Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 57
2.2.10 Ef starfsmaður að læknisráði og með leyfi forstöðu- manns vinnur hlutastarf vegna slyss eða veikinda skal miða greiðslu veikindalauna fyrir dagvinnu við það starfshlutfall sem hann vinnur ekki vegna slyssins eða veikindanna. 2.3 Starfshæfnisvottorð 2.3.1 Starfsmaður, sem verið hefur óvinnufær vegna veik- inda eða slysa samfellt í 1 mánuð eða lengur, má ekki heija starf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi. Krefjast má vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeigandi stofnunar. 2.4 Lausn frá störfum vegna endurtekinnar eða langvarandi óvinnufærni vegna veikinda eða slysa 2.4.1 Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slysa svo mánuðum skiptir á hverju ári um fimm ára tímabil og ekki er skýlaust vottað samkvæmt ákvæðum gr. 2.3.1 að hann hafi fengið heilsubót sem ætla megi varanlega, má leysa hann frá störfum vegna heilsubrests. 2.4.2 Þegar starfsmaður hefur verið samfellt frá vinnu vegna veikinda eða slysa launalaust í jafnlangan tíma og þann tíma er hann átti rétt á að halda launum í fjarveru sinni skv. gr. 2.2.1, má leysa hann frá störfum vegna heilsubrests. 2.4.3 Ekki skulu framangreind ákvæði um veikinda- og slysaforföll vera því til fyrirstöðu að starfsmaður láti af störfum er hann óskar þess ef hann er samkvæmt læknis- vottorði orðinn varanlega ófær um að gegna starfi vegna vanheilsu. Krefjast má vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeig- andi stofnunar. 2.5 Lausnarlaun og laun til maka látins starfsmanns 2.5.1 Þegar starfsmaður er leystur frá störfum skv. gr. 2.4.1-2.4.3 skal hann halda föstum launum skv. gr. 2.2.6 í 3 mánuði. 2.5.2 Sama gildir um greiðslu vegna látins starfsmanns ef hinn látni var í hjúskap, staðfestri samvist, skráðri sambúð eða sambúð sem að öðru leyti má jafna til hjúskapar í merkingu 44. gr. almannatryggingalaga nr. 117/1993. 2.5.3 Þegar starfsmanni er veitt lausn skv. gr. 2.4.1-2.4.3 eða hann andast skal greiða laun hans, svo sem ella hefði verið gert, til loka lausnar- eða andlátsmánaðar áður en laun skv. gr. 2.5.1-2.5.2 koma til álita. Þetta á þó ekki við ef launagreiðslum hefur áður lokið, t.d. vegna þess að réttur til launa í veikindum skv. gr. 2.2.1-2.2.10 var fullnýttur. 2.6 Skráning veikindadaga 2.6.1 Halda skal skrá yfir veikindadaga starfsmanns við hverja stofnun. Ef starfsmaður flyst milli starfa skal leggja saman veikindadaga hans í báðum störfum eftir því sem við á. 2.7 Veikindi og slysaforföll í fæðingarorlofi 2.7.1 Veikindatími starfsmanns í fæðingarorlofi telst ekki til veikindaforfalla og á starfsmaður ekki rétt til launa í veikinda- og slysatilvikum þann tíma. 2.8 Veikindi barna yngri en 13 ára 2.8.1 Annað foreldri á rétt á að vera frá vinnu í samtals 10 vinnudaga (80 vinnuskyldustundir miðað við fullt starf) á hverju almanaksári vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri enda verði annarri umönnun ekki við komið. í þessum fjarvistum skal greiða starfsmanni dagvinnulaun og vakta- álag skv. reglubundinni varðskrá/vaktskrá. Réttur þessi hefur ekki áhrif á rétt starfsmanns skv. öðrum greinum. 2.9 Samráðsnefnd 2.9.1 Setja skal á fót samráðsnefnd. Skal hún skipuð fulltrúum samningsaðila, þremur tilnefndum af hvorum aðila samkomulags þessa. Samráðsnefndin skal fjalla um túlkun og útfærslu einstakra ákvæða um veikindarétt skv. samkomulagi þessu. 2.10 Ákvæði til bráðabirgða 2.10.1 Starfsmaður, sem hefur fyrir gildistöku samkomu- lags þessa áunnið sér fleiri veikindadaga skv. áðurgildandi reglum, skal halda þeim á meðan á samfelldri ráðningu stendur en um frekari ávinnslu fer skv. samkomulagi þessu. ÍKKAK ísUnskVA Kjúkrw í KM Stofnfundur fagdeildar um upplýsingatækni í hjúkrun verður haldinn í fundarsal Félags íslenskra hjúrkrunarfræðinga á Suðurlandsbraut 22 fimmtudaginn 1. mars 2000 kl. 20:00 Allir hjúkrunarfræðingar, sem eru áhugasamir um upplýsingatækni, eru hvattir til að mæta. Undirbúningsnefndin Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.