Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 43
GREIN Horft um öxl öðrum heilbrigðismálum og úr þessum samræðum varð viðtal við ráðherra, Magnús Kjartansson. Ekki stóð á samþykki hans. Mér var falið að gera tillög- ur. Eg kynnti mér læknalög ýtarlega og sá þar margt sem hægt var að taka til fyrirmyndar. Smá- breytingar þurfti að gera á eldri lögum um hjúkrun varðandi greinar um réttindi og skyldur, þag- mælsku og vanrækslu í starfi og sitthvað fleira, en nýmæli voru m.a. um leyfisveitingar frá heilbrigð- isráðuneytinu, skipun hjúkrunarráðs og sérfræði- leyfi í hjúkrun. Lagt var til að skipa skyldi þriggja manna hjúkrunarráð er starfa skyldi í fjögur ár í senn. Heilbrigðisráðuneytið skipaði formann, hin- ir tveir fulltrúarnir skyldu tilnefndir af mennta- málaráðuneytinu og Hjúkrunarfélagi Islands. Ráð- ið átti að vera til samstarfs og ráðgjafar. Þá var á- kvæði um að ráðherra setti reglugerð um skilyrði til að öðlast sérfræðileyfi í hjúkrun að fengnum til- lögum hjúkrunarráðs. Drög að hjúkrunarlögum voru send Hjúkrunarfé- lagi Islands til umsagnar. Svar félagsins hefi ég ekki undir höndum en man að ein athugasemd þess var að í hjúkrunarráði skyldu sitja fimm menn í stað þriggja og þar ætti félagið þrjá fulltrúa. Það var ekki samþykkt af ráðuneytinu. Þar þótti gæta of mikils þunga félagsins á móti ráðuneytunum tveim. Hjúkrunarlög, með hjúkr- unarráð innanborðs, voru samþykkt á Alþingi 13. mars 1974. Ymsar breyt- ingar hafa orðið á starfi hjúkrunarráðs á tæplega 30 ára starfsferli. Margir hæfir hjúkrunarfræðingar hafa lagt þar fram starfs- krafta sína og þeir voru mér ómetanlegur styrkur í starfi. Hjúkrunarráð er umsagnaraðili um réttindaveitingar hjúkrunar- fræðinga, umsagnaraðili um stöður hjúkrunarfor- stjóra sjúkrahúsa og margt fleira. Eg tel að með til- urð hjúkrunarráðs hafi skapast mikilvægur áfangi í málefnum hjúkrunarfræðinga og að hjúkrunarráð eigi merkan starfsferil að baki. Ráðinu óska ég heilla veginn áfram. Nýtt starfsheiti Þegar nám í hjúkrunarfræði var komið inn í Há- skóla íslands haustið 1973 og til stóð að þaðan yrðu brautskráðir kandídatar í hjúkrunarfræði Ólafur Ólafsson, Ingibjörg og Páll Sigurösson ráöuneytis- stjóri unnu mikiö saman fjórum árum síðar var ég sannfærð um að þeir nemendur - karl- ar og konur - myndu ekki vilja bera starfsheitin hjúkrunarkona, I við yrðum að fá annað starfsheiti er bæði nemendur frá Háskóla Islands og Hjúkrunarskóla Islands gætu sameinast um. Ég lagði til við Hjúkrunarfélag Islands að það veldi nýtt starfsheiti á stéttina. Um það skrifaði ég stutta grein í Hjúkrunarblaðið og stakk upp á eftirfarandi starfsheitum: hjúkrir, hjúkri, hjúkrari eða hjúkrunarfræðingur. Atkvæðagreiðsla fór fram í deildum: Hjúkrunarfélagsins um þessar tillögur og starfsheitið hjúkrun- arfræðingur bar sigur úr býtum. Það var svo fellt inn í hjúkrun- arlög, er gildi tóku 22. maí 1975, að „starfsheitið væri hjúkrun- arfræðingur, en þeim sem þess óskuðu væri heimilt að kalla sig hjúkrunarkonu eða hjúkrunarmann“. Mörgum eldri hjúkrunar- konum þótti vænt um starfsheiti sitt og notuðu það áfram. Lög um heilbrigðisþjónustu Vegna starfs míns f ráðuneytinu tók ég þátt í mörgum nefndum og gat þar komið fram ýmsum hugmyndum og málum er ég hafði trú á að yrðu til framfara. Ráðuneytið hafði aðeins starfað í nokkra mánuði er ég kom þangað til starfa, mörg ný verkefni biðu úrlausnar og önnur endurskoðunar. Meðal þeirra verkefna voru lög um heilbrigðisþjónustu. Ég sat í nefnd er endurskoðaði þau lög og þar þótti mér vanta eitt og annað um hjúkrun og hjúkrunarfræðinga, og reyndar fleiri heilbrigðisstéttir. Ég lagði meðal annars til, að hjúkrunarforstjóri skyldi sjá um framkvæmd og bera ábyrgð á hjúkrunarþjónustu í sjúkrahúsum hér á landi. Það hlaut samþykki og í nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu, er gildi tóku 20. maí 1978, er 29. grein svohljóðandi: „Hjúkrun- arstjóri skipuleggur hjúkrun á deildinni í samráði við hjúkrunar- forstjóra og ber ábyrgð á henni.“ Þarna er kveðið í lögum á um sjálfstæði hjúkrunarfræðinga og ábyrgð á starfi. Með aukinni þekkingu og möguleikum á framhaldsnámi á háskólastigi - þekkingu á kennslu, stjórnun og rannsóknum - var eðlilegt að þessari stétt yrði fengið meira sjálfstæði og þá um leið ábyrgð. Eitt og annað fleira um hjúkrun og hjúkrunarfræðinga var sett inn við þessa endurskoðun laga um heilbrigðismál og má sjá það í fyrrnefndum lögum. Hjúkrunarmál Hjúkrunarmál er rit er ég tók saman um nám og störf hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða og gerði þá könnun á störfum hjúkrun- arfræðinga árin 1974 - 1975. Þetta rit gaf heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið út árið 1978 (Rit 1/1978 ). Að lokum langar mig til að vekja athygli á að nú eiga hjúkrun- arfræðingar sæti í flestum þeirra nefnda er fjalla um heilbrigð- ismál. Þeir skrifa góðar og eftirtektarverðar greinar í blöð og tímarit og rannsóknir þeirra á hjúkrun, málefnum sjúkra og heilsuvernd vekja verðskuldaða athygli. Augljóst er að betri og meiri menntun þeirra hefur skilað sér ríkulega. Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.