Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Side 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Side 50
Vsndasjöður Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. "T T innuveitendur greiða sem nemur V 1,5% af fostum dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð Félags Umsóknum sé skilað á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 22. íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hrein eign sjóðsins um áramót er hverju sinni til úthlutunar. Sjóðurinn er í vörslu félagsins og skiptist í A- og B-hluta. A-hluti j A-hluta koma 90% af tekjum sjóðsins og skal þeim varið til að greiða hverj- um sjóðfélaga árlega framlag fyrir útlögðum kostnaði vegna endurmennt- unar, rannsóknar- eða þróunarstarfa. Félagið sér um að greiða úr A-hluta sjóðsins til félagsmanna á fyrsta árs- ijórðungi hvert ár. Ekki þarf að sækja sérstaklega um framlagið, upphæðin er lögð inn á bankareikning félagsmanna, sem hafa gefið upp reiknings- og bankanúmer sitt hjá félaginu, eða send með ávísun heim. Félagsmaður, sem hefúr verið í fullu starfi tímabilið 1. janúar til 30. nóvember árið fyrir úthlutun, á rétt á fullri úthlutun. Félagsmaður, sem hefur unnið hlutastarf á sama tímabili, á rétt á úthlutun í hlutfalli við vinnuframlag. Ekki er úthlutað til félagsmanna sem hófu störf eftir 1. september árið fyrir úthlutun. B-hluti Úr B-hluta vísindasjóðs er þeim 10%, sem eftir eru af tekjum sjóðsins, varið til að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknar- Vísindasjóður A-hluti Greiðslur úr A-hluta vísindasjóös félagsins verða lagðar beint inn á bankareikning félagsmanna í lok rnars nk. og þróunarverkefni. Úr þeim hluta er úthlutað einu sinni á ári. Úr starfsreglum fyrir B-hluta vís- indasjóðs Hjúkrunarfræðingar, sem eiga aðild að sjóðnum, geta sótt um sfyrki úr honum til að sinna fræðimennsku. Umsóknir skulu metnar af stjórn vísindasjóðs og sérfróðunr aðilum á hverju sérsviði hjúkrunar. í þverfaglegunr verkefnum, sem fleiri en einn aðili sækir um og ekki eru allir aðilar að sjóðnum, getur upphæð styrks aldrei orðið hærri en sem nemur hlut styrkhæfra sjóðfélaga í verkefninu. Sé ekki úthlutað að fullu úr B-hluta á yfirstandandi sjóðsári leggst afgangur við sjóðinn næsta ár á eftir. Loka- verkefni nemenda í B.S. námi eru ekki styrkhæf. Lokaverkefni til M.S. eða doktorsgráðu geta verið sfyrkhæf að uppfylltum almennum skilyrðum enda sé viðkomandi hjúkrunarfræðingur aðili að sjóðnum árið sem réttur til úthlutunar úr A-hluta sjóðsins ávinnst. Styrkupphæðir verða greiddar út í áfongum í samræmi við framgang verksins enda skili styrkþegi inn áfangaskýrslu. Lokaskýrslu skal skilað til stjómar vísindasjóðs ásamt niður- stöðum, t.d. tímaritsgrein. Vísindasjóður hefur á hverjum tíma yfirlit yfir allar styrkumsóknir og styrkveitingar frá stofnun sjóðsins í janúar 1994. Verði ekkert úr verkefni eða því ekki lokið af einhveijum ástæðum skal styrkþegi gera stjóm sjóðsins grein fyrir ástæðum þess og endurgreiða þann hluta sfyrksins sem ekki hefúr verið notaður til verkefnisins. í umsókn um styrk þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar: Nafn umsækjanda, menntun, starfs- reynsla og reynsla af rannsóknar- eða þróunarvinnu. Greinaskrif: • Heiti rannsóknar- verkefnis/þróunarverkefnis. • Markmið með vinnu verkefnis. • Upplýsingar um fræðilegt gildi fyrir hjúkrun/heilbrigðisvísindi. • Rannsóknaráætlun/verkáætlun. • Aðferðafræði. • Heimildaskrá. • Mælitæki. • Tímaáætlun. • Kostnaðaráætlun. Við mat á styrkhæfhi skulu þessi atriði metin skv. eftirfarandi viðmiðum: Leiðir verkefnið til nýrrar þekkingar eða þróunar? Hvert er mikilvægið? Er framsetning markmiða skýr? Er framkvæmdaáætlun raunhæf og í samræmi við markmið? Er nauðsynleg aðstaða fyrir hendi? Er fagleg þekking umsækjanda fullnægjandi? Er kostnaðar- og tímaáætlun trúverðug? Er hægt að fella niður eða lækka einhverja kostnaðarliði, hvernig? Almennar athugasemdir um umsókn og verkefni. Hver ofangreindra þátta verði metinn samkvæmt ákveðnum kvarða, t.d. 0-5, til að auðvelda mat og ákvarðanatöku við styrkveitingar. Styrkir úr vísindasjóði geta nýst til að Ijúka verkefnum til kynningar á ráðstefnum. 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.