Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 26
legu starfi hjúkrunarfræðinga skiptir innihald upplýsinga mestu máli. Á sviði upplýsingatækni hjúkrunar skiptir form, uppbygging og framsetning upplýsinga miklu máli og hvernig þessir þættir hafa áhrif á ákvarðanatöku hjúkrunar- fræðinga. Grunnur upplýsingatækni í hjúkrun eru því öll gögn, upplýsingar og þekking sem fela í sér hjúkrun og að gagni mega koma í hjúkrun, fyrir skjólstæðinga og fyrir hjúkr- unarfræðinga. Upplýsingatækni felur einnig í sér mat á búnaði, starfs- háttum og fyrirkomulagi, sem koma hjúkrunarfræðingum að gagni við hjúkrun eða styðja við störf hjúkrunarfræðinga með aðstoð gagnastjórnunar. Hún felur m.a. í sér að aðlaga eða sníða núverandi tækni að þörfum hjúkrunar- fræðinga. Hún fjallar einnig um samstarf við aðrar heil- brigðisgreinar og tölvunarfræðinga til að aðlaga tölvu- búnað fyrir hjúkrun. Upplýsingatækni í heilbrigðisvísindagreinum Upplýsingatækni er í eðli sínu þverfagleg grein þar sem saman tvinnast þekking úr heilbrigðisvísindum, tölvunar- fræði og upplýsingafræði. Gögn um skjólstæðinga eru þverfagleg. Hver fagstétt getur túlkað gögn um skjólstæð- inga á sinn hátt eftir áhuga, þekkingu og sérsviði og á þann hátt verða upplýsingar þverfaglegar og gagnlegri en ella. Slíkar upplýsingar geta getið af sér nýja þekkingu með aðstoð upplýsingatækninnar. Ein af forsendunum er að gögn, sem skráð eru, séu kóðuð, samstarf sé á milli starfsstétta sem vinna með gögnin og að þverfaglegu námi á sviði upplýsingatækni innan Háskóla íslands verði komið á. Auka þarf kennslu í upplýsingatækni í hjúkrunar- fræðinámi, grunnnámi sem framhaldsnámi. Áframhaldandi þróun, kennsla og rannsóknir í upplýsingatækni innan hjúkrunar er ein af forsendum fyrir nútímalegum vinnu- brögðum og vexti hjúkrunar sem fræðigreinar. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) varð til í janúar 1999 þegar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á Austurlandi voru sameinuð. Starfseiningar stofnunarinnar eru heilsugæslustöðvar á Vopnafirði, Bakkafirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík. Auk þess er hjúkrunardeildin í Sundabúð á Vopnafirði, sjúkrahúsin á Seyðisfirði og Egilsstöðum og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað innan HSA. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að bættu heilbrigði íbúa Austurlands. Við höfum áhuga á hvers konar þróunarvinnu sem færir okkur nær því markmiði. Á næstu árum verður unnið að heilsueflingu í samstarfi við félagasamtök, skóla og aðra sem vilja láta gott af sér leiða. Vilt þú, hjúkrunarfræðingur góður, leggja okkur lið? Viðfangsefnin eru fjölbreytt og krefjandi og geta verið allt frá bráðahjúkrun til líknandi hjúkrunar. Við bjóðum hjúkrunarstarf á litlum stöðum og í stærri byggðalögum. Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á sjúkrahúsið á Egilsstöðum, bæði í fastar stöður og til afleysinga. Hjúkrunarfræðinga vantar til sumarafleysinga á sjúkrahúsið á Seyðisfirði og í Sundabúð á Vopnafirði. Hjúkrunarfræðinga vantar til sumarafleysinga á heilsugæslustöðvarnar á Egilsstöðum, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og í Neskaupstað. Nánari upplýsingar gefa: Lilja Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarforstjóri HSA, í síma 860-1920 Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarstjóri í Neskaupstað, í síma 477-1403 Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarstjóri á Egilsstöðum, í síma 865-0026 Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Seyðisfirði, í síma 472-1407 Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarstjóri á Vopnafirði, í síma 473-1320 Ingibjörg Birgisdóttir, hjúkrunarstjóri á Eskifirði, í síma 476-1252 Edda Björgmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Djúpavogi, í síma 478-8840 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.