Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 60
stig vísbendingu um óánægju í starfi en lægra um ánægju í starfi. Þessir spurningalistar eru aðlagað form af spurningalistunum „Job Descriptive lndex“ (JDI) sem upphaflega voru samdir af Smith, Kendall og Hulin (1969) til að mæla starfsánægju3. Þátttakendur voru óánægðastir með möguleika til stöðuhækkana og með laun (sjá töflu 2). Áberandi var hve mikill munur var á þessum tveim þáttum og þeim sem kom í þriðja sæti hvað starfsóánægju varðar en það var ánægja með hjúkrunarstjórn. Þannig var meðalskor á kvörðunum, sem mældi ánægju með möguleika til stöðuhækkana og með laun, 3,54 og 3,45 en meðalskor á mælikvarðanum, sem mældi ánægju með hjúkrunarstjórn, var 2,57. Sá þáttur I starfsumhverfinu, sem þátttakend- urnir voru ánægðastir með, var deildarstjórinn en meðai- skor á þeim kvarða var 2,05. Ástæða þess hversu fáir (N=165) svara spurningalistanum um deildarstjórann er sú að deildarstjórar, sem þátt tóku í rannsókninni, svara honum ekki. Þáttagreining á spurningalistunum bendir til þess að hver þeirra mæli einungis eitt hugtak eða þátt. Tafla 2. Starfsánægja: Meðalskor á 6 mælikvörðum Meðal- gildi Staðal- frávik Fjöldi svara a Starfsánægja, allir spurn- ingalistarnir samanlagðir 2,46 0,40 192 Ánægja með möguleika til stöðuhækkana 3,54 0,71 190 0,86 Ánægja með laun 3,53 0,87 200 0,85 Ánægja með hjúkrunarstjórn 2,54 0,80 194 0,94 Ánægja með starfið sjálft 2,12 0,52 207 Ánægja með samstarfsmenn 2,09 0,54 212 0,92 Ánægja með deildarstjóra 2,07 0,62 165 0,90 Ef litið er til einstakra spurninga á listunum kom ýmislegt athyglisvert í Ijós. Þátttakendur voru mun ánægðari með deildarstjóra sína en aðra stjórnendur. Þau atriði, sem þeir voru óánægðastir með í fari deildarstjóranna, voru hinsvegar þau sömu og þeir voru óánægðir með hjá hjúkrunarstjórn- inni. Af þeim 18 atriðum, sem mældu ánægju hjá deildar- stjórum, fékk það „að segja mér hvar ég stend“ lægstu einkunn, næstlægstu einkunnina fékk „deildarstjóri veitir mér ekki nægilega handleiðslu" og í þriðja sæti, hvað óánægju snertir, lenti atriðið „deildarstjóri lætur mig afskiptalausa". Eins og fram kemur í töflu 1 mælist starfsánægja jöfn hvað varðar deildarstjóra og annað samstarfsfólk. Þannig var meðalskor á kvarðanum, sem mældi ánægju með deildarstjóra, 2,07 (SD=0,62) en ánægja með samstarfs- menn mældist 2,09 (SD=0,57). Það ber þó að hafa í huga að í spurningalistanum, sem mælir ánægju með sam- starfsmenn, er hvergi á beinan hátt spurt um samskipti svarenda við samstarfsmenn sína, en það voru einmitt 60 þannig spurningar sem mældu mesta óánægju með deildarstjóra og raunar einnig með hjúkrunarstjórn. Allar spurningarnar á spurningalistanum sem mælir ánægju með samstarfsmenn, snúa að persónulegum eiginleikum þeirra. Þeir eiginleikar, sem hjúkrunarfræðingar voru óánægðastir með hjá samstarfsfólki, var þröngt áhuga- svið, að það tali of mikið og sé metnaðarlaust. Þeir neikvæðu eiginleikar, sem þátttakendur fundu síst í fari samstarfsfólks, voru að vera óþægilegur eða leiðinlegur og sá jákvæði eiginleiki, sem þeim þótti ríkastur í fari þeirra, var ábyrgðartilfinning. Af öðrum svörum við einstökum spurningum má geta þess að 77,7% þátttakenda voru því frekar eða algerlega sammála að þeir fengju lægri laun en þeir ættu skilið; 66,7% þátttakenda töldu starfið líkamlega þreytandi en 89,5% voru því frekar eða algerlega sammála að starfið væri nytsamlegt. Hjúkrunarfræðingum finnst starf sitt skemmtilegt, en 84,9% voru ósammála því að starfið væri leiðinlegt og að lokum þá taldi mikill meirihluti þátttakenda starf sitt njóta virðingar en 70,8% voru frekar eða algerlega sammála fullyrðingu þar að lútandi. Samband bakgrunnsbreyta við starfsánægju Misjafnt var eftir vinnustöðum hvaða þætti þátttakendur voru ánægðir eða óánægðir með. Þannig voru hjúkrunar- fræðingar á sjúkrahúsum (n=128) óánægðari en aðrir þátttakendur (n=72) með laun sín (t-próf; p<0,01, t- gildi=3,01) og með hjúkrunarstjórn (t-próf; p<0,05, t- gildi=2,07). Hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu (n=24) reyndust tiltölulega ánægðari með laun sín en aðrir þátt- takendur (n=176) (t-próf; p<0,05, t-gildi=2,02). Hjúkrunar- fræðingar á hjúkrunar- og dvalarheimilum (n=28) voru aftur á móti óánægðari en aðrir þátttakendur (n=179) með starfið sjálft (t-próf; p<0,01, t-gildi=2,84) og með sam- starfsfólk sitt (t-próf; p<0,001, t-gildi=3,31). Á vinnustöðum, þar sem var undirmannað, voru þátttak- endur (n=130) óánægðari með hjúkrunarstjórn en þar sem ekki var undirmannað (n=50) (t-próf; p<0,001, t-gildi=3,26). Einhliða dreifigreining sýnir einnig að tölfræðilega mark- tæk fylgni er á milli óánægju með hjúkrunarstjórn og þess hve mörg stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru ófyllt (F=3,65; df=3/152; p<0,01) og eykst óánægjan í réttu hlutfalli við ófylltu stöðugildin (sjá töflu 3). Tafla 3. Meðalgildi á mælikvarðanum „Ánægja með hjúkrunarstjórn" eftir skorti á hjúkrunarfræðingum Meðalskor SD Fjöldi svara Svar vantar Allar stöður eru skipaðar 2,22 0,74 49 9(15,5%) 1 -2 stöður óskipaðar 2,57 0,72 49 3 (5,8%) 3-4 stöður óskipaðar 2,62 0,74 28 3 (9,4%) 5 eða fleiri stöður óskipaðar 2,89 0,89 33 3 (8,3%) Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.