Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 11
Innan þessa flokks eru jurtir og grasalækningar, sérstakt fæði og einstaklingshæfð líffæn meðferð (individual biological therapy). Á margan hátt liggja grasalækningar dálítið utan hins almenna sviðs nútimalæknavísinda og getur hver sem er tínt jurtir og lesið sér til urn meðferð þeirra og gagnsemi en í nátt- úru íslands eru margar nytsamar jurtir sem hafa verið unnar í aldaraðir og notaðar til lækninga. Ýmsir safar og smyrsli eru unnin úr jurtum, t.d. lúpínuseyði sem hefúr verið talið gagn- legt fyrir ónæmiskerfið, og smyrsli úr vallhumli til að græða sár. Meðferð, sem byggist á sérstöku fæði, eins og makró- bíótískt fæði, byggist á þeim hugmyndum að hægt sé að fyrir- byggja eða hafa áhrif á sjúkdóma og viðhalda heilsu með ákveðnu fæði. Jurtir ýmiss konar eru seldar sem fæðubótar- efni og hafa öðlast miklar vinsældir á síðustu árum. Þótt rannsóknum fjölgi sem styðja gagnsemi eða gagnsleysi margra þeirra er ekki laust við að efasemdir séu um réttar aðferðir við vinnslu sumra þeirra og hreinleika. Ilmolíumeð- ferð (aromatherapy) flokkast í þennan hóp en hún hefúr verið að ryðja sér til rúms hérlendis. Notaðar eru sérunnar olíur úr blómum til að hafa áhrif á sál og líkama. IV. Aðferðir þar sem líkaminn er handleikinn eða með- höndlaður Innan þessa flokks eru úrræði sem byggjast á að handleika eða hreyfa líkamann. í öllum samfélagstegundum hefur verið til fólk sem gegnir því hlutverki að sjá til þess að bein og vöðvar líkamans starfi eðlilega. Slíkar lækningar eru að miklu leyti stundaðar utan læknastéttarinnar og dæmi um slíkt eru nudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, hnykklækningar og svæðanudd. Nudd snýst öðru fremur um mjúkvefi líkamans og megin- markmiðið er að stuðla að slökun en getur einnig haft örvandi verkun, því með því að slaka á vöðvunum og losa burt alla streitu getur nudd leyst áður hefta orku úr læðingi. Nudd er jafngamalt sögunni og fýrirfinnst í öllum menningarsam- félögum heims en glataði um tíma fylgi á Vesturlöndum en hefúr þó fest sig aftur í sessi (Snyder og Lindquist, 1998). Höfúðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun stuðlar að því að efla líkamlegt ástand líkamans þannig að hann geti starfað eðlilega og geti sjálfur unnið sig úr hvers kyns áreiti sem hann verður íyrir. Þetta er gert með því að meta ósamhverfur og hindranir í höfúðbeina- og spjaldhryggjarhreyfingum og losa um þær til þess að koma líkamsvökva og orku aftur á hreyfingu (Guðrún B. Hauksdóttir, 2000). V. Orkumeðferð Orkuaukandi meðferð byggist á þeirri hugmyndafræði að orkubrautir (energy fields) sé að finna innan líkamans og utan hans. Slík meðferð hefúr þann tilgang að hafa áhrif á þessar orkubrautir en tilvera þeirra hefúr ekki verið vísindalega sönnuð. Sum meðferðarform stuðla að því að beita þrýsingi eða hafa áhrif á orku líkamans með því að leggja hendur á hann eða hreyfa hann með æfingum. Dæmi eru Qi gong (orkuaukandi æfingar), reiki og læknandi snerting (therapeutic touch). Qi gong er meðferðarform úr kínverskum lækningum sem sam- ræmir hreyfingu, hugleiðslu og öndun til að auka og styrkja flæði lífsorkunnar í líkamanum, til að bæta blóðflæði og styrkja ónæmiskerfið. Reiki er upprunið í Japan og byggist á þeirri hugmynd að hægt sé að miðla heilunarorku frá meðferðaraðila til skjólstæðings í þeim tilgangi að heila Iíkamann. Læknandi snerting er upprunalega aldagömul tækni handayfirlagningar og byggist