Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 48
„Það þarf t.d. að kanna hvers vegna við erum ekki kallaðar á fundina og finna síðan leið til að það sé alltaf gert. En þess má geta að þegar bam leggst inn á spítala fáum við alltaf hjúkr- unarbréf og ég tel að þarna eigi ekki að vera neinn munur á.“ - Hvernig komið þið að barnaverndarmálum? „Ábending getur komið frá kennurum og þeir biðja okkur oft að koma að málinu. Einnig þegar böm koma til okkar og við verðum varar við að eitthvað er að. Um getur verið að ræða að barnið sýnist vanrækt, illa þrifið, er með marbletti á undarlegum stöðum, segir að foreldri hafi barið sig o.fl. Málið er síðan tekið fyrir á nemendaverndarráðsfundi og tilkynnt til Félagsþjónustunnar í nafni nemendaverndarráðs og Félags- þjónustan tekur þá við. Nemendavemdarráð starfa í öllum skólum en í því em skólastjórnendur, sérkennari, námsráðgjafi, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Samkvæmt lögum á ráðið að koma saman a.m.k. einu sinni í mánuði en þetta er misjafht milli skóla. Hér kemur það t.d. saman hálfsmánaðarlega en í skólanum, þar sem ég var áður, kom það saman vikulega Nemendavemdarráð fer t.d. alltaf yfir bréf sem barna- verndarnefnd sendir kennara þar sem verið er að biðja um svör við spurningum eins og hvemig hugsað hafi verið um viðkom- andi barn, hvemig það sé statt félagslega, hvemig hugsað sé um það heima, t.d. varðandi heimanám, nesti o.fl. Sú stefna hefur verið tekin að svörin eru ekki send nema í samráði við nemendaverndarráðið svo kennarinn standi ekki einn með ábyrgðina. Oft em þetta líka lögfræðimál, s.s. vegna forræðis o.fl., eða verið er að biðja um upplýsingar sem ekki má veita.“ Magapínan getur verið eitthvað allt annað - Þú segir að ykkur sýnist komur vegna andlegrar vanlíðunar vera að aukast? ,Já, okkur finnst það almennt. Börn lenda í alls konar áföllum, s.s. skilnaði, og um leið og þeim líður illa þá koma þau mjög mikið. Sjaldnast til að segja að sér líði rosalega illa heldur að þeim sé illt í höfðinu, maganum o.þ.h. og það er svo undir okkur komið að finna út hvort það sem sagt er sé eina ástæða komunnar eða hvort það sé eitthvað meira sem veldur vanlíðan. Eftir helgar er oftast mikið um komur vegna ýmis- legra kvilla og börnin eru oft mjög þreytt. Við fylgjumst svo sérstaklega með svokölluðum eftirlits- nemendum og gæslunemendum. Eftirlitsnemendur eru börn með langvinna sjúkdóma, fötlun eða önnur þekkt vandamál og eru þegar í eftirliti en gæslunemendur eru þeir sem starfsfólk skólaheilsugæslu telur að þurfi hugsanlega meðferð, ráðgjöf eða aðrar úrlausnir, þar með talin ráðgjöf skólahjúkrunar- fræðings. Sjálf tel ég að gæslunemendur séu mjög vanmetnir.“ - Hvað gerist ef þið teljið að einhver nemandi falli undir gæslunemanda? „Gæslunemandi getur verið einhver sem kennari hefur áhyggjur af eða einhver sem við höfum tekið eftir. Við ræðum við nemandann og jafnvel foreldra, við getum stundum gefið ráð í gegnum síma eða fengið foreldrana á fúnd og leitað úrlausnar. Ef ástæða er til er mál nemandans tekið fyrir á 48 nemendaverndarráðsfundi og síðan fer það eftir nemenda- vemdarráði hvers skóla hvernig tekið er á hveiju máli. Oft fer það eftir því hvemig sálfræðingurinn vinnur hversu mikið fer inn á hans borð, hvort biðlisti er hjá honum eða ekki en sums staðar er allt upp í 3 mánaða biólisti hjá sálfræðingum. Þeir eru í 10% starfi hjá skólunum og gera því lítið meira en að greina börnin, þá iðulega námslega. Þeir veita enga meðferð, þannig að þegar greining liggur fyrir þá er það skólans að grípa til aðgerða. Þá snýst þetta um hvaða þekkingu og úrlausnir skólinn hefur og þar held ég að víða sé pottur brotinn.“ - Nú eruð þið sálfræðingurinn og hjúkrunarfræðingurinn einu heilbrigðisstarfsmennirnir við skólann, hvernig er ykkar samstarfi háttað? „Hér hjá mér er það mjög lítið. En ég sé fyrir mér að samstarfið mætti auka vemlega. Við gætum t.d. fýlgst með baminu á meðan biðtíminn stendur. Það hafa komið upp erfið mál þar sem hefði þurft að grípa fyrr inn í. Og við höfum séð að oft er mikil vanþekking innan skólans á vanda bama með ákveðnar veilur. Ég er t.d. hissa á því að ekki skuli kennt meira í Kennaraháskólanum um það hvemig á að taka á algengustu vandamálunum, s.s. athyglisbresti og ofvirkni. Kennarar verða að vinna með slíkum börnum í bekkjunum og halda þar uppi kennslu og aga en ef þeir vita ekki hvemig best er að bregðast við börnum með þessi vandamál þá verður það svo erfitt.“ Selásskóli til fyrirmyndar „í Selásskóla, þar sem Margrét Héðinsdóttir er skólahjúkmnar- ffæðingur, hefur tekist mjög gott samstarf við skólastjómendur. Hún, og sá skóli, er að mörgu leyti til fyrirmyndar hvemig unnið er að málum. Hún hefur sett upp atferlisáætlun fyrir böm og unnið með þeim með kennara og verið í sambandi við foreldra. En það hefur verið uppi ákveðinn ágreiningur um það hversu mikið við eigum að koma þar að, þ.e. hvort það erum við sem eigum að gera áætlanir. Samkvæmt starfslýsingu sérkennara er það þeirra starf að skipuleggja sérstaka kennslu fyrir böm sem þurfa sérmeðferð, gera fyrir þau áætlun og fylgjast með. Samkvæmt minni reynslu er þetta yfirleitt ekki þannig í reynd. Þeir em með sína stofu og þangað koma bömin en almennt vinna þeir ekki með heila bekki.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.