Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 46
Skólahjúkrun er skapandi og full af nýbreytni Skólahjúkrun getur verið afar gefandi starf, fjölbreytt og skemmtilegt. Heilsugæsla í skólum hefúr þó á ýmsum sviðum orðið nokkur hornreka en skólahjúkrunarfræðingar hafa sjálfir tekið sig til og bent á leiðir til að bæta úr því og komið með hugmyndir til að gera starfið enn betra og markvissara. I þeim tilgangi mynduðu þeir faghóp sem m.a. sér um að haldnir eru fræðslufundir um hvaðeina sem getur komið skólahjúkrunar- ffæðingum til góða í starfinu og kom því í kring að í sam- vinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var gefið út heftið „Stefna og hlutverk skólahjúkrunarfræðinga“ (2000). Og það er ekki ofsögum sagt að tala um hvaðeina því starf skólahjúkrunarffæðings er í raun afar víðfemt og öll merki benda til að það eigi eftir að víkka enn frekar út í náinni ffam- tíð. í heftinu fyrmefhda má t.d. lesa eftirfarandi tilvitnun á blaðsíðu 7. „Skólahjúkrun er eins víðfeðm og hjúkrunarífæð- ingurinn sem stundar hana, eins breytileg og skólarnir eru mismunandi. Eins skapandi og fúll af nýbreytni eins og hver einstakur hjúkrunarfræðingur.“ Sigrún Barkardóttir er skólahjúkrunarfræðingur í Voga- skóla og í viðtali við hana fáum við nokkra innsýn í starfið. En áður að því kemur er stuttlega farið yfir hvemig skóla- starfinu í grunnskólanum er háttað nú. Grunnskólinn og starfsemi hans hefúr verið að breytast hægt og hljótt á undanfornum árum. Með nýjum kjarasamn- ingum kennara, sem tóku gildi í við upphaf skólastarfsins í haust, lengdist skólaárið og er nú 180 dagar í stað 170 áður. Skólaárið á íslandi er þar með að nálgast þann tíma sem börn eru í skóla í nágrannalöndum okkar. í Reykjavík em nær allir grunnskólar einsetnir, þ.e. allt skólastarf fer fram lfá morgni ffam á miðjan dag í stað þess að ákveðnir bekkir koma að morgni og aðrir taka við eftir hádegi eins og áður var. Allir grannskólar landsins ættu að vera orðnir einsetnir á allra næstu árum. Skólatími bamanna er því orðinn nokkuð langur 46 og mjög mörg yngri barnanna era þar að auki i nokkrar klukkustundir til viðbótar í skólanum, í svokallaðri lengdri viðveru, fyrir og/eða effir skólastarf. í sumum skólum er a.m.k. yngstu börnunum boðinn heitur matur eða kaldur matur í hádeginu, önnur eiga að koma með nesti. í 10 ár veija bömin sem sagt talsvert stórum hluta af lífi sínu í skólanum og því hlýtur að skipta máli að þeim líði þar vel - enda læra börn ekki sem líður illa. Þar getur skólahjúkrunar- fræðingur átt stóran þátt og þarf þá helst að vera að störfúm allan þann tíma sem skólastarfið fer fram. En því miður er það enn ekki svo og mjög misjafnt er milli skóla hvernig og á hvaða tíma skólahjúkrunarfræðingar starfa. Þessu vilja þeir, og allir aðrir sem annt er um velferð bama, breyta. En hvemig er skólahjúkrunin skipulögð núna? Sigrún svarar á þessa leið: Vilja vera í fullu starfi „Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er heilsugæsla í skólum einn liðurinn undir heilsuvemd. Hún er innan heilsu- gæslunnar og hver heilsugæslustöð sér um að manna þá skóla sem eru innan hennar heilsugæsluumdæmis. I Vogaskóla- hverfinu er engin heilsugæslustöð þannig að Heilsuverndar- stöðin sér um þá tvo skóla sem í hverfinu eru. Þegar allir skólar vora undir Heilsuvemdarstöðinni, áður en hver heilsugæslustöð varð sjálfstæð, var starfslýsing fyrir skóla- hjúkranarffæðinga. Nú hafa skólahjúkranarffæðingar farið ffam á að heil staða miðist við 5-600 böm og árið 2000 komst í gegn að hver heil staða miðast við 800 böm, og það er mikil ffamför, og vonandi næst takmark okkar á allra næstu árum.“ - Eru almennt 800 börn í hveijum grunnskóla? „Nei. í þessum skóla eru t.d. 400 börn þannig að ég er í 50% starfi. Algengt er að í skólunum séu 4-600 börn. Þetta þýðir því að í fámennari skólum er hjúkrunarfræðingurinn mjög lítið við þegar bömin era í skólanum. Mér finnst skipta mjög miklu máli að hjúkranarfræðingurinn sé við a.m.k. alla morgna til að hægt sé að veita samfellu í þjónustunni og að bömin geti gengið að okkur vísum. Sjálf næ ég því ekki vegna þess að hér eru fúndir í nemendavemdarráði á mánudögum eftir hádegi og það verður til þess að 50% staða leyfir ekki að ég sé hérna á föstudögum. En svo hefúr það líka viljað brenna við að flestir aðrir en skólahjúkrunarffæðingar líta svo á að hjúkrunarfræðingarnir eigi að vera til staðar þegar bömin meiða sig, þ.e. séu aðallega slysaþjónusta. Við lítum aftur á móti svo á að það sé aðeins hluti af okkar starfi. Þar af leiðandi á ekki að skipta máli hvort við eram alltaf til staðar þegar börnin meiða sig. Minni háttar meiðslum geta aðrir skólastarfsmenn bjargað en fara að öðr- um kosti með börnin á heilsugæslustöðina eða slysadeildina. Við teljum að okkar starf sé farið að snúast mun meira um Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.