Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 52
Ný íbúð orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Sóltúni 9 í Rvk. Á liðnu sumri festi orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kaup á Ibúð í Sóltúni 9 en íbúðin að Suðurlandsbraut 20 var jafnframt seld. íbúðin er í fyrsta íbúðarturninum af sex í nýju íbúðarhverfi sem íslenskir aðalverktakar hf. eru að byggja í Sóltúni og Mánatúni, en þar verða um 300 íbúðir þegar hverfið verður fullbyggt. Allt hverfið og umhverfi þess Orlofsstyrkir 2001 Stjórn orlofssjóðs auglýsir eftir umsóknum um orlofsstyrki fyrir tímabilið 1.5.2001 - 30.4. 2002. Sérstök athygli skal vakin á því að orlofsstyrkjum eru nú úthlutað fyrir allt orlofsárið, ekki í þremur hlutum eins og tíðkaðist áður. Um er að ræða 300 styrki að upphæð 20.000 kr. hver. Orlofsstyrkirnir verða greiddir út í maí/júní nk. Ekki er hægt að fá orlofsstyrk og sumarhúsi úthlutað á sama tíma. var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt og hlaut hann verðlaun frá bygginganefnd Reykjavíkur fyrir hönn- unina. Sérstaklega var hugað að hljóð- einangrun en svokallað fljótandi gólf var sett í allar íbúðir og voru plötur á milli hæða því tvöfaldar. Enn fremur voru húsin einangruð og klædd að utan en það hefur í för með sér að kuldabrýr hverfa og hitunarkostnaður lækkar. Sérstakur ruslagámur er við húsið sem allt rusl fer í flokkað. Engar ruslarennur eru inni í húsinu enda er framtíðin flokkun. íbúðin er í göngufæri frá miðbænum, Kringlunni og skrifstofu félagsins, hún er einstaklega falleg og skemmtileg í alla staði og mega hjúkr- unarfræðingar vera reglulega stoltir af henni. íbúðin er 86 m2, á 1. hæð nr. 104, 2 svefnherbergi með tveimur rúmstæðum í hvoru herbergi. Stofa með svefnsófa fyrir tvo og nægt rými fyrir aukadýnur. Baðherbergi með sturtu. Þvottaherbergi með þvottavél Orlofshús Vakin er athygli á því að orlofshús í eigu félagsins eru til útleigu alla daga ársins, ekki bara um helgar að vetrinum. Þetta eru húsin Bláskógar við Úlfljótsvatn og Birkilundur 20 og 24 í Húsafelli en þessi hús falla jafnframt inn í hefðbundna sumarútleigu sam- kvæmt þeim reglum sem um þá leigu gilda. Síðan á orlofssjóðurinn Kvennabrekku við Reykjalund, orlofsíbúð að Furulundi 8d á Akureyri og orlofsíbúðina í Sóltúni 9 í Reykjavík. Frá afhendingu íbúðarinnar. og þurrkara. Barnarúm og barnastóll eru í íbúðinni. Sængur og koddar fyrir sex fylgja en ekki sængurfatnaður. Borðbúnaður er fyrir 12, einnig algengur búnaður, s.s. ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn, hljóm- flutningstæki með geislaspilara, sjónvarp og myndbandstæki. Lítið hellulagt horn með smágrasfleti fylgir íbúðinni þar sem hægt er að grilla á kolagrilli á góðviðrisdögum. íbúðin er reyklaus. Ekki er heimilt að hafa húsdýr í íbúðinni. Um þessi hús gilda aðrar reglur þar sem þau eru ekki inni í sumarúthlutun heldur falla þau undir þá reglu að hægt er að sækja um þau 1 -7 daga í senn með allt að 3 mánaða fyrirvara. Skrifstofa félagsins annast útleiguna á afgreiðslutíma í síma 540 600. Auk þess leigir sjóðurinn sumarhús víðs vegar um landið yfir sumarið og endurleigir félagsmönnum sem greiða u.þ.b. 1/3 af raunverulegu leiguverði húsanna. Leigutími kemur fram í meðfylgjandi töflu. Húsin eru leigð í i 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.