Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 18
Tafla 6. Algengustu hjúkrunargreiningar
Heiti hjúkrunargreininga Fjöldi % Uppsöfnuð %
1 Breyting á líðan 307 14,1 14,1
2 Skert sjálfsbjargargeta 153 7,0 21,1
3 Skert Iíkamleg hreyfigeta 136 6,3 27,4
4 Andleg vanlíðan 94 4,3 31,7
5 Hægðatregða 91 4,2 35,9
6 Vefjasköddun - sár 90 4,1 40,0
7 Hækkaður líkamshiti 88 4,1 44,1
8 Veikluð húð 71 3,3 47,4
9 Breyting á öndun 53 2,4 49,8
10 Breytt hugsanaferli 51 2,3 52,1
11 Ónóg þekking 45 2,1 54,2
12 Kvíði 43 2,0 56,2
13 Ógleði 42 1,9 58,1
14 Trufluð loftskipti 41 1,9 60,0
15 Næring minni en líkamsþörf 37 1,7 61,7
16 Skert athafnaþrek 30 1,4 63,1
17 Breyting á þvagútskilnaði 28 1,3 64,4
18 Niðurgangur 26 1,2 65,6
19 Skert munnleg samskipti 26 1,2 66,8
20 Óflokkaðar greiningar 271 12,5 93,4
Samtals: 1723 93,4*
* Taflan sýnir einungis 19 algengustu flokkana og óflokkaðar greiningar.
Aðrar greiningar, sem ekki er getið hér en var unnt að flokka, eru 6,4 %. Hver
og ein þeirra kom sjaldnar fyrir en í 1% tilvika.
reyndist ekki unnt að greina skv. NANDA-flokkunarkerfinu
eða setja í sambærilegan flokk.
Flestar hjúkrunarskrárnar tilheyrðu stórum hópi sjúklinga
með sjúkdómsgreininguna heilablóðfall (32%) (ICD (Interna-
tional Classification for Diseases) 430-438, Cerebrovascular
disease). Aðrir hjúkrunarskrár tilheyrðu stórum hópum sjúklinga
með sjúkdómsgreiningarnar lungnabólgu) (17,5%) (ICD 480-
487, Pneumonia), astma, berkjubólgu og lungnaþembu (8,2%)
(ICD 490-496), sýkingar í húð og undirliggjandi vefjum (4,4%)
(ICD 680-686), Parkinsonsjúkdóm (4,3%) (ICD 332) og hjarta-
sjúkdóma (4,3%) (ICD 410-430). Hjúkrunarskrár, sem tilheyrðu
sjúklingum með ofangreinda sjúkdómaflokka, spönnuðu rúm
70% af úrtakinu. Stærsti hluti þessara hjúkrunarskráa innihélt
lijúkrunargreiningar með NANDA- orðalagi eða 56-66% (tafla
7). Sjúkdómsgreining var notuð sem hjúkrunargreining í 3,2 til
7,4% tilvika og hjúkrunarmeðferð í allt að 17,5% tilvika. Tveir
þriðju hlutar (64,7%) greininganna höfðu skráða orsakaþætti.
Hjúkrunargreiningar, sem fylgdu algengustu sjúkdóms-
greiningum, má sjá í töflum 8 og 9. Fjöldi mismunandi
hjúkrunargreininga fylgdi sama sjúkdómaflokknum og spann-
aði frá 17 hjúkrunargreiningum (húðsýkingar) til 54 greininga
hjá sjúklingum sem fengið höfðu heilablóðfall.
Þegar hjúkrunargreiningum er raðað samkvæmt heilsufars-
lyklum Gordons raðast um 75% þeirra innan eftirfarandi heilsu-
farslykla: sjálfsbjargar, hreyfingar, virkni og þjálfúnar (28,3%);
vitsmunar og skynjunar (24,1%); og næringar, efnaskipta og
húðar (23,7%) (mynd 1). Undir heilsufarslykilinn sjálfsmynd og
þekking flokkuðust 7% hjúkrunargreininganna. Einungis 3%
hjúkrunargreininganna eða minna raðast innan hvers af eftir-
töldum heilsufarslyklum: aðlögun og streituþol; hlutverk og
félagsleg tengsl, heilbrigðisviðhorf; svefii og hvíld. Engar
hjúkrunargreiningar voru skráðar undir heilsufarslyklunum
kynlíf og bameignir og skoðanir, gildismat og trú.
Umræða
Þó að mikill meirihluti hjúkrunargreininga sé skráður sam-
kvæmt NANDA eru breiðari greiningar oftar notaðar en nauð-
synlegt er. Dæmi um þetta er hjúkrunargreiningin þvagleki.
Mynd 1. Flokkun skráðra hjúkrunargreininga eftir
heilsufarslyklum
Tafla 7. Lýsing á skráningu hjúkrunarvandamála fyrir algengustu sjúkdóma
Sjúkdómsgreining * NANDA- orðalag % (n) Einkenni og óljóst orðalag % (n) Hjúkrunar- meðferð sem hj.gr. % (n) Sjúkdóms- greining sem hj.gr. % (n) Fylgikvillar skráðir sem hj.gr. % (n) Orsök skráð % (n) ** Orsök ekki skráð % (n) **
CVA 58,5 (241) 22,6 (93) 14,3 (59) 3,2 (13) 1,5 (6) 63,4 (204) 36,6(118)
COPD 57,7 (60) 24 (25) 11,5(12) 6,7 (7) 0 61,9 (52) 38,1 (32)
LUNGNABÓLGA 55,8(121) 27,6 (60) 1U(24) 4,1 (9) 1,4 (3) 64.5 (107) 35,5 (59)
PARKINSON 66,7 (38) 10,5 (6) 17,5 (10) 5,3 (3) 0 72,1 (31) 27,9 (12)
HÚÐSÝK. 59,3 (32) 25,9(14) 3,7 (2) 7,4 (4) 3,7 (2) 64,4 (29) 35,6(16)
HJARTASJD. 57,4 (31) 27,8(15) 9,3 (2) 3,7 (2) 1,9(1) 62,2 (28) 37,8(17)
*CVA= Cerebrovascular accident (heilablóðfall); COPD= Chronic Obstructive Pulmonary Disease (langvinnir teppusjúkdómar í lungum); Parkinson =
Parkinsonsjúkdómur; húðsýk.= húðsýkingar; hjartasjd.= hjartasjúkdómar.
** Samanlagður fjöldi orsakaþátta er minni en fjöldi hjúkrunargreininga þar sem þeir áttu ekki við alls staðar.
18
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002