á þeirri kenningu að hægt sé að meta ójafnvægi í orkustreymi líkamans með því að hreyfa hendur yfir honum. Orkan er hreyfð til með höndum meðferðaraðila til að koma líkamanum í jafnvægi (Krieger, 1993). Lokaorð Almenningur hefúr í auknum mæli verið að sækja á þessi mið lækninga og sennilega í meiri mæli en hægt er að gera sér grein fyrir. Nú flæðir yfir alls kyns ffóðleikur, því miður af misjöfn- um gæðum, af netinu og í ýmsum tímaritum um sérhæfð með- ferðarform. Heilbrigðisstéttir þurfa að vera í stakk búnar til að ræða þær við skjólstæðinga sína á upplýstan hátt. Hjúkrunar- fræðingar, sem vilja veita skjólstæðingum sínum sérhæfða meðferð til að hjálpa þeim við að takast á við eigið heilsuleysi, verða að geta gert það á faglegan hátt með velferð skjólstæð- ings að leiðarljósi. í næsta tölublaði verður fjallað nánar um hvaða erindi sérhæfð meðferð á í hjúkrun, rannsóknir á þeim og hugmyndir að siðareglum, en síðar verður ijallað nánar um nokkrar af þessum meðferðarleiðum. Þeim hjúkrunarfræðing- um, sem áhuga hafa á sérhæfðum meðferðarúræðum, er bent á að dr. Mariah Snyder, sem vitnað er í í þessari grein, verður gestur á ráðstefnu heilbrigðisdeildarinnar á Akureyri í apríl á þessu ári. Heimildir Astin, J. A. (1998). Why patients use altemative medicine: Results of a national study. Journal of Ihe American MedicalAssociation, 279, 1548-1553. Árni Böðvarson (ritstj.) (1963). íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Corless, I. B., og Nicholas, P. K. (2000). The use of Complementary and Altemative Therapies. AACN Clinical Issues: Advanced praclice in acule and critical care, II, 4-6. Ehling, D. (2001). Oriental Medicine: An introduction. Allernative Tlierapies, 7(4). Eisenberg, D. M., Kessler, R. C., Foster, C., Norlock, F. E., Calkins, D. R., og Delbanco, T. L. (1993). Unconventional Medicine in the United States; Prevalence, Costs, and Pattems of Use. The New England Journal of Medicine, 328, 246-252. Eisenberg, D. M., Davis, R. B., Ettner, S. L., Appel, S., Wilkey, S., Rompay, M. V, og Kessler, R. C. (1998). Trends in altemative medicine use in the United States, 1990-1997. Journal of Ihe American Medical Association, 280, 1569-1575. Guðrún B. Hauksdóttir (20001. Höfuðbeina- og spialdhrvggiariöfhun. Framsöpuerindi á hiúkrunarþingi í október 2000. Revkiavík: Félag íslenskra hiúkrunarfræðinpa. Helga Jónsdóttir (2000). Hjúkrunarmeðferð: Til hvers? Framsöguerindi á hjúkrunarþingi I október 2000. Reykjavík: Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Jonas, W. B., og Levin, J. S. (1999). Essentials of Complementary and Alternative Medicine. Lippincott, Williams og Wilkins, Philadelphia. Kaptchuk, T. J. (2000). The web that has no weaver. Understanding Chinese Medicine. lllinois: Contemporary books. Kreitzer, M. J., og Jensen, D. (2000). Healing Practices: Trends, challenges, and opportunities for nurses in acute and critical care. AACN Clinical Issues: Advanced practice in acute and critical care, II, 7-16. Krieger, D. (1993). Accepting your power to heal. The personal practice of Therapeutic Touch. NM: Bear & Company Publishing. NCCAM, National Center for Complementary and Altemative Medicine - General Information. Af veraldarvefnum: http://www.nccam.nih.gov/nccam/ what-is-cam/medline.html Snyder, M., og Lindquist, R. (1998). Complementary / Alternative Therapies in Nursing. 3. útgáfa. Springer Publishing Company. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.