Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 28
á snuði) hjá 122 miklum fyrirburum sem fæddust eftir 27-31 j viku meðgöngu. Ramenghi (1996b, 1999) sýndi með félögum! sínum í tveimur rannsóknum fram á að 1 ml af 25% og 50% súkrósa hafði verkjastillandi áhrif án aukaverkana hjá fyrir- burum fæddum eftir 32 vikna meðgöngu. Því hefur verið varpað fram að foreldrar gætu orðið svo á- nægðir með róandi áhrif þess að nota sykurlausn í munn að þeir vildu halda því áfram þegar heim er komið og barnið eld- ist og slíkt geti valdið tannskemmdum (Bucher o.fl., 1995).; Engar langtímarannsólcnir á sífelldri notkun þessarar aðferðar virðast enn vera fyrir hendi. Umræða I ljósi framangreindrar rannsóknarýni er óhætt að mæla með! gjöf á 2 ml af 24% súkrósa í munn 2 mínútum fyrir sársauka-j full inngrip hjá nýburum fæddum eftir 34 vikna meðgöngu. j Einnig má mæla með gjöf á 1 ml af 24% súkrósa í munn 2 j mínútum fyrir sársaukafull inngrip hjá börnum fæddum eftirj 27-34 vikna meðgöngu. Benda má á að rannsóknir sem birtarj hafa verið eftir gerð samantektarinnar styðja þessar ályktanir . (Gibbins, o.fl. 2002). Einnig virðist betra að nota snuð sam- tímis súkrósagjöf í munn þar sem niðurstöður benda til að það dragi enn frekar úr verkjum. Ekki fundust neinar rannsóknir á sykurlausnarmeðferð við verkjum meðal yngri fyrirbura en; þeirra sem fæddust eftir 27 vikna meðgöngu og er því ekki j hægt mæla með þeirri meðferð fyrir þann hóp. Fátt bendir því til annars en að gjöf á súkrósalausn í réttu magni og styrkleika í munn fyrir smávægileg inngrip sé hættu- laus, auðframkvæmanleg og árangursrík meðferð við verkjum hjá nýburum og fyrirburum fæddum eftir 27 vikna meðgöngu. j Þegar kostir og gallar meðferðarinnar eru skoðaðir er erfitt að j horfa fram hjá augljósum áhrifum hennar á bætta líðan barn-l anna. Spurningin, sem hjúkrunarfræðingar standa frammi fyr- ir, er hvenær niðurstöður rannsókna eru nægilega áreiðanleg- j ar til að hægt sé að réttlæta að breytingar séu gerðar á fram- kvæmd hjúkrunar. Hvenær á að taka þekkinguna í notkun í hjúkrunarstarfinu, hvenær er það siðferðilega réttlætanlegt; eða skylt? Meta þarf áhættuna og gallana, árangurinn og kost- ina og kostnaðinn við breytta meðferð. I því sambandi koma til skoðunar hagkvæmnisjónarmið, þekking og geta hjúkrunar- j fræðinga, hvort hjúkrunaraðgerð skaðar barnið ef henni er ekki rétt beitt og hvort aðgerðin kemur í veg fyrir að önnur betri aðferð sé notuð í þágu barnsins. Þær heimildir, semi framangreind úttekt nær yfir, svara aðeins hluta þessara; spurninga. Hingað til hafa rannsóknir á meðferð með súkrósa við verkj- um út af smávægilegum inngrip bent til að meðferðin geti bætt líðan nýburans og engin rannsókn hefur sýnt að slík meðferð skaði. Því geta rökin gegn því að velja þessa verkjameðferð talist heldur hæpin. Aðferð- in er ódýr, auðlærð og fljótleg. Meðferð sem þessi er þó ekki eina lausnin á verkjum nýbura heldur viðbót sem miðuð er við smávægileg inngrip. Halda verður áfram að rannsaka fleiri leiðir og meðhöndla verki tengda skurðaðgerð og sjúkdómum á kröftugan og markvissan hátt (Gibbins o.fl., 2002; Stevens o.fh, 2002). Taka verður fram að ekki fannst nein langtíma- rannsókn þar sem könnuð voru áhrif langtíma- notkunar á súrkrósa við verkjum og því er of snemmt að draga endanlegar ályktanir um auka- verkanir af þess háttar notkun. Hins vegar var; framkvæmd meðferðarinnar ólík eftir rannsókn- um og það vekur spurningar um hve samanburð- j arhæfar þær eru en getur einnig styrkt gildi þess að nota lausnirnar í meðferðarskyni þar sem ár- angur virðist nást með talsverðum frávikum í framkvæmd. Fáar rannsóknanna setja framj heildstæða skilgreiningu á verkjum eða skil-j greina hvað sé viðunandi árangur af meðferð. Framkvæmd sumra rannsóknanna hefði mátt bæta og færa þær nær raunveruleika nýburagjör- gæslunnar til að fá betur úr því skorið hvernig nýta megi staðfestan árangur af súkrósagjöf við meðhöndlun einstaka barna. Hjúkrunarfræðing- um ber skylda til að taka áskorun framangrein-: dra með því að sinna áframhaldandi rannsókn- arstarfi á verkjameðferðum fyrirbura og nýbura. Barnahjúkrunarfræðingum ber að leitast við að skapa barninu sem best ytri og innri skilyrði ogj aðstoða það við athafnir sem stuðla að heilbrigð- um þroska þess með því að samþætta fræðilega; þekkingu og reynslu. Því ber þeim einnig að vera; vakandi fyrir nýjum aðferðum sem stuðlað geta að betri líðan og auknum þroska skjólstæðinga sinna.; Þeir verða að líta í eigin barm og skoða með gagn- rýnum augum starfið sem fer fram á deildum þeirra og spyrja sig hvort sú starfsemi og þau við- j horf, sem þar ráða, samræmist þeirri þekkingu j sem liggur fyrir hverju sinni um hvernig best megi bæta líðan og velferð skjólstæðinganna. I því samhengi má spyrja sig hvort verkjameðferð teljist nægilega mikilvæg þegar glímt er við erfið verkefni sem tengjast öndun og næringu fyrir- bura og veikra fullbura (nokkurs konar lúxus sem ekki skili endilega sýnilegum árangri). Sér- hver fagmaður á nýburagjörgæslunni verður að spyrja sig þessarar spurningar. Fræðin segja að Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.