Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Side 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Side 29
Umsóknir vegna úthlutunar þurfa að berast fyrir 10. apríl 2002 til orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfrœóinga, Suóurlandsbraut 22, _______Reykjavík, eða með símbréfi í síma 540 6401 Soffía Sigurðardóttir Upplýsingar um orlofssjóðinn gefur Soffía Sigurðardóttir í síma 540 6400 og soffia@hjukrun.is Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins hjukrun.is undir liðnum Orlofssjóður. Þar er einnig að finna upplýsingar um orlofshúsin. Þar geta félagsmenn kynnt sér þá orlofskosti sem í boði eru, skoðað myndir af húsum og íbúðum og fengið ýmsar þarfar upplýsingar. Ég vil minna ykkur á að geyma blaðið, allar nauðsynlegar upplýsingar um staði, leigutíma og verð er að finna hér. Með von um að allir finni eitthvað við sitt hæfi og njóti þess sem í boði er þá óska ég ykkur gleðilegs sumars. Soffia Á síðastliðnu orlofsári var ráðist í það að lagfæra íbúðina sem orlofssjóðurinn á norður á Akureyri. Skipt var um eldhúsinnréttingu og eldhúsið búið nýjum tækjum, þ.á m. uppþvottavél. Veggur á nrilli stofu og borðstofu var ijarlægður þannig að nú er mun rýmra um borðstofuna. Skipt var um klæðaskápa í herbergjum og á gangi. íbúðin er því öll hin glæsilegasta og vonumst við til að félagar gangi vel um eign sína nú sem endranær og á það jafnframt við um allar eignir og leiguhús á vegum félagsins. Á Húsafelli var vatnsinntak og frárennsli lagfært við minni bústaðinn og vonumst við því til að vandræði þar að lútandi séu nú úr sögunni. Valkostir í orlofsúthlutun eru þeir sömu og voru í fyrra, þ.e.a.s. sömu orlofshús og sami fjöldi orlofsstyrkja. Ekki var talin ástæða til að breyta því þar sem félagsmenn virðast ánægðir með þá kosti sem hafa verið í boði. En sjálfsagt má alltaf gera betur. Tillögur til úrbóta eru alltaf vel þegnar og eins hugmyndir um önnur hús og annað form. Vinsamlegast sendið okkur línu til félagsins eða í rafrænum pósti á netfangið: soffia@hjukrun.is Með óskum um gleðilegt sumar Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, formaður orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002 29

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.