Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 35
réttindi. Þess ber að geta að í lögum og reglum, sem vitnað er í hér að framan, er gerður skýr greinarmunur á notkun heilsufarsupplýsinga til rannsókna, þar sem ekki er gert ráð fyrir samþykki sjúklings, og notkun heilufars- upplýsinga í öðrum tilgangi, til dæmis til tryggingafélaga þar sem reglan um upplýst samþykki gildir. 4. Krefjast ber upplýsts samþykkis í MGH vegna þess að erfðafræðilegar upplýsingar eru viðkvæmar I MGH verða engar erfðafræðilegar upplýsingar. íslensk erfðagreining mun hafa a.m.k. þrjá aðskilda gagnagrunna. Algengt er að þeim sé ruglað svo rækilega saman að fólk gerir sé ekki grein fyrir því að gagnagrunnarnir eru þrír, hver með sinn dulkóðunarlykil sem allir eru geymdir af tilsjónarmanni Persónuverndar. Gögnin í þeim eru hýst undir dulkóðuðum kennitölum og geta starfsmenn ÍE ekki samkeyrt þessa gagnagrunna án tilskilinna leyfa og þátt- töku tilsjónarmanns. Þessir gagnagrunnar eru: (Mynd 1) 1. Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði (MGH) sem mun geyma þau gögn sem lýst er hér að framan. Gögnin í honum eru hýst með ætluðu samþykki en fólki gefst kostur á að segja sig úr honum. Á heilbrigðisstofnun eru gögnin í hann afrituð og búin til flutnings. Aðeins er um að ræða samningsbundin gögn samkvæmt viðauka B í rekstrarleyfi, sem eru kóðuð eða á tölulegu formi og send dulkóðuð í svokölluðum gagnapakka. Á heilbrigðisstofnun fer því fram fyrsta dulkóðun á öllum gagnapakkanum, þ.e. bæði á kennitölu og gögnum. Gögnin eru síðan flutt á Dulkóðunarstofu. Þangað sendir landlæknir einnig dul- kóðaðar kennitölur þeirra sem hafa óskað eftir úrsögn úr grunninum. Á Dulkóðunarstofu er gagnapökkum þeirra einstaklinga eytt sem hafa sagt sig úr grunninum en gagnapakkar annarra einstaklinga eru dulkóðaðir aftur og sendir í MGH. í MGH eru kennitölur dulkóðaðar í þriðja sinn en gögnin sjálf afkóðuð. Mynd 2 sýnir þetta ferli. 2. Ættfræðigrunnur en í honum eru hýst ættartengsl íslendinga frá landnámsöld. Ættfræðigrúsk hefur verið algengt áhugamál almennings á íslandi. Ekki þarf sam- þykki fólks fyrir að vera í slíkum söfnun þó þessi söfn geymi oft viðkvæmar persónuupplýsingar. Áhugi íslend- inga á þessu sviði sést best á því mikla safni ættfræðibóka sem gefnar eru út á íslandi og eru ýmist flokkaðar eftir landshlutum, stéttum eða ættum. 3. Erfðafræðigrunnur. í dag á íslensk erfðagreining arfgreiningu frá u.þ.b. 40 þúsund íslendingum. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið þátt í sjúkdómarannsóknum fyrirtækisins sem eru framskyggnar. Aðrar reglur eiga við um framskyggnar vísindarann- sóknir en afturskyggnar rannsóknir eins og þær sem verða gerðar með gögnum úr MGH. í framskyggnum rannsókn- um er sjúklingur formlegur þátttakandi í vísindarannsókn þó að niðurstöðurnar byggist alltaf á framlagi hóps sjúklinga. Auk leyfis Vísindasiðanefndar og Persónuverndar ber að fylgja eftirfarandi ákvæði: „Sjúklingur skal fyrirfram samþykkja með formlegum hætti þátttöku í vísindarann- sókn. Áður en slíkt samþykki er veitt skal gefa honum ítarlegar upplýsingar um vísindarannsóknina, áhættu sem henni kann að fylgja og hugsanlegan ávinning og í hverju þátttakan er fólgin." (4. grein reglugerðar um vísindarann- sóknir á heilbrigðissviði frá HTR, 1999). Allar framskyggnar rannsóknir og rannsóknir á erfðaefni einstaklinga á vegum íslenskrar erfðagreiningar eru gerðar með upplýstu sam- þykki og tilskildum leyfum frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd (áður Tölvunefnd). Til að geta samkeyrt erfðaupplýsingar við ættfræðigrunn og/eða miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði þarf að afla nýs upplýsts samþykkis frá þeim sem gáfu lífsýni til sjúkdómarannsókna og nýrra lífsýna með upplýstu samþykki frá þeim sem ekki hafa áður tekið þátt í rannsóknum á vegum fyrirtækisins. Af framansögðu má vera Ijóst að í miðlægum gagna- grunni á heilþrigðissviði eru engar erfðafræðilegar upplýs- ingar og að upplýst samþykki er fyrir öllum erfðafræð- 35 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.