Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 54
Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræöingur BHMHnm Fleiri stofnanasamningar Enn bætast við nýir stofnanasamningar og eru þeir birtir að venju hér í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Hægt er að nálgast þá í heilu lagi á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, www.hjukrun.is, undir kjaramál/stofnanasamningar. Þá er einnig vakin athygli á því að undir liðinn kjaramál á heimasíðu félagsins hefur verið bætt við nýjum undirflokki er nefnist al- gengar spurningar og svör. Þar er hægt að fá svör við algeng- um spurningum er varða veikindi, orlof, frítökurétt, fæðingar- orlof, vaktavinnu og annað. Þessi undirflokkur er í stöðugri skoðun og mun reglulega verða bætt inn á hann nýjum spurn- ingum er upp kunna að koma. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ: Lágmarksrööun: Hjúkrunarfræðingur 1 A12 Hjúkrunarfræðingur 2 A16 Sérfræðingur 1 BIO Sérfræðingur 2 B15 Verkefnastjóri CIO Forstöðumaður C13 Yfirhjúkrunarfræðingur C17 Starfslýsingar: Við röðun verði miðað við starfslýsingar starfsmanna. Starfslýs- ingar verði endurskoðaðar við allar varanlegar breytingar á verk- sviði starfsmanna og/eða skipulagi stofnunar. Viðurkennd námskeiö: Vegna viðbótarmenntunar og endur- og símenntunar bætist við grunnröðun með eftirfarandi hætti: Viðbótarmenntun á háskólastigi, 1 launaflokkur. Endur- og símenntun, sem nýtist í starfi, skal metin til allt að 3 launaflokka. Námskeið vegur minnst 1/2 einingu og mest 5 einingar. Námskeið séu haldin af viðurkenndum aðilum. Onnur skipulögð menntun á há- skólastigi svo og námsdvöl við innlendar og erlendar stofnanir getur gefið allt að 10 einingar. Þátttaka í fagráðstefnum og námstefnum getur gefið allt að 3 einingar, mest ef þátttakandi er sjálfur fyrirlesari. Starfsreynsla: Eftir tólf mánaða starfsreynslu hjá Landlæknisembættinu hækl<a starfsmenn, sem grunnraðað er í B- og C-ramma, um einn launaflokk. Endurmat starfskjara: Einu sinni á ári skulu störf starfsmanna og starfskjör metin og þeir þættir endurmetnir sem hafa áhrif til hækkunar á röðun starfsmanna innan ramma svo og með tilliti til þess hvort starf skuli fært til ann- ars starfsflokks. Stefnt er að því, að þessu endurmati ljúki fyrir 1. nóvember og aldrei sfðar en 31. desember ár hvert. Tímabundiö frávik frá verksviði: Sé starfsmanni falið tímabundið verkefni sem felur í sér meiri ábyrgð en gert er ráð fyrir í starfslýsingu skal hann fá hækkun launa meðan á því stendur. Greitt skal samkvæmt þeirri ábyrgð sem starfið fel- ur í sér. Hafi starfsmaður starfað lengur en 13 mán- uði samfleytt á þessum kjörum verða þau varanleg. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI: Launarammar: Almennur hjúkrunarfræðingur B5 Verkefnisstjóri B5 Deildarstjóri B8 Hjúkrunarforstjóri C12 Mat á einstökum þáttum: Formlegt 15 eininga viðbótarnám skal meta til hækkunar um 1 launaflokk. MS-próf skal meta til 1 launaflokks hækkunar. Doktorspróf skal meta til 1 launaflokks hækkunar. Vegna óvenjulega umfangsmikillar þjónustu er starf deildarstjóra heimahjúkrunar metið til 2 launaflokka hækkunar. Eftir samtals 4 ára starf hjá Akureyrarbæ sem hjúkrunarfræðingur skal starfsmaður hækka um 1 launaflokk. Virkni framgangskerfis: : Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu- I stöðina veitir hjúkrunarfræðingum möguleika á að fá | viðurkenningu sem m.a. leiðir til launalegs ávinnings. Almennur hjúkrunarfræðingur með grunnröðun B5 getur hækkað um allt að 2 launaflokka vegna fram- gangs. Verkefnisstjóri með grunnröðun B8 getur hækkað um allt að 2 launaflokka vegna framgangs. Deildarstjóri með grunnröðun B8 getur hækkað um allt að 2 launaflokka vegna framgangs. Hjúkrunarforstjóri er ekki metinn í framgangskerfi. HEILBRIGÐISSTOFUNIN, SAUÐÁRKRÓKI Launarammar: Hjúkrunarfræðingur I er byrjandi í starfi: B5-B6 Hjúkrunarfræðingur II er byrjandi kominn vel á veg í starfi B6-B7 52 Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.