Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 21
haföi verið tekinn í notkun árinu áöur. Sama dag komu norsku hjúkrunarkonurnar tvær til landsins meö strand- ferðaskipinu Lyru og fengu hlýjar móttökur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarkvenna (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Hugmyndafræði Florence Nightingale höfð að leiðar- Ijósi Fulltrúar og varafulltrúar í Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum voru nú allir mættir til íslands og miðviku- daginn 15. júní héldu þeir með sér fyrsta fundinn síðan þeir komu til landsins. Hjúkrunarkonurnar hittust allar á fyrsta fundinum í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu í miðri Reykjavíkurborg. Charlotte Munck, formaður Sam- vinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum, setti fundinn og lýsti ánægju sinni að nefndarfundur samtakanna væri haldinn á íslandi. Því næst bauð Sigríður Eiríksdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, þær hjartanlega velkomnar og sagði að íslenskar hjúkrunarkonur biðu með mikilli eftirvæntingu eftir hinum nýja Landspítala sem nú væri í byggingu. Með tilkomu spítalans yrði hjúkrunar- námið alfarið flutt til íslands. Danska hjúkrunarkonan og heiðursgestur Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, Christophine Mikkeline Bjarnhéðinsson, tók í sama streng og Sigríður. í erindi sínu lýsti hún því hversu þýðingarmikið það væri hinni íslensku hjúkrunarstétt að fá eins konar „heimili" fyrir íslenskt hjúkrunarnám (Erla Dóris Halldórs- dóttir, 2000a). Umræður héldu áfram eftir að Christophine hafði lokið sínu erindi og voru fulltrúar SSN-samtakanna sammála um að Landspítalinn yrði að ráða forstöðukonu sem undir handleiðslu yfirlæknis spítalans hefði stjórn hjúkrunarliðs spítalans á hendi og skipulegði hjúkrunarnámið (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Það var einmitt þetta sem Florence Nightingale hafði talið mikilvægt fyrir hjúkrunarstéttina að vel menntuð hjúkrunarkona skipulegði hjúkrunarnám og hefði stjórn hjúkrunarkvenna á sinni hendi. Þá lagði Bergljot Larsson, formaður Norsk Sykeplejeforbund, til að á lagg- irnar yrði nú þegar sett fimm manna nefnd sem skyldi fjalla um og móta starfslýsingu forstöðukonu Landspítalans. í hópi fulltrúa SSN-samtakanna voru hjúkrunarkonur sem voru forstöðukonur stórra sjúkrahúsa á hinum Norðurlönd- unum og þær gætu miðlað að þekkingu sinni varðandi starfssvið forstöðukonu. Var tillaga Bergljotar þegar sam- Þykkt og í nefndina kosnar hjúkrunarkonurnar Charlotte Munck, Bergljot Larsson, Sigríður Eiríksdóttir, Sonja Koro- neff og Bertha Wellin. Tóku nefndarkonur þegar að spjalla saman og daginn eftir komu þær með eftirfarandi tillögu: Nefndin lítur svo á, að Landspítalinn verði að hafa forstöðukonu, fulllærða hjúkrunarkonu, sem stjórnar og fyrirskipar kvennastarfsfólki spítalans, um leið og hún á að bera ábyrgð á hjúkrunarnámi námsmeyja. Staða hennar við sjúkrahús af nefndri stærð getur Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 sameinast á þann hátt, að hún verði forstöðukona, kennslukona (og yfirhjúkrunarkona). Forstöðukona á að hafa birgðir sjúkrahússins undir höndum, þar eð hún á þann hátt getur haft mikil áhrif á rekstur spítalans með tilliti til sparnaðar. (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Töldu nefndarkonurnar það mjög mikilvægt að forstöðukona Landspítalans yrði ráðin að minnsta kosti einu ári áður en spítalinn tæki til starfa svo að hún gæti aðstoðað við innkaup á innanhúsmunum spítalans svo og öðru sem hefði þýðingu fyrir spítalann. Þá komu þær með þá tillögu að forstöðukonunni gæfist á þremur mánuðum tækifæri til að kynnast sambærilegum störfum forstöðu- kvenna á einhverju hinna Norðurlandanna. Norska hjúkr- unarkonan, Bertha Wellin, bar upp þá tillögu að hin væntanlega forstöðukona Landspítalans fengi 800 króna ferðastyrk frá SSN-samtökunum og var það samþykkt í einu hljóði (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Enginn vafi leikur á því að fulltrúa SSN-samtakanna hafi stappað stáli í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna um að forstöðukona yrði ráðin að Landspítalanum. Það hafði aldrei komið til tals áður hjá „Landspítalanefndinni" sem í sátu fjórir læknar og ein kona. Eins og áður hefur komið fram hafði umrædd nefnd komið með þá tillögu að þrjár yfirhjúkrunarkonur yrðu ráðnar að spítalanum, hver á sína deild. Yfirstjórnin hjúkrunar átti að vera í höndum yfirlækna spítalans. Fulltrúar SSN-samtakanna héldu áfram að funda hér á landi. En þeir stunduðu fleira en fundarsetu. Eins og áður hefur komið fram hafði stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna undirbúið komu kvennanna. Fimmtudaginn 16. júní var hjúkrunarkonunum boðið í síðdegiste til danska sendiherrans, F. le. Sage de Fontenay. Daginn eftir fóru hjúkrunarkonurnar í heimsókn á Landakotsspítalann og eftir að hafa skoðað stærsta spítala á íslandi buðu nunn- urnar þeim upp á ávexti og smákökur. Daginn eftir héldu konurnar til Þingvalla og eyddu þær deginum þar í fallegu sumarverðri. Eftir kirkjuferð í Dómkirkjuna sunnudaginn 20. júní buðu prófessorhjónin Sæmundur Bjarnhéðinsson, yfirlæknir Holdsveikraspítalans í Laugarnesi, og eiginkona hans, Christophine Mikkeline Bjarnhéðinsson, gestunum upp á ávexti á heimili sínu að Hverfisgötu 46 í Reykjavík (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Daginn fyrir brottför hina erlendu hjúkrunarkvenna frá íslandi fóru þær allar í reiðtúr inn að Elliðaám. Á brottfarar- dag hinna erlendu gesta, sem var 22. júní, bauð Sigríður Eiríksdóttir til tedrykkju á heimili þeirra hjóna. Að því loknu héldu konurnar allar að Landspítalanum sem var í smíðum á þessum tíma. Á tröppum Landspítalans tóku á móti þeim Ingibjörg H. Bjarnason, skólastýra og alþingismaður, Jón Hjaltalín, héraðslæknir og Guðmundur prófessor Hannesson. Þau höfðu boðist til að sýna konunum Land- 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.