Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 5
Formannspistill
Áfram vegínn
Herdís Sveinsdóttir
Samningar hjúkrunarfræðinga við ríkis-
valdið hafa farið hægt af stað. Þegar
þessi pistill er skrifaður hafa 6 fundir
verið haldnir með samninganefnd
ríkisins (SNR). Hjúkrunarfræðingar hafa
lagt fram sínar kröfur, SNR sínar og
segja má að lítið meira hafi gerst. Ég á
ekki von á því að dregið hafi til frekari
tíðinda þegar þennan pistil ber fyrir
ykkar augu. Reyndar hefur það komið
mér mjög á óvart hversu lítill samn-
ingsvilji ríkir við samningaborðið nú
þegar þrír mánuðir eru liðnir frá því
samningar hjúkrunarfræðinga voru
lausir. Það er hálf-kátlegt til þess að
hugsa að ég flýtti fríi hjá mér um eina
viku sl. haust til þess að vera á
staðnum þegar samningafundir hæfust
í október! Svo einföld var ég að búast
við því að umræður hæfust áður en
samningurinn væri laus og að nýr
samningur væri undirskrifaður um
áramót, síðasta lagi undir lok janúar.
Hjúkrunarfræðingar eru farnir að
ókyrrast. Þeir hafa í auknum mæli sam-
band við skrifstofu félagsins og fuiltrúa í
samninganefnd og spyrja hverju sæti
að ekki sé farið að draga til tíðinda í
samningamálum. Hjúkrunarfræðingar
nefna við okkur að þeir séu óhressir
með ýmsar hækkanir á verðlagi undan-
farið. Hækkun á ostum og mjólkurvör-
um í janúarmánuði námu t.d. um 4-6%,
símakostnaður hækkaði um 6,5%,
fjölmiðlar hækkuðu um 4,9% og ýmis
fyrirtæki hækkuðu verð á matvörum í
síðastliðnum mánuði. Hjúkrunarfræð-
ingar vilja að sjálfsögðu fá nýjan
samning og kjarabætur nú þegar þeir
verða varir við að minna er eftir í
buddunni.
Helstu áherslur í kröfugerð félagsins
lúta að launahækkunum, styttingu
vinnuvikunnar og hækkun á vaktaálagi.
Að auki er lögð áhersla á ýmis atriði
tengd vinnutíma, endurmenntun o.fl.
Tillögur eru líka að nýjum skilgreiningum
á launarömmum. Við teljum mikilvægt
að deildarstjórar flokkist í C-ramma, en
eins og fram kom í síðasta tímariti þá
raðast einungis 7,42% okkar félags-
manna í C-ramma en í flestum félögum
BHM raðast yfir 20% félagsmanna í C-
ramma. Hvað varðar stofnanasamninga
þá er lögð áhersla á að ákveðinn rammi
verði gerður um þann hluta
samningsins. Enn fremur er lagt fram
ákveðið lágmarksmat á
persónubundnum þáttum í stofnana-
samningum. Svar SNR við þvf hefur
einfaldlega verið á þá leið að tilraun
með stofnanasamninga hafi mistekist
hjá hjúkrunarfræðingum og best sé að
fara aftur í miðstýrt launakerfi.
Hjúkrunarfræðingar séu eina félagið þar
sem tilraunin, eins og SNR segir, hafi
mistekist. Hjúkrunarfræðingar eru
vissulega eina félagið sem byggði upp
metnaðarfullt og faglegt kerfi til að meta
störf hjúkrunarfræðinga í kjölfar
stofnanasamninga. Framgangskerfi
hjúkrunarfræðinga er tæki sem hefur
nýst hjúkrunarfræðingum við að skil-
greina störf sín og sýna fram á vinnu
sína. Það hefur líka leitt til launahækk-
ana því það er afkastahvetjandi og
hjúkrunarfræðingar hafa svo sannarlega
sýnt fram á afköst sín. Svo virðist sem
viðsemjendur okkar hafi ekki búist við
svo faglegum vinnubrögðum af hálfu
hjúkrunarfræðinga og vilja þeir nú draga
í land. Okkur í samninganefnd finnst
málflutningur SNR hálfmótsagna-
kenndur. í sömu setningu og sagt er að
tilraunin hafi mistekist hjá hjúkrunar-
fræðingum er sagt að ekki sé hægt að
leggja mat á árangur nýja launakerfisins
m.t.t. kynjanna vegna þess að ekki sé
komin næg reynsla á kerfið. Eins og
ykkur rekur trúlega minni til var því lofað
í síðasta samningi að fram færi úttekt á
áhrifum nýs launakerfis á launamun
karla og kvenna á samningstímabilinu.
Það hefur ekki verið efnt. Samninga-
nefnd félagsins er opin og hlustar á allar
góðar hugmyndir viðsemjenda sinna.
Hins vegar er Ijóst að hugmyndir þeirra
verða að vera mjög góðar varðandi
afturhvarf til miðstýrðs launakerfis til að
þær verði ræddar af alvöru.
Á meðan samningaviðræður eru í
gangi verða birtir reglulega fréttapistlar
af gangi viðræðna á heimasíðu Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Um leið og
fer að draga til tíðinda verður að sjálf-
sögðu boðað til funda með hjúkrunar-
fræðingum. Fram að þeim tíma hvet ég
hjúkrunarfræðinga til að hafa samband
við okkur í samninganefndinni, hringja
eða senda tölvupóst um málefni sem
brenna á ykkur.
Gerber
Því lengi býr að fyrstu gerð
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
5