Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 46
Á myndinni eru frá vinstri Páiína Sigurjónsdóttir, Maria Borgesen safnvörður, Kristín Óladóttir og Guðrún Guðnadóttir. notaðir höfðu verið við störfin, myndum, blöðum, bókum og ýmsu fleiru sem tengdist hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar sýndu áhuga á að standa að söfnun þessara minja undir kjörorðinu: „Það sem vel var gert í gær hefur einnig áhrif á morgun." Safnið, sem er um 500 fermetrar að stærð, má segja að spanni hina yfirgripsmiklu hjúkrunarsögu frá því fyrir aldamótin 1900 eða síðustu 100 árin. Sagan verður mjög lifandi í þessu heilsuhæli, sem safnið er í, með sjúkrastofum, göngum, skolherbergjum og þess háttar sem fær að nokkru leyti að halda uppruna sínum. Á móti okkur tók Inger Maria Börgesen safnvörður og gekk hún með okkur um húsakynnin, upplýsti okkur um safnið, sögu þess og hvað eina sem við höfðum áhuga á að vita. Eftir að hafa gengið í gegnum móttökuna með upplýsingaþjónustu og sölu á bókum og póstkortum o.fl. sáum við aðstöðu fyrir starfsfólk og bókasafn. Þegar inn á safnið kom fannst okkur við vera komnar inn á sjúkrahúsgang með sjúkrastofur á aðra hönd en útsýni yfir fjörðinn hins vegar - en gangurinn er yfirbyggður Stofugangur á safninu. 46 skáli eða verönd frá þeim dögum er berklaveikum var ekið út í fríska loftið í rúmum sínum, en það átti að hafa lækn- ingamátt eins og við þekkjum héðan að heiman frá Vífils- stöðum. Á ganginum blasir við stofugangur - eftirlfkingar í fullri líkamsstærð með yfirlækninn í broddi fylkingar og á eftir honum allkunnugleg halarófa uppstillt eftir virðingar- stöðu með hjúkrunarnemann aftastan. Sagan er svo rakin á mjög táknrænan hátt með alls konar uppstillingum - byrjað á gamla tímanum og þróuninni síðan fylgt, einnig hvað menntun hjúkrunarfræðinga varðar, og allt í einu erum við komnar inn á sjúkrastofu eins og þær voru fyrr á árum á Kommunehospitalet í Kaupmannhöfn en þar munu fyrstu hjúkrunarkonurnar hafa lært hjúkrun í Danmörku. Á leið um safnið er sagan einnig rakin í rituðu máli og mikið um myndir - einnig hefur tækni nútímans verið nýtt þar, því á mjög aðgengilegan hátt er hægt að fá fræðslu úr tölvum sem staðsettar eru hér og þar - bara ýta á hnapp með ákveðinni yfirskrift og svörin koma samkvæmt ósk viðstaddra - svo sem um störf, nám, búninga og hvað eina sem málin varðar. Við sáum sjúkrastofu af landsbyggðarsjúkrahúsi frá því um 1930 en þar liggja saman fullorðinn maður í einu rúmi og ungur drengur f öðru. Það segir manni að enginn barnaspítali var til á þeim tímum. Síðan sáum við mjög eftirminnilegt herbergi þar sem hjúkrunarkonan býr inni í sjálfu sjúkrahúsinu með rúmi, kommóðu, hægindastól og nokkrum myndum á veggjum. Það kynnir þá veröld sem stallsystur okkar bjuggu við því þeim var ætlað að búa, iifa og jafnvel deyja í sjálfu sjúkrahúsinu. Og sagan heldur áfram - móttaka, rannsóknir, skurðstofur og varnir gegn bakteríum, allt þetta er dregið fram á ýmsa vegu með uppstillingum, máli og myndum og þróun á þvf sviði. Geðhjúkrun kemur einnig við sögu og hinn stóri þáttur hjúkrunarfræðingsins í þeirri grein. Einnig heimahjúkrun og heilsuvernd og úti á ganginum mæta gestir heimahjúkr- unarkonunni í fullum skrúða tilbúinni til farar með reiðhjólið sitt og tösku. Lín- og skolherbergi var uppstillt og sýnd þróun hvað varðar sótthreinsun og umhirðu á tólum og tækjum og hreinlæti þar að lútandi. Aðstaða fyrir fræðslu- og kvikmyndasýningar er að finna í safninu og allgott pláss fyrir kennslu og fyrirlestra- hald og vel búið bókasafn. Þar fundum við m.a. gömlu, góðu kennslubækurnar okkar úr bókaflokknum „Lærebog og hándbog i sygepleje" svo eitthvað sé nefnt af bóka- kostinum. Að kynningu lokinni var okkur boðið upp á hressingu og sátum við og röbbuðum og spurðum safnvörðinn spjörunum úr því margt kom upp í hugann og skemmtilegt var að upplifa fortíðina á þennan hátt. Við höfðum mikinn vilja til að fanga þetta allt og tileinka okkur en tíminn leið fljótt og margt bar fyrir augu sem gaman hefði verið að Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.