Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 39
Hín hliðin: JJs-Ukokak ItiAÍbnöv^ Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, fyrrum skrifstofustjóra í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og námsbrautarstjóra í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, þarf vart að kynna íyrir hjúkrunarfræðingum því saga hennar er samofin hjúkrunar- málum hér á landi. Ingibjörg hefur sagt frá störfum sínurn í ráðuneytinu í Tímariti hjúkrunarfræðinga, 1. tbl. 1993, og tilurð og fyrstu árum námsbrautar í hjúkrunarfræði í tengslum við 25 ára afmæli námsbrautarinnar, 5. tbl. 1998. Skömmu fyrir jól færði Ingibjörg Rannsóknastofhun hjúkr- unarfræðideildar háskólans bókagjöf, bækur um heilbrigðismál, einkum um hjúkrunarfræði og ljósmóðurffæði, með þeirri ósk að það mætti verða vísir að bókasafni stofnunarinnar. í tilefni bókagjafarinnar bauð deildin kennurum og nokkrum velunn- urum til móttöku í Eirbergi. Ingibjörg kynnti þar bækurnar sem margar hveijar eru komnar til ára sinna, m.a. elstu bók um hjúkrunarfræði hér á landi og kennslubók fyrir ljósmæður. Marga Thome og Ingihjörg liafa iinnió niikið brautryðjenda- starf fyrir Hjúkrunarfrœðideildina. Við athöfnina sagði hún nokkrar þessara bóka hafa verið í eigu föður síns sem var mikill bókasafnari og bókavinur. Hún sagðist hafa alist upp með bókum og lært að virða þær og fara vel með þær. Faðir hennar hefði ekki þolað að sjá opna bók á hvolfi eða brotið blað til að minna á hvar lesandi hefði hætt lestri því slíkt væri óvirðing við góða bók. Hún tók fram að þessi litla bókargjöf væri aðeins vísir að safni og vonandi færu hjúkrunarfræðingar að líta í skápa sína og athuga hvort þar væri ekki eitthvað sem deildin hefði gaman af að eiga. Marga Thome, deildarforseti hjúkrunarfræðideildarinnar, og Páll Biering, forstöðumaður Rannsóknasstofnunarinnar, þökkuðu Ingibjörgu bókagjöfina og sagði Páll m.a. að hann vonaðist til að hún yrði hjúkrunarfræðingum hvati til að skoða hvort þeir ættu ekki eitthvað forvitnilegt í fórum sínum. Páll rakti einnig aðdraganda þess að hann lagði stund á hjúkrun á ''R. Iitgibjörg við vinnu sína i garðskálanum. sínum tíma. Hann kvaðst hafa verið óviss um hvaða grein hann ætti að leggja stund á og hefði því rætt við Ingibjörgu, þáverandi námsbrautarstjóra, til þess að fá upplýsingar um nám í hjúkrunarfræði og starf að því loknu. Hún hvatti hann eindregið til þess að stunda nánr í hjúkrunarfræði, tækifærin væru mörg innan hjúkrunar, m.a. við kennslu og rannsóknir og karlar ættu ekki síður erindi i hjúkrun en konur. Kunni hann henni þakkir fyrir það og hefði ekki séð eftir að hafa hlustað á ráð hennar. Við athöfhina sagði Ingibjörg m.a. að hún væri farin að taka til í fórum sínum, vildi ekki leggja það á ffændfólk sitt að þurfa að koma hlutunum sínum fyrir ef'tir sinn dag. „Já, ég er farin að segja við ættingja mína að það fari að styttast í brottförina, er komin á rólegu deildina og er að búa mig undir vistaskiptin. Ég er búin að skrifa erfðaskrá og spyr ættingjana gjarnan hvað þeir vilja eiga til minningar um mig. Ég óttast ekki dauðann enda trúi ég á annað líf.“ Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfrœðinga bað Ingibjörgu um viðtal í tilefni þessarar bókagjafar og hitti hana á heimili hennar sem er smekklegt og greinilegt að þar býr fagurkeri. Ingibjörg lét af störfum í ráðuneytinu urn áramót 1993-1994 og hafði hætt sem námsbrautarstjóri árið 1990. Ingibjörg flutti skemmtilegt ávarp á jólafundi félagsins á síðasta ári þar sem hún kom m.a. inn á þær breytingar sem verða á lífi fólks er það hættir að vinna. Hún sagði sögu af því að hún hefði verið í heimsókn í Heilsugæslustöð Miðbæjar á Vesturgötu 7 eitt sinn skömmu eftir starfslok og var þá boðið í kaffi með hjúkr- unarfræðingum stöðvarinnar. Þá spurði einn hjúkrunarfræð- ingurinn hvort henni leiddist ekki eftir að hún hætti að vinna, hún sem hefði alltaf haft svo mikið að gera? „Hélt ég yrði ekki eldri“ Nei, ekki vildi hún meina það. Þá var hún spurð hvort hún væri ekki á einhveiju námskeiði, hún sem væri svo listræn og hefði 39 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.