers in Nursing, 78(5), 248-254. Johnson, M., Bulechek, G., McCloskey-Dochterman, J., og fl. (2000). Nursing Diagnosis, Outcomes and Interventions: NANDA, NOC and NIC Linkages. Mosby Year Book. Landlæknisembættið (1999). Skráning hjúkrunar: Handbók. Ritstjórar: Asta Thoroddsen og Anna Björg Aradóttir. Reykjavík: Landlaeknisembættið. Wyatt, J.C., og Wright, P. (1998). Design shouid help use of patients’ data. Lancet 24;352(9137): 1375-1378. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar - ljósmæður Fjórðungssjúkrahásið á Akureyri er annað stærsta sjúkrahús landsins sem hefur það að markmiði að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra áreiðanlega, markvissa og fjölskyldu- væna heilbrigðisþjónustu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur nána samvinnu við háskólana í landinu og lögð er áhersla á símenntun á sviði heilbrigðismála og rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda. Fjórðungssjúkrahúsið vantar hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Um er að ræða sumarafleysingar, fastar stöður og afleysingastöður. Boðin er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum. Starfshlutfall og starfstími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Þóra Akadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar, sími 4630273 og netfang thora@fsa.is Laun samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Reyklaus vinnustaður Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.