Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 38
Anna Ólafía Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og M.Sc. nemandi við HÍ Veraldarvefurínn sem upplýsinga- miðill - fræðsla fyrír skjólstæðínga Hér veröa kynntir möguleikar sem veraldarvefurinn býður fyrir skjólstæðinga. Tekin verða dæmi um núverandi upplýs- ingavef Barnaspítala Hringsins annars vegar og hins vegar hvernig má bæta hann með því að hanna veftré sem uppfyllir þarfir hinna ólíku skjólstæðinga. Áhersla verður lögð á fræðslu- efni fyrir foreldra og hvernig hanna má vefinn þannig að hann verði gagnvirkur og áhugaverður. Að lokum verður komið inn á hvað framtíðin ber í skauti sér. Markmið Með því að nýta veraldarvefinn sem fræðslu- og upplýs- ingamiðil fyrir skjólstæðinga er unnt að: • Auka gæði hjúkrunar og meðferðar • Draga úr kvíða skjólstæðinga fyrir innlögn á sjúkrahús • Viðhalda faglegum vinnubrögðum í hjúkrun • Gera hjúkrun sýnilegri • Nýta upplýsingatækni til að koma fræðsluefni fyrir skjól- stæðinga til skila • Lækka kostnað við útgáfu og dreifingu fræðsluefnis • Gera áætlun um hvernig framsetning skuli vera á fræðsluefni • Fylgja eftir þróun í upplýsingatækni Heilbrigðisupplýsingar á veraldarvefnum Fram kemur hjá Leaffer og Gonda (2000) að nú orðið leiti æ fleiri sjúklingar að heilbrigðisupplýsingum á veraldar- vefnum og nýti sér þær til að axla meiri ábyrgð á eigin heilsu. Ástæða þess er meðal annars sú að einstaklingar vilja fá meiri upplýsingar er tengjast heilsu þeirra. Auk þess hefur bæst mjög ört við hágæða-heilsufarsupplýsingar sem nú eru aðgengilegar á veraldarvefnum. Gera þarf áætlun um hvernig framsetning skuli vera á fræðsluefni. Bæði er vandasamt og mikilvægt að fræðslu- efni sé þannig sett fram að það veki áhuga lesandans, grípi hann með sér og geri honum kleift að finna þær upplýsingar sem hann leitar að. Staðreyndin er sú að skjólstæðingar leita talsvert að 38 heilsufarsupplýsingum á veraldarvefnum. Þess vegna er mikilsvert fyrir hjúkrunarfræðinga að læra að nýta sér þessa tækni til þess að þeir séu í stakk búnir að koma gagnlegum upplýsingum á veraldarvefinn en ekki síður til að aðstoða skjólstæðinga sína við leit að áreiðanlegum upplýsingum á veraldarvefnum. Einnig má ekki gleyma þeirri staðreynd að almennt er legutími að styttast og það krefst markvissari fræðslu handa skjólstæðingum fyrir og eftir innlögn á sjúkrahús (Lamp og Howard, 1999). í yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum kemur fram að: „Gæði og hagkvæmni heilbrigðisþjónust- unnar verði aukin með markvissri nýtingu upplýsingatækni. Almenningur eigi greiðan aðgang að þjónustu og upplýs- ingum um heilbrigðismál, með fulltingi slíkrar tækni til þess að einstaklingar geti frekar axlað ábyrgð á eigin heilsu, valið milli meðferðarkosta og aukið möguleika sína til sjálfshjálpar." (Upplýsingastefna ríkisstjórnarinnar í heil- brigðismálum, 1999). íslendingar eru í fararbroddi þjóða heims í notkun upp- lýsingatækninnar. Tölvubúnað er að finna á 77,8% íslenskra heimila. Um 65% landsmanna á aldrinum 16-75 ára hafa aðgang að Internetinu heima (Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, 2000). Þessar tölur gerast varla hærri. Því má búast við að almenningur og sjúklingar leiti sér aukinnar heilbrigðisaðstoðar með hjálp veraldarvefjar- ins. Gæði efnis á vefnum er misjafnt, þess vegna er mikil- vægt að hugað sé að þeirri fræðslu sem veitt er skjólstæð- ingum og yfirumsjón hennar sé í höndum fagaðila. Fræðsla fyrir skjólstæðinga Fræðsla fyrir skjólstæðinga var nánast engin fram til 1965. Frá þeim tíma var farið að fræða skjólstæðinga, munnlega fyrst í stað, en upp úr 1980 fór að koma meira af skriflegu fræðsluefni og þar af leiðandi markvissari fræðsla. Segja má að veraldarvefurinn hafi orðið aðgengilegur hinum almenna notanda upp úr 1995. Fyrstu árin voru notaðar vefsíður með föstu innihaldi, texta og myndum. Nú sést æ meiri gagnvirkni á vefsíðum sem nýta sér hin ýmsu form margmiðlunar, svo sem spjall, tal, póst, hreyfi- myndir og myndbönd. Tekin verða dæmi um núverandi upplýsingavef Barna- spítala Hringsins (http://www.rsp.is/hringur/index.html) Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.