Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 17
GREIN ^œamm ;:.;y JU a w|; Kjfi'u t H'iJöbA vi fl ■ f hAB Mflfl j María Pétursdóttir, Esther Pedersen frá Danmörku, Sigþrúöur lngimundardóttir, Nete Balslew Wingender, sagnfræðingurinn sem skrifaði söguna frá Danmörku, Gunvor Instebo frá Noregi og Toini Nousiainen frá Finnlandi við hjúkrunardeildina, hafði á þessum tíma skrifað um hjúkrunarsögu á Islandi út frá ýmsum sjónarhornum. María taldi því að Kristín og einnig Margrét Gústafsdóttir, sem kenndi við: hjúkrunardeildina, ættu að vera í nefndinni. María lagði eftirfarandi drög að kaflaskiptingu verksins. Menntunarmálum skipti hún í þessa hluta: Hjúkrunarskóli Islands síðustu tvo áratugina, er Sigríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, myndi skrifa. Nýi hjúkrunarskólinn, er Sigríður Halldórsdóttir, fyrrverandi kennari þar, myndi skrifa. Námsbraut í hjúkrunarfræði, aðdragandi að stofnun, er Ragnheiður Haraldsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir, sem voru í fyrsta útskriftarhópn- um, myndu skrifa. Verkefni til meistaragráðu, er Birna Flygenring og Jóhanna Bernharðsdóttir, fyrrverandi kennar- ar við Nýja hjúkrunarskólann, myndu skrifa. Heilbrigðisbrautin við Háskólann á Akureyri, þar ætti Margrét Tómasdóttir að stýra penna. Félagsmálum skipti hún í þessa hluta: Hjúkrunarfélag Islands síðustu tvo áratugi, er Sig- þrúður Ingimundardóttir, formaður félagsins, myndi skrifa um. Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, er Lára Sch. Thorsteinsson, fyrrverandi kennari í Nýja hjúkrunarskólanum, myndi skrifa. Saga Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sem Strengir hjúkrunar Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri, myndi skrifa. Undirbúningur að opnun Borgarspítalans og skipulag hjúkr- unarþjónustu, sem Sigurlín Gunnarsdóttir, fyrrverandi hjúkr- unarforstjóri, myndi skrifa. Nefndin hélt marga fundi án þess að mikið gerðist. Eg á til að mynda í fórum mínum bréf þar sem söguritarar eru boðaðir á fund 26. nóvember 1990. I desember sama ár afhenti ég sem formaður félagsins Maríu peningastyrk er stjórn félagsins ákvað að veita til ritunar hjúkrunarsögu. Af því tilefni var haldið hóf þar sem fyrrverandi kennarar og skólastjórn Nýja hjúkrunar- skólans mættu ásamt stjórn félagsins. María mat þessa viðleitni stjórnar mjög. 15. apríl árið 1993 var úthlutað í fyrsta sldpi úr rannsókna- og vísindasjóði Hjúkrunarfélagsins. Sjóðinn stofn- aði María Finnsdóttir, fræðslustjóri félagsins, árið 1987. Þar hlaut söguritunarhópur Maríu 100.000 kr. styrk til að skrá ís- Ienska hjúkrunarsögu. Árangur þessa eldmóðs Maríu má segja að hafi skilað sér þegar Sigurlín Gunnarsdóttir lauk sínu verki með riti er hún nefndi Sjúkrahús verður til, upphaf og uppbygg- ing hjúkrunarþjónustu Borgarspítalans í Reykjavík. Stjórn sjúkrahússins gaf ritið út árið 2000. Ragnheiður Haraldsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir tóku saman aðdraganda að stofnun námsbrautarinnar og hafa haldið fyrirlestra um það. María sjálf viðaði að sér geysimiklu efni til endurskoðunar Hjúkrunarsögu. Ég varð þeirra ánægju aðnjótandi að dvelja eina helgi með Maríu í sumarhúsinu okkar, Bláskógum við Úlfljóts- vatn, þar sem við fórum í gegnum allt efnið. Félagið geymir þessi gögn Maríu. Við hinar höfum Iítið gert, en Bergljót Líndal hefur tjáð mér að hún ætli sér að skrifa sinn þátt þegar hún hættir launaðri vinnu. Stjórn félagsins fól síðan Margréti Guð- mundsdóttur, sagnfræðingi, að rita sögu hjúkrunar á Islandi. Nokkrar okkar, sem mynduðum söguritunarhóp Maríu, erum í nefnd um söguritun er Ásta Möller, fyrrverandi formaður, veit- ir forstöðu. María var í þeim hóp en komst aldrei á fund. í tilefni af 75 ára afmæli Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norð- urlöndum (SSN) var ákveðið að skrifa sögu samtakanna. Til verksins var fenginn danskur sagnfræðingur, Nete Balslev Win- gender. Hún fór til allra aðildarlandanna í sinni upplýsingaöfl- un. Með henni, Maríu og mér tókst góður vinskapur en ég sat í ritnefnd bókarinnar fyrir hönd okkar félags. Það var því eink- ar ánægjulegt að verða samferða Maríu á fund SSN í Kaup-: mannahöfn árið 1995 til að halda upp á 75 ára afmælið og út- komu bókarinnar Fem svaner í flok. Þetta var síðasta ferð Mar- íu á hjúkrunarþing erlendis. 70 ára afmælinu fagnaði SSN aft- ur á móti í Reykjavík 4.-5. september 1990. Þar fjallaði María um sjö áratuga Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum í fróðlegu erindi sem góður rómur var gerður að. Yfirskrift þings- ins var Hjúkrunarfélagið sem faglegt og þjóðfélagslegt afl. Góð vinkona Maríu á efri árum var María Lysnes, fyrrverandi Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.