Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Side 56
oAíorweft'fc f?iviA
'fcAu^A^j úk^ómAkj úkrunAv,'[rÆðin^A
Dagana 29. maí til 1. júní nk. verður haldin hér á landi norræn
ráðstefna hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun sjúklinga
með taugasjúkdóma.
Ráðstefhan verður haldin í Háskólabíó. Yfirskrift ráðstefn-
unnar er „The 33rd Scandinavian Neurology Congress and The
2nd Scandinavian Congress of Neurological Nursing“ en
ráðsteíha fyrir taugasjúkdómahjúkrunarffæðinga á Norðurlönd-
um var fyrst haldin í Oulu í Finnlandi árið 1998.
Þema hjúkrunarráðstefnunnar er um líðan og aðstæður sjúkl-
inga með taugasjúkdóma.
Sex erlendir gestafyrirlesarar rnunu flytja erindi á ráðstefn-
unni.
Þar má meðal annarra nefha Marit Kirkevold frá Noregi sem
mun flytja erindi sem hún kallar „Að lifa góðu lífi eftir
heilablóðfall" en þar fjallar hún um hvemig öðlast megi gott líf
eftir að hafa fengið heilablóðfall og skoða með hvaða hætti
hjúkrunarfræðingar geta bætt líðan heilablóðfallssjúklinga.
Doktor Judi Johnson kemur frá Bandaríkjunum. Hún starfar
sem hjúkrunarráðgjafi við eigið ráðgjafarfyrirtæki, HealthQuest,
í Minneapolis, en hún er einnig skipuleggjandi og hjúkrunar-
kennari við North Stroke Center í Minneapolis þar sem hún
stýrir stuðningshópum og er með ffæðslunámskeið fyrir heila-
blóðfallssjúklinga og fjölskyldur þeirra, m.a. í streitustjórnun og
fæðuvali. Hún situr í stjórn National Stroke Association.
Þá kennir Judi doktorsnemum við Health Science University
of Hokkaido í Japan þar sem lögð er sérstök áhersla á kenningar
um aðlögun að því að vera með ólæknandi sjúkdóm. Hún hefúr
haldið fyrirlestra víða um heim og birt fjölda greina um andlega
og sálfélagslega þætti tengda hjúkrun heilablóðfallssjúklinga.
Judi mun flytja tvo fyrirlestra á ráðstefnunni sem hún nefnir „Að
lifa góðu lífi efltir heilablóðfall“ og hins vegar „Að elska og vera
elskaður“. Þar mun hún m.a. Ijalla um hugtökin sjálfsímynd,
sjálfsvirðingu og boðskipti og beina spjótum sínum að því hvað
heilbrigðisstéttir geta gert til að eiga góð og opin boðskipti við
þá sem lifa heilablóðfall af. Þess má geta að Judi Johnson hefúr
sjálf fengið heilablóðfall.
Catrine Jacobsson, lektor við Háskólann í Umeá í Svíþjóð,
mun fjalla um líðan og aðstæður sjúklinga eftir heilblóðfall með
næringarvandamál.
Varaforseti Heimssamtaka taugasjúkdómahjúkrunarfræð-
inga, Word Federation of Neuroscience Nurses, Peter Hagell,
mun flytja erindi um líðan og aðstæður Parkinsonssjúklinga og
þá verður einnig erindi um líðan og aðstæður sjúklinga með
MS-sjúkdóm flutt af Áke Myhr sem kemur frá Karolinska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Þóra Hafsteinsdóttir er búsett í Hollandi og hefúr unnið þar
síðustu árin við rannsóknir. Hún hefúr einnig tekið þátt í störfúm
í tengslum við Hjúkrunarvísindadeildina sem er ört vaxandi
deild innan háskólans og sjúkrahússins í Utrecht.
Þóra hefúr verið að framkvæma viðamikla rannsókn ásamt
öðrum á ákveðnu meðferðarformi, NDT hjúkrunarendurhæf-
ingu eða Neurodevelopmental treatment. Markmið rannsóknar-
innar var að leita svara við því hvort NDT hjúkrunarendur-
hæfing sýndi marktækan árangur í meðferð heilablóðfalls-
sjúklinga. NDT hjúkrunarendurhæfingarmeðferð er mikið notuð
af hjúkrunarffæðingum víða um vestur Evrópu og einnig Banda-
ríkin. Á ráðstefnunni mun Þóra fjalla um rannsókn sína.
Dr. Helga Jónsdóttir verður með erindi sem hún kallar „Að
styðja fólk við að lifa með sjúkdómi sínum“. I erindi sínu leggur
Helga áherslu á tilvistarlegan, tilfinningalegan og vitrænan
stuðning við langveika með áherslu á starf hjúkrunarffæðinga.
Þá mun Marta Kjartansdóttir, hjúkrunarffæðingur, kynna
niðurstöður rannsóknar sinnar um stjórnun á þvag- og hægða-
losun mænuskaddaðra einstaklinga.
Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar vill hvetja alla starfandi
hjúkrunarfræðinga á hinurn ýmsu sviðum hjúkrunar til að kynna
sér efni ráðstefúunnar þar sem skjólstæðinga okkar með tauga-
sjúkdóma eða afleiðingar þeirra er að finna víða innan heil-
brigðisstofnana.
Hjúkrunarffæðingar hafa aðgang að öllum fýrirlestrum á
ráðstefnu lækna. Skilafrestur útdrátta er 1. mars nk.
Vefsiða ráðstefnunnar er: neurocongress.hi.is.
Undirbúningsnefnd norrænnar ráðstefnu
taugasjúkdómahjúkrunarffæðinga.
ÍÐORÐANEFND
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir hjúkr-
unarfræðingum sem áhuga hafa á að starfa í íðorðanefnd
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Hlutverk nefndarinnar er að vinna að því að íslenska
orð og hugtök, sem notuð eru í hjúkrun, í samvinnu við
fagfólk innan hjúkrunarfræðinnar og sérfræðinga í
íslensku máli.
Árið 1995 veitti Lýðveldissjóður félaginu styrk til að
efla íslenska tungu á sviði hjúkrunar, en sjóðurinn var
stofnaður í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins.
Félaginu var veittur styrkur að upphæð 300 þúsund
krónur til verkefnisins og er hann til ráðstöfunar íðorða-
nefnd til að vinna að útgáfú orðasafns í hjúkrun.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að
gefa félagsmönnum tækifæri til að gefa kost á sér til
starfa í iðorðanefnd félagsins og er umsóknarfrestur
auglýstur til 1. maí 2002.
Umsóknum skal skila á skrifstofú Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, netfang
hjukrun@hjukrun.is, merkt íðorðanefnd.
56
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002