Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Qupperneq 62
Þankastrik
Þankastrík er fastur dátkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastríki gefst
hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta
fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum
til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Christer Magnusson, sem
skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Eyrúnu B. Jónsdóttur sem tekur hér upp þráðinn.
'Hjúkrun {oviMmív
Eyrún B. Jónsdóttir
Miklar breytingar hafa orðið á samfélagi okkar undanfarin ár.
Meiri umræða og vitneskja um ofbeldi, sjálfskemmandi hegðun
fólks og vanrækslu gagnvart börnum og vankantar í uppeldi
þeirra eru ábendingar um að allir þurfa að taka sig á í uppeldis-
og umönnunarhlutverkum sinum í samfélaginu. Þarna geta
hjúkrunarfræðingar verið í lykilhlutverki, bæði sem forvarnar-
aðilar og meðferðaraðilar.
Við sjáum að árlega koma inn á slysa- og bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi um 54.000 manns. Af þeim fjölda
komu árið 2001 272 einstaklingar sem höfðu verið beittir
ofbeldi. Slys á börnum yngri en 16 ára eru um 11.000 á ári,
misalvarleg.
Slys á börnum í heimahúsum eru mun fleiri hér en á hinum
Norðurlöndunum.
Inn á neyðarmóttöku vegna nauðgunar komu á síðasta ári
136 einstaklingar, þar af voru tveir karlmenn. Langflestar voru
stúlkurnar á aldrinum 14-20 ára.
Um síðustu verslunarmannahelgi hafði neyðarmóttakan
afskipti af 21 máli þar sem grunur var um nauðgun eða
misbeytingu. Af því voru 14 mál af Eldborgarhátíðinni einni.
Til Stígamóta leituðu árið 2000 380 einstaklingar aðstoðar
vegna sifjaspclla og nauðgunarmála. Þar kemur fram að
ofbeldismennirnir eru 50% fleiri en þolendur sem leita aðstoðar
og er það vegna þess að ofbeldismennirnir eru oft fleiri en einn
þegar kynferðisofbeldi á sér stað.
í fyrstu niðurstöðum rannsóknar eitrunarmiðstöðvar, í
samvinnu við HÍ, landlækni, sjúkrahús og heilsugæslur um allt
land, sýna tölur af höfuðborgarsvæðinu á timabilinu apríl til
október 2001, að 34 einstaklingar á aldrinum 13-20 ára hafa
komið inn á sjúkrahús vegna sjálfsvígstilrauna með lyfjatöku.
Þar af eru 28 konur og 6 karlar. Á aldrinum 21-25 ára er 21
einstaklingur, allt konur.
í ársriti SÁÁ 1999-2000 kemur fram að árið 1999 er heildar-
fjöldi þeirra sem leita sér aðstoðar á Vogi vegna áfengis- og
flkniefnavanda 1615 einstaklingar.
Um 16% einstaklinganna eru yngri en 20 ára. Þar af er
aldursdreifing nýkomu kvenna yngri en 20 ára 28,8% af 636
nýliðum í meðferð.
í fyrstu niðurstöðum óbirtrar samnorrænnar rannsóknar
(NORVOLD) á ofbeldi gegn konum á Norðurlöndunum kemur
fram hjá konum sem leitað hafa til kvensjúkdómadeildar LSH,
62
að 25% þeirra hafa verið beittar miðlungsalvarlegu eða alvar-
legu líkamlegu ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni, þar af þjást
enn 14% þeirra. Einnig kemur fram hjá 181 konu að 96% þeirra
höfðu ekki sagt kvensjúkdómalækni ffá því ofbeldi sem þær
höfðu verið beittar.
í tölum frá Barnaverndarstofu frá árinul999 kemur fram að
2683 tilkynningar hafi borist til barnaverndarnefhda um grun
um að barni hafi verið misboðið, uppeldi þess vanrækt eða
aðbúnaði svo áfátt að barninu hafi getað stafað hætta af, en af
þessum fjölda voru aðeins um 140 tilkynningar, eða aðeins um
5% af öllum tilkynningum frá heilsugæslu og sjúkrahúsum.
Hvað segja allar þessar tölur okkur? Er það á valdi okkar
hjúkrunarfræðinga að hafa áhrif og breyta þessum raunveru-
leika?
Við vitum að bak við hveija tölu eru einstaklingar og
fjölskyldur sem hafa orðið fyrir áföllum sem sumir hverjir geta
ekki unnið úr án aðstoðar i heilbrigðiskerfinu. Þeir eru og verða
okkar skjólstæðingar og sumir hafa komið aftur og aftur í mörg
ár vegna áfalla og ofbeldis. Við hjúkrunarfræðingar verðum að
vera meðvitaðri um þennan raunveruleika og ef til vill fara að
horfa gagnrýnni augum á samfélagið. Það er ekki sjálfgefið að
við fáum að heyra sannleikann á bak við vanlíðan okkar skjól-
stæðinga. En ef við erum tilbúin að hlusta, gefa tíma, veita
andlegan stuðning og jafnframt skoða með gagnrýnum augum
sögu, útlit og líðan skjólstæðinga okkar, þá getum við auðveldað
þeim að opna sig og tjá sig um vandann. Aðeins með því að
ræða vandamálin opinskátt getum við hjálpað þessum
einstaklingum til sjálfshjálpar og betra lífs og einnig varpað
ábyrgð vegna ofbeldis yfir til þeirra sem fremja það.
Með opinskárri umræðu og skilaboðum um að ekki sé hægt
að sætta sig við ofbeldi getum við hjúkrunarfræðingar í
samvinnu við foreldra, fræðsluyfirvöld og aðra sem vinna að
meðferð og forvörnum, skapað þjóðfélag þar sem ofbeldið er
ekki liðið. Við þurfum að axla betur okkar ábyrgð og taka
höndum saman að fræðast og fræða aðra um orsakir og
afleiðingar ofbeldis og vanrækslu og styrkja hvert annað í þeirri
baráttu.
Ég skora á Vilborgu G. Guðnadóttur að skrifa næsta
þankastrik.
eyrunj@landspitali.is
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002