Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Page 54
ATVI HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS Hjúkrunarfræðingar athugið Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahús Akrancss eru lausar til umsóknar: Lyflækningadeild: 3 stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar nú þegar. Handlækningadcild: 2 stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar nú þcgar. Hjúkrunar- og endurhæfingardeild: 1 staða hjúkrunarfræðings er laus nú þegar. Áhugasömum hjúkrunarfræðingum stendur til boða að taka þátt í viðamiklu þróunarstarfi á SHA. Unnið er með NANDA-hjúkrunar- greiningar og NlC-hjúkrunarmeðferð. Verið er að undirbúa prófun árangursmælinga í hjúkrun sem byggir á flokkunarkerfinu NOC. Lögð er áhersla á að gæði hjúkrunar og þarfir sjúklinga séu hafðar að leiðarljósi. Hér er gullið tækifæri til að læra nýjar áherslur í skráningu sem hjúkrun framtiðarinnar mun byggjast á. í boði er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum ásamt kennslu í notkun flokkunarkerfa. Upplýsingar um stöðurnar gefur Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, i síma 430 6000. Frekari upplýsingar um sjúkrahúsið má finna á www.sha.is. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og heilsu- gæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðingar- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvamastarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla íslands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga á heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og hjúkrunarheimili innan HSA. Við getum einnig bætt við okkur hjúkrunarfræðingum í fastar stöður við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. HSA samanstendur af öllum heilsugæslustöðvum á Austurlandi allt frá Djúpavogi til Vopnafjarðar ásamt Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, sjúkrahúsunum á Egilsstöðum og Seyðisfirði og hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar einnig eftir að ráða skurðstofuhjúkrunarfræðing frá 1. maí 2002. Nánari upplýsingar gefa: Lilja Aðalsteinsdóttir, hjúkrunar- forstjóri HSA, í síma 860-1920 Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarstjóri í Neskaupstað, í síma 477-1450 Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarstjóri á Egilsstöðum, í síma 865-0026 Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarstjóri á Vopnafirði, í síma 473-1320 Edda Björgmundsdóttir, hjúkrunarstjóri á Djúpavogi, í síma 478-8840 Ingibjörg Birgisdóttir, hjúkrunarstjóri á Eskifirði, í síma 476-1252 Jónína Óskarsdóttir, hjúkrunarstjóri á Fáskrúðsfirði, í sima 475-1225 Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Seyðisfirði, í síma 4772-1407 Heilbrigðisstofnunin, Sauðárkróki HjUkrunarfræðíngar! Ljósmæður! Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til starfa. Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Klausen, hjúkrunarforstjóri, í síma 455-4011. Reyklaus vinnustaður. REYKJALUNDUR Endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinema og/eða útskrifaða hjúkrunarfræðinga til afleysinga í sumar. Á Reykjalundi eru níu endurhæfingarsvið, þ.e. hjarta-, lungna-, geð-, miðtaugakerfis-, næringar-, verkja-, hæfingar- og gigtarsvið. Auk þess svið atvinnulegrar endurhæfingar. Áhersla er lögð á einstaklingshæfða hjúkrun og teymisvinnu með öðrum meðferðaraðilum. Meðaldvalartími fólks í endurhæfingu eru 6 vikur og gegna hjúkrunarfræðingar mikilvægu hlutverki í fræðslu og stuðningi við sjúklinga í að breyta lífsstíl sínum til að njóta betri heilsu í ffamtíðinni. Hjúkrunarferli er á tölvutæku formi, upplýsingasöfnun skv. Gordon og hjúkrunargreiningar og meðferð skv. Nanda. Nánari upplýsingar í síma 566 6200 á dagvinnutíma. Lára M. Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, Jónína Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, http://www.reykjalundur.is. 1 Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar hjúkrunarfræðingar Deildarstjúri óskast. Deildarstjóri óskast tímabundið á hjúkrunardeild Sólvangs í Hafnarfirði frá 1. júní 2002. Á deild 4 búa 27 heimilismenn með ýmiss konar öldrunarvanda. Deildin hefur á að skipa einvala starfsfólki og fagþekking er í fyrirrúmi. Umhverfið er hlýlegt og gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Mikið uppbyggingarstarf fer ffam á deildinni og gæðamál eru í brennidepli. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fýrri störf berist til Sigþrúðar Ingimundardóttur, hjúkrunarforstjóra, sigtrud@solvangur.is, eða Erlu M. Helgadóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra, erla@solvangur.is, fyrir 1. maí 2002 og veita þær allar nánari upplýsingar í síma 555 6580. 54 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.