Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Síða 40
Steinasafnið frá Sigurborgu Einarsdóttur.
nú nægan tíma. „Hvar ætti það svo sem að vera?“ spurði
Ingibjörg. „Nú, þú gætir farið hér yfir ganginn, þar er boðið upp
á ýmis námskeið,“ var svarið. „Og hver er með það?“ spurði
hún. „Það er hjá öldruðum,“ var svarið. Ingibjörg segist hafa
haldið að hún yrði ekki eldri við þetta svar. Hún hafi þó ákveðið
að spyrjast íyrir um námskeið, enda orðin 71 árs, og innritað sig
í tvö þeirra, byrjaði íyrst í postulínsmálun hjá Ingrid Hlíðberg
og svo í glernámskeiði hjá Rebekku Gunnarsdóttur. Hjá þeim
var hún svo næstu árin og segist vera þakklát íyrir góða
kennslu. í fyrravetur var Ingibjörg í glerbrennslu og leirmótun á
námskeiðum hjá Glit og í vetur sækir hún postulínsnámskeið
hjá Félagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105, en heldur áfram að vinna
við glerið heima og á til þess öll nauðsynleg áhöld og verkfæri.
A jólafundinum lagði Ingibjörg áherslu á að sá áhugi sem
hjúkrunarfræðingarnir sýndu henni með því að spyrja hvort
henni leiddist ekki hefði haft í for með sér að hún hefði átt
ótal ánægjustundir í föndrinu. „Mér fannst þeim ekki vera
sama og það kom við mitt litla hjarta. Mig langar því til að
hvetja hjúkrunarfræðinga t.d. til að rabba við gamla fólkið,
spyrja hvað það hafi íyrir stafni, hvort það eigi ekki einhver
áhugamál, láta það finna að ykkur er ekki sama hvemig því
líður. Bara það að fara út úr húsi, hitta aðra, spjalla, fá jafnvel
einhvem til að hlusta - umfram allt, látið ykkur ekki vera
sama fremur en vinum mínum á Vesturgötunni.“
A þeim átta árum sem liðin eru frá því hún skráði sig á
fyrsta námskeiðið hefúr hún því unnið við ótal verk eins og
heimili liennar ber vott um.
I blómaskála hanga glermyndir í gluggum og i glugga-
kistum eru fallegir glerlampar. I eldhúsinu er gamaldags rekkur
með fallega máluðum postulínsdiskum. í hillu þar eru jóla-
sveinar og jólakerlingar, ýmist unnir úr gleri, leir eða hand-
málað postulín. í stofú er hvitur handmálaður postulínslampi
og stór vasi með sama mynstri, nokkrir minni vasar og tveir
lampar skreyttir íslenskum agatsteinum, ópölum og jaspis.
„Þessir fallegu steinar eru gjafir frá góðri vinkonu minni,
Sigurborgu Einarsdóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra í Heilsu-
gæslustöðinni á Eskifirði. Hún hefúr gefið mér marga fallega
steina og á mjög fallegt steinasafn. Hún og maður hennar,
Sören Sörensen, klifra um öll fjöll á Austfjörðum og safna
steinum. Þegar heim er komið þvo þau þá og hreinsa og setja í
hillur og poka, suma kljúfa þau niður, slipa í tromlu með
misgrófum sandi eða skera í sneiðar.“
Við hliðina á skrifborði Ingibjargar er falleg stytta af konu
í hvíldarstellingu. Þessa styttu gerði Ingibjörg af Nönnu
Jónasdóttur vinkonu sinni sem sat fýrir hjá henni. Hún var
fyrst mótuð í leir og síðan unnin í gifs. Aðspurð um hvor hana
hafi aldrei langað að fara í listnám segir hún að tiúlega hafi
Hiuti aflistmunum sem /ngibjörg hefur unnið, m.a. skálarnar
á borðinu, lampinn, leirvasinn og kertastjakinn.
löngunin aldrei verið nógu sterk enda ólíkir tímar og færri
tækifæri en nú er. En hún hafi alltaf haft gaman af að mála og
alla tið sinnt alls konar handiðn. Hún segir foreldra sína hafa
verið mikið handverksfólk, faðir hennar hafi verið handa-
vinnukennari og móðir hennar unnið mikið við hannyrðar svo
hún hafi fengið heilmikla tilsögn frá þeim, hún hafi hins vegar
ekki fengið beina menntun í myndlist. Ingibjörg var eina
stelpan í barnahópnum, átti fimm bræður og segist hafa verið
alin upp eins og strákur og stelpa, lærði að sauma, prjóna og
hekla í barnaskólanum en heima lærði hún smíðar og að mála
og veggfóðra eins og strákarnir.
„Kunni ekki einu sinni að skipta á bleyju“
Ingibjörg hefur sinnt fleiru en listgyðjunni eftir að hún fór á
eftirlaun. „Nokkrum mánuðum eftir að ég hætti að vinna var ég
beðin um að passa lítinn frænda minn, Magnús Friðrik,
nokkurra mánaða gamlan, hann var með eymabólgu og gat ekki
verið hjá dagmömmu. Þegar bróðurdóttir mín, móðir Magnúsar
litla, hringdi til mín og spurði hvort ég gæti gætt hans íyrir sig á
daginn vom mín fýrstu viðbrögð að segja: „Drottinn minn dýri,
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002