Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 22
Hjúkrunarkonurnar á hjúkrunarmóti Samvinnu hjúkrunar-
kvenna á Norðurlöndum heimsóttu nunnurnar á Landakots-
spítalanum 16. júni árið 1927 og var þessi mynd tekin við það
tækifæri. Sankti Jósefssystur buðu hjúkrunarkonunum upp á
ávexti og smákökur.
Á leið til Þingvalla. Hjúkrunarkonurnar á hjúkrunarmóti
Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum fóru til Þingvalla
17. júni árið 1927. Á þessari mynd má sjá nokkrar hjúkrunar-
konur á leið til Þingvalla.
Hjúkrunarkonurnar dvöldu heilan dag á Þingvöllum i fallegu
veðri 17. júní árið 1927. Þar rakti Sigríður Eiríksdóttir,
formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, sögu staðarins.
Norrænu hjúkrunarkonurnar heimsóttu Holdsveikraspitalann
i Laugarnesi á meðan á dvöl þeirra stóð hér á landi. Þessi
mynd sýnir Bergljot Larsson, formann Norsk Sykepleierske-
forbund (norska hjúkrunarkvennafélagsins).
Bertha Wellin, formaður Svensk Sjuksköterskeförening av
1910 (sænska hjúkrunarkvennafélagsins) til vinstri á mynd-
inni, og Bergljot Larsson, formaður Norsk Sykepleierske-
forbund (norska hjúkrunarkvennafélagsins) fyrir framan
Holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
Myndirnar eru allar i eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga.
spítalann. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, gekk
um bygginguna með fólkinu. Eftir að spítalinn hafði verið
skoðaður bauð Ingibjörg H. Bjarnason fólkinu til tedrykkju
á heimili hennar í Kvennaskólanum að Fríkirkjuvegi 9 í
Reykjavík. Þar héldu þau með sér fund, Ingibjörg H.
Bjarnason, áðurnefndir læknar og húsameistari ásamt
hjúkrunarkonunum. Klukkan 8 um kvöldið var ákveðinn
brottfarartími hjúkrunarkvennanna. Stundvíslega klukkan 8
lagði ísland frá landi í kvöldblíðunni. Fjöldi fólks hafði
safnast saman við höfnina. Þegar ísland lagði frá landi
hrópaði sænska hjúkrunarkonan, Bertha Wellin, af þilfari
skipsins: „Lifi ísland og íslendingar." Fólkið á hafnarbakk-
anum tók undir með húrrahrópum. ísland fjarlægðist meir
og meir. Hattar og klútar voru á lofti um borð og í landi.
Árangursríkri og skemmtilegri heimsókn var lokið. Nú var
aðeins endurminningin eftir (Erla Dóris Halldórsdóttir,
2000a).
í grein, sem birtist í Tímariti Félags íslenskra hjúkrunar-
22
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001