Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 52
Ný íbúð orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Sóltúni 9 í Rvk. Á liðnu sumri festi orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kaup á Ibúð í Sóltúni 9 en íbúðin að Suðurlandsbraut 20 var jafnframt seld. íbúðin er í fyrsta íbúðarturninum af sex í nýju íbúðarhverfi sem íslenskir aðalverktakar hf. eru að byggja í Sóltúni og Mánatúni, en þar verða um 300 íbúðir þegar hverfið verður fullbyggt. Allt hverfið og umhverfi þess Orlofsstyrkir 2001 Stjórn orlofssjóðs auglýsir eftir umsóknum um orlofsstyrki fyrir tímabilið 1.5.2001 - 30.4. 2002. Sérstök athygli skal vakin á því að orlofsstyrkjum eru nú úthlutað fyrir allt orlofsárið, ekki í þremur hlutum eins og tíðkaðist áður. Um er að ræða 300 styrki að upphæð 20.000 kr. hver. Orlofsstyrkirnir verða greiddir út í maí/júní nk. Ekki er hægt að fá orlofsstyrk og sumarhúsi úthlutað á sama tíma. var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt og hlaut hann verðlaun frá bygginganefnd Reykjavíkur fyrir hönn- unina. Sérstaklega var hugað að hljóð- einangrun en svokallað fljótandi gólf var sett í allar íbúðir og voru plötur á milli hæða því tvöfaldar. Enn fremur voru húsin einangruð og klædd að utan en það hefur í för með sér að kuldabrýr hverfa og hitunarkostnaður lækkar. Sérstakur ruslagámur er við húsið sem allt rusl fer í flokkað. Engar ruslarennur eru inni í húsinu enda er framtíðin flokkun. íbúðin er í göngufæri frá miðbænum, Kringlunni og skrifstofu félagsins, hún er einstaklega falleg og skemmtileg í alla staði og mega hjúkr- unarfræðingar vera reglulega stoltir af henni. íbúðin er 86 m2, á 1. hæð nr. 104, 2 svefnherbergi með tveimur rúmstæðum í hvoru herbergi. Stofa með svefnsófa fyrir tvo og nægt rými fyrir aukadýnur. Baðherbergi með sturtu. Þvottaherbergi með þvottavél Orlofshús Vakin er athygli á því að orlofshús í eigu félagsins eru til útleigu alla daga ársins, ekki bara um helgar að vetrinum. Þetta eru húsin Bláskógar við Úlfljótsvatn og Birkilundur 20 og 24 í Húsafelli en þessi hús falla jafnframt inn í hefðbundna sumarútleigu sam- kvæmt þeim reglum sem um þá leigu gilda. Síðan á orlofssjóðurinn Kvennabrekku við Reykjalund, orlofsíbúð að Furulundi 8d á Akureyri og orlofsíbúðina í Sóltúni 9 í Reykjavík. Frá afhendingu íbúðarinnar. og þurrkara. Barnarúm og barnastóll eru í íbúðinni. Sængur og koddar fyrir sex fylgja en ekki sængurfatnaður. Borðbúnaður er fyrir 12, einnig algengur búnaður, s.s. ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn, hljóm- flutningstæki með geislaspilara, sjónvarp og myndbandstæki. Lítið hellulagt horn með smágrasfleti fylgir íbúðinni þar sem hægt er að grilla á kolagrilli á góðviðrisdögum. íbúðin er reyklaus. Ekki er heimilt að hafa húsdýr í íbúðinni. Um þessi hús gilda aðrar reglur þar sem þau eru ekki inni í sumarúthlutun heldur falla þau undir þá reglu að hægt er að sækja um þau 1 -7 daga í senn með allt að 3 mánaða fyrirvara. Skrifstofa félagsins annast útleiguna á afgreiðslutíma í síma 540 600. Auk þess leigir sjóðurinn sumarhús víðs vegar um landið yfir sumarið og endurleigir félagsmönnum sem greiða u.þ.b. 1/3 af raunverulegu leiguverði húsanna. Leigutími kemur fram í meðfylgjandi töflu. Húsin eru leigð í i 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